Fólk læri af hafnarbjörguninni í Eyjum 1973 og treysti sérfræðingum Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2020 12:16 Páll Magnússon segir að þó hann beri fullt traust til sóttvarnayfirvalda þýði það ekki að hann telji allar ákvarðanir þeirra réttar. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að af fréttum síðustu daga mætti ætla að þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins væru upp til hópa að rísa gegn ákvörðunum sóttvarnayfirvalda. Hann segir að hver tali þar fyrir sig en að hann vilji hafa það á hreinu að það gildi ekki um sig. Hann beri fullt traust til sóttvarnalæknis og telji mikilvægt að allir – og ekki síst stjórnmálamenn – standi þétt að baki þeim ákvörðunum sem teknar séu á þeim vettvangi. Þá segir hann að landsmenn geti dregið mikinn lærdóm af því hvernig treyst var á sérfræðinga í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 þannig að bjarga mætti höfninni í bænum. Gagnrýnisraddir Páll segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem vísar væntanlega í frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær, og svo leiðara blaðsins í dag, um að óeining væri um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra innan ríkisstjórnarinnar. Fréttir hafa einnig borist af því að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefði „verulegar efasemdir“ um að lagaheimild væri fyrir því að notast greiðslukortafærslur við smitrakningu. Sömuleiðis hefur Sigríður Á. Andersen lýst því yfir að hún vilji horfa í auknum mæli til „grundvallarréttinda“ borgara þegar ákvarðanir eru teknar um sóttvarnaraðgerðir hér á landi, til að mynda fyrirkomulag á landamærum. Vilji hún að áhersla verði frekar lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir frekar en „lokanir, boð og bönn ríkisvaldsins“. Byggðar á bestu vitneskju Páll segir að þó hann beri fullt traust til sóttvarnayfirvalda þýði það ekki að hann telji allar ákvarðanir þeirra réttar – eftir á að hyggja. Þær hafi hins vegar örugglega verið byggðar á bestu vitneskju og þekkingu sem fyrir lá þegar þær voru teknar. „Þetta er líka spurning um hugarfar við að takast á við utanaðkomandi ógn sem þú veist ekki hvernig mun haga sér. Þú veist hvað gerðist í gær - en veist ekkert hvað gerist á morgun. Eina leiðin er þá að velja það fólk sem þú treystir best til að bregðast við síbreytilegum aðstæðum og standa svo við bakið á því fólki. Þegar hraunið var við það að loka höfninni í Vestmannaeyjum 1973 og leggja bæinn í eyði var tekin ákvörðun um að reyna að beina því í aðra átt með kælingu. Það voru uppi margar skoðanir á því hvort ætti að gera þetta og þá hvernig. Á endanum var mestu kunnáttu- og kjarkmönnunum falið að taka þessar ákvarðanir og allir reru svo í sömu átt. Aðgerðin tókst – bænum var bjargað,“ segir Páll sem lýkur svo pistlinum á orðunum „Lærum af þessu!“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að af fréttum síðustu daga mætti ætla að þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins væru upp til hópa að rísa gegn ákvörðunum sóttvarnayfirvalda. Hann segir að hver tali þar fyrir sig en að hann vilji hafa það á hreinu að það gildi ekki um sig. Hann beri fullt traust til sóttvarnalæknis og telji mikilvægt að allir – og ekki síst stjórnmálamenn – standi þétt að baki þeim ákvörðunum sem teknar séu á þeim vettvangi. Þá segir hann að landsmenn geti dregið mikinn lærdóm af því hvernig treyst var á sérfræðinga í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 þannig að bjarga mætti höfninni í bænum. Gagnrýnisraddir Páll segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem vísar væntanlega í frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær, og svo leiðara blaðsins í dag, um að óeining væri um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra innan ríkisstjórnarinnar. Fréttir hafa einnig borist af því að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefði „verulegar efasemdir“ um að lagaheimild væri fyrir því að notast greiðslukortafærslur við smitrakningu. Sömuleiðis hefur Sigríður Á. Andersen lýst því yfir að hún vilji horfa í auknum mæli til „grundvallarréttinda“ borgara þegar ákvarðanir eru teknar um sóttvarnaraðgerðir hér á landi, til að mynda fyrirkomulag á landamærum. Vilji hún að áhersla verði frekar lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir frekar en „lokanir, boð og bönn ríkisvaldsins“. Byggðar á bestu vitneskju Páll segir að þó hann beri fullt traust til sóttvarnayfirvalda þýði það ekki að hann telji allar ákvarðanir þeirra réttar – eftir á að hyggja. Þær hafi hins vegar örugglega verið byggðar á bestu vitneskju og þekkingu sem fyrir lá þegar þær voru teknar. „Þetta er líka spurning um hugarfar við að takast á við utanaðkomandi ógn sem þú veist ekki hvernig mun haga sér. Þú veist hvað gerðist í gær - en veist ekkert hvað gerist á morgun. Eina leiðin er þá að velja það fólk sem þú treystir best til að bregðast við síbreytilegum aðstæðum og standa svo við bakið á því fólki. Þegar hraunið var við það að loka höfninni í Vestmannaeyjum 1973 og leggja bæinn í eyði var tekin ákvörðun um að reyna að beina því í aðra átt með kælingu. Það voru uppi margar skoðanir á því hvort ætti að gera þetta og þá hvernig. Á endanum var mestu kunnáttu- og kjarkmönnunum falið að taka þessar ákvarðanir og allir reru svo í sömu átt. Aðgerðin tókst – bænum var bjargað,“ segir Páll sem lýkur svo pistlinum á orðunum „Lærum af þessu!“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira