Innlent

87 greindust með veiruna í gær

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Aðsókn í skimun á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mikil undanfarna daga.
Aðsókn í skimun á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mikil undanfarna daga. Vísir/Vilhelm

87 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 57 voru í sóttkví við greiningu, en 30 utan sóttkvíar. Þetta kemur fram á covid.is.  Heildarfjöldi þeirra sem sýkst hafa innanlands er nú 3.460.

64 greindust við einkennasýnatöku, en 23 við sóttkvíar- og handahófsskimanir.

Nýgengi innanlandssmita síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa er nú 226,3. Alls eru 956 í einangrun með virk smit.

Alls voru tekin 2.075 einkennasýni hjá Landspítala og Íslenskri erfðagreiningu, 851 landamærasýni, 1.084 sýni við sóttkvíar- og handahófsskimun og 54 önnur sýni á vegum Íslenskrar erfðagreiningar. 

25 liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19, einum fleiri en í gær. Þá eru þrír á gjörgæslu, þar af tveir á öndunarvél. Sjúklingum á öndunarvél fækkar því um einn frá því í gær. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu nú fyrir skömmu.

Þá greindust alls níu manns á landamærunum. Tveir einstaklingar greindust með virkt smit, en sjö bíða mótefnamælingar. Nýgengi landamærasmita er 7,4.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×