Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá nýjustu tíðindum af kórónuveirufaraldrinum og ræðum við yfirlækni á Landspítalanum um getu spítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins.
Rætt verður við iðjuþjálfa um geðheilbrigði á tímum kórónuveirunnar. Alþjóðlegi geðheilbrigðsdagurinn er haldinn í dag, en markmið hans er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og sporna gegn fordómum í garð þeirra sem glíma við slíkan vanda.
Einnig ræðum við við hjólhýsaeigendur á Laugarvatni sem sjá fram á að þurfa að yfirgefa svæðið innan tíðar vegna brunahættu.
Þá flytjum við fréttir af erlendum vettvangi, meðal annars um nýjustu tíðindi af deilum Armena og Asera um héraðið Nagorno Karabakh.