Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2020 19:01 Kasper Hjulmand tók við stjórn danska liðsins á þessu ári. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE Ísland og Danmörk mætast í Þjóðadeildinni í knattspyrnu annað kvöld. Íslenska liðið lagði Rúmena á fimmtudaginn og tryggði sér þar með úrslitaleik gegn Ungverjum um sæti á Evrópumótinu 2020. Danska liðið er þegar komið með farseðilinn þangað en hefur - líkt og Ísland - ekki enn landað sigri í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Kasper Hjulmland, þjálfari liðsins, segir að lið sitt sé tilbúið og býst við erfiðum leik. „Ég býst við mjög erfiðum leik, Ísland er verðugur mótherji. Við berum mikla virðingu fyrir íslenska liðinu, sérstaklega hér í Reykjavík þar sem þeir hafa náð í mjög góð úrslit undanfarin ár,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, um leikinn annað kvöld. „Ég hef fylgst með íslenska liðinu í mörg ár og ber mikla virðingu fyrir liðinu. Ég tel ekki að þetta sé leikur sem við verðum að vinna [e. must win]. Þetta er hins vegar lykilleikur fyrir báðar þjóðir, við erum tilbúnir að berjast og tilbúnir að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná í þrjú stig,“ sagði Hjulmand einnig. „Áhorfendaleysi hefur áhrif á leiki um alla Evrópu, bæði hjá félags- og landsliðum. Ég held að það eina jákvæða sem við getum tekið úr þessu er að við áttum okkur á af hverju við erum hér. Fótbolti snýst um fólkið og við söknum allir stuðningsfólks okkar, þau eru ástæðan fyrir því að við gerum þetta. Ég vona að við getum hleypt þeim á völlinn sem fyrst,“ sagði þjálfari Dana aðspurður hvort hann teldi að áhorfendaleysi myndi hafa áhrif á leik morgundagsins. Um breyttan leikstíl danska liðsins Hjulmland er nýtekinn við danska liðinu en hann tók við af Åge Hareide í júlí á þessu ári. Hann er að reyna þróa leikstíl liðsins. Hann vill spila 4-3-3 leikkerfi og leggur ef til vill meiri áherslu á að halda boltanum heldur en Danir hafa gert undanfarin ár. „Hann [leikstíllinn] er mjög ungur. Ég er ekki að reyna finna upp hjólið. Þetta snýst um að þróa leik okkar. Sama hver er þjálfari þá mun hann reyna þróa leikstíl liðs síns. Ég tók við liði sem var mjög vel þjálfað og hafði góðan grunn. Ég er að reyna bæta nokkrum nýjum hlutum við, líkt og allir þjálfarar myndu gera.“ „Ég held að við höfum þegar sýnt framfarir gegn Englandi og Belgíu, áttum góðan leik gegn Færeyjum á miðvikudag og við reynum að byggja ofan á hvern leik. Við höfum ekki náð mörgum æfingum svo við verðum að taka einn leik í einu en ég tel okkur vera á réttri braut. Þetta er mjög góður hópur, leikmennirnir eru frábærir, við erum hungraðir í að vinna meira og erum tilbúnir í leikinn.“ Við hverju má búast frá danska liðinu á morgun „Það má búast við því að við séum tilbúnir og það má búast við því að við munum spila með því hugrekki og ástríðu sem þarf til að vinna Ísland. Við verðum að vera harðir í horn að taka og fara í öll návígi af krafti. Við verðum að jafna ástríðu þeirra og liðsanda. Bæta svo okkar leikstíl ofan á það. Það má reikna með að sjá lið sem vill stjórna leiknum og gera sitt besta til að vinna leikinn,“ sagði Hjulmand að lokum. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 annað kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrr. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Ísland og Danmörk mætast í Þjóðadeildinni í knattspyrnu annað kvöld. Íslenska liðið lagði Rúmena á fimmtudaginn og tryggði sér þar með úrslitaleik gegn Ungverjum um sæti á Evrópumótinu 2020. Danska liðið er þegar komið með farseðilinn þangað en hefur - líkt og Ísland - ekki enn landað sigri í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Kasper Hjulmland, þjálfari liðsins, segir að lið sitt sé tilbúið og býst við erfiðum leik. „Ég býst við mjög erfiðum leik, Ísland er verðugur mótherji. Við berum mikla virðingu fyrir íslenska liðinu, sérstaklega hér í Reykjavík þar sem þeir hafa náð í mjög góð úrslit undanfarin ár,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, um leikinn annað kvöld. „Ég hef fylgst með íslenska liðinu í mörg ár og ber mikla virðingu fyrir liðinu. Ég tel ekki að þetta sé leikur sem við verðum að vinna [e. must win]. Þetta er hins vegar lykilleikur fyrir báðar þjóðir, við erum tilbúnir að berjast og tilbúnir að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná í þrjú stig,“ sagði Hjulmand einnig. „Áhorfendaleysi hefur áhrif á leiki um alla Evrópu, bæði hjá félags- og landsliðum. Ég held að það eina jákvæða sem við getum tekið úr þessu er að við áttum okkur á af hverju við erum hér. Fótbolti snýst um fólkið og við söknum allir stuðningsfólks okkar, þau eru ástæðan fyrir því að við gerum þetta. Ég vona að við getum hleypt þeim á völlinn sem fyrst,“ sagði þjálfari Dana aðspurður hvort hann teldi að áhorfendaleysi myndi hafa áhrif á leik morgundagsins. Um breyttan leikstíl danska liðsins Hjulmland er nýtekinn við danska liðinu en hann tók við af Åge Hareide í júlí á þessu ári. Hann er að reyna þróa leikstíl liðsins. Hann vill spila 4-3-3 leikkerfi og leggur ef til vill meiri áherslu á að halda boltanum heldur en Danir hafa gert undanfarin ár. „Hann [leikstíllinn] er mjög ungur. Ég er ekki að reyna finna upp hjólið. Þetta snýst um að þróa leik okkar. Sama hver er þjálfari þá mun hann reyna þróa leikstíl liðs síns. Ég tók við liði sem var mjög vel þjálfað og hafði góðan grunn. Ég er að reyna bæta nokkrum nýjum hlutum við, líkt og allir þjálfarar myndu gera.“ „Ég held að við höfum þegar sýnt framfarir gegn Englandi og Belgíu, áttum góðan leik gegn Færeyjum á miðvikudag og við reynum að byggja ofan á hvern leik. Við höfum ekki náð mörgum æfingum svo við verðum að taka einn leik í einu en ég tel okkur vera á réttri braut. Þetta er mjög góður hópur, leikmennirnir eru frábærir, við erum hungraðir í að vinna meira og erum tilbúnir í leikinn.“ Við hverju má búast frá danska liðinu á morgun „Það má búast við því að við séum tilbúnir og það má búast við því að við munum spila með því hugrekki og ástríðu sem þarf til að vinna Ísland. Við verðum að vera harðir í horn að taka og fara í öll návígi af krafti. Við verðum að jafna ástríðu þeirra og liðsanda. Bæta svo okkar leikstíl ofan á það. Það má reikna með að sjá lið sem vill stjórna leiknum og gera sitt besta til að vinna leikinn,“ sagði Hjulmand að lokum. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 annað kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55
Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45