Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2020 17:02 Þungvopnaðir menn hafa verið tíð sjón við þinghús Michigan undanfarna mánuði. EPA/JEFFREY SAUGER Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. Hún var meðvituð um ráðabruggið og þurfti nokkrum sinnum að flytja fjölskylduna vegna mannanna. Þetta kom fram í máli Dana Nessel, ríkissaksóknara Michigan, í viðtali í dag. Whitmer sjálf segir að ekki eigi að kalla menn sem þessa vopnaðar sveitir, eins og iðulega er gert vestanhafs. Það eigi að kalla þá heimaræktaða hryðjuverkamenn. They re not militias. They re domestic terrorists endangering and intimidating their fellow Americans. Words matter.— Governor Gretchen Whitmer (@GovWhitmer) October 9, 2020 Bandaríska alríkislögreglan (FBI) tilkynnti í gær að hún hefði stöðvað téðar fyrirætlanir hópsins. Sex hafa verið ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Whitmer í sumarhúsi hennar og sjö hafa verið ákærðir fyrir að skipuleggja valdarán í Michigan. Hópurinn virðist tengjast vopnuðum öfgasveitum hægri manna, sem hafi haft uppi hörð mótmæli vegna kórónuveiruaðgerða í ríkinu. Í frétt AP er haft eftir Nessel að ákveðið hafi verið að binda enda á eftirlitið og handtaka mennina þegar þeir ætluðu að fara að kaupa sprengiefni og skiptast búnaði. „Við töldum rétt að grípa inn í áður en einhver léti lífið,“ sagði Nessel. Whitmer gagnrýndi Donald Trump, forseta, í gær og sakaði hann um að ala á sundrung og ofbeldi. Í kjölfar þess gagnrýndi Trump Whitmern á Twitter og sakaði hana meðal annars um vanþakklæti. Hann sagðist fordæma allt ofbeldi Bandaríkjamanna. Whitmer hélt áfram að kenna Trump um ástandið í dag og í viðtali við ABC sagði hún orðræðu hans vera hættulega. Ekki bara fyrir hana heldur aðra embættismenn víðsvegar um Bandaríkin. „Frá því hann kallaði mig „þessa konu í Michigan“, sáum við aukningu í hatorsorðræðu gagnvart mér,“ sagði Whitmer í viðtalinu. Hún sagði að í hvert sinn sem forsetinn hefði tíst um þörf þess að „frelsa Michigan“ og kallað eftir því að hún semdi við þessa sömu menn og voru handteknir, því þeir væru gott fólk, væri hann að ýta undir hryðjuverk. Hún væri ekki eini ríkisstjórinn sem væri að eiga við þetta vandamál. Hún sagði einnig að góð manneskja myndi taka upp símann og spyrja hvernig hún hefði það. „Það gerði Joe Biden. Ég held að það segi okkur allt sem þarf um persónuleika þeirra tveggja sem eru að berjast um að leiða þetta ríki næstu fjögur árin.“ "Even the president last night in his tweet storm won't stop attacking me, and I think that it's creating a very dangerous situation." After foiled kidnapping plot, Michigan Gov. Gretchen Whitmer tells @GStephanopoulos threats against her are 'ongoing.' https://t.co/meMl2ps2dJ pic.twitter.com/QtGx3Vprqp— ABC News (@ABC) October 9, 2020 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. Hún var meðvituð um ráðabruggið og þurfti nokkrum sinnum að flytja fjölskylduna vegna mannanna. Þetta kom fram í máli Dana Nessel, ríkissaksóknara Michigan, í viðtali í dag. Whitmer sjálf segir að ekki eigi að kalla menn sem þessa vopnaðar sveitir, eins og iðulega er gert vestanhafs. Það eigi að kalla þá heimaræktaða hryðjuverkamenn. They re not militias. They re domestic terrorists endangering and intimidating their fellow Americans. Words matter.— Governor Gretchen Whitmer (@GovWhitmer) October 9, 2020 Bandaríska alríkislögreglan (FBI) tilkynnti í gær að hún hefði stöðvað téðar fyrirætlanir hópsins. Sex hafa verið ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Whitmer í sumarhúsi hennar og sjö hafa verið ákærðir fyrir að skipuleggja valdarán í Michigan. Hópurinn virðist tengjast vopnuðum öfgasveitum hægri manna, sem hafi haft uppi hörð mótmæli vegna kórónuveiruaðgerða í ríkinu. Í frétt AP er haft eftir Nessel að ákveðið hafi verið að binda enda á eftirlitið og handtaka mennina þegar þeir ætluðu að fara að kaupa sprengiefni og skiptast búnaði. „Við töldum rétt að grípa inn í áður en einhver léti lífið,“ sagði Nessel. Whitmer gagnrýndi Donald Trump, forseta, í gær og sakaði hann um að ala á sundrung og ofbeldi. Í kjölfar þess gagnrýndi Trump Whitmern á Twitter og sakaði hana meðal annars um vanþakklæti. Hann sagðist fordæma allt ofbeldi Bandaríkjamanna. Whitmer hélt áfram að kenna Trump um ástandið í dag og í viðtali við ABC sagði hún orðræðu hans vera hættulega. Ekki bara fyrir hana heldur aðra embættismenn víðsvegar um Bandaríkin. „Frá því hann kallaði mig „þessa konu í Michigan“, sáum við aukningu í hatorsorðræðu gagnvart mér,“ sagði Whitmer í viðtalinu. Hún sagði að í hvert sinn sem forsetinn hefði tíst um þörf þess að „frelsa Michigan“ og kallað eftir því að hún semdi við þessa sömu menn og voru handteknir, því þeir væru gott fólk, væri hann að ýta undir hryðjuverk. Hún væri ekki eini ríkisstjórinn sem væri að eiga við þetta vandamál. Hún sagði einnig að góð manneskja myndi taka upp símann og spyrja hvernig hún hefði það. „Það gerði Joe Biden. Ég held að það segi okkur allt sem þarf um persónuleika þeirra tveggja sem eru að berjast um að leiða þetta ríki næstu fjögur árin.“ "Even the president last night in his tweet storm won't stop attacking me, and I think that it's creating a very dangerous situation." After foiled kidnapping plot, Michigan Gov. Gretchen Whitmer tells @GStephanopoulos threats against her are 'ongoing.' https://t.co/meMl2ps2dJ pic.twitter.com/QtGx3Vprqp— ABC News (@ABC) October 9, 2020
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04
Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09
Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49