Úrvalsdeildarfélög munu rukka fyrir leiki sem ekki verða sýndir í beinni útsendingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 11:05 Aston Villa var eitt 19 liða úrvalsdeildarinnar sem kaus með hugmyndinni. EPA-EFE/Peter Powell Mikil óánægja ríkir nú meðal stuðningsfólks liða í ensku úrvalsdeildinni. Forráðamenn deildarinnar hafa tekið upp á að rukka stuðningsmenn aukalega svo þeir geti séð lið sín spila. Þannig er mál með vexti að ekki eru allir leikir ensku úrvalsdeildarinnar sýndir beint á Englandi. Vegna kórónufaraldursins eru leikvellir Englands lokaðir og því komast stuðningsmenn ekki að sjá lið sín spila. Forráðamenn deildarinnar hafa því ákveðið að sýna alla leiki deildarinnar beint en þarf að kaupa aðgang að þeim leikjum sem eru ekki nú þegar á dagskrá. Svokallað ´pay-per-view´ á ensku. Þar kaupa stuðningsmenn aðgang að stökum leik. Verðið er tæp 15 pund eða 2700 krónur íslenskar. Þetta fer ekki vel í stuðningsfólk og er talið að græðgi félaganna gæti fælt fólk frá þegar hliðin verða loks opnuð að nýju. £14.95 to watch a game on pay per view is disgraceful. £5, ok, but £14.95? It's disgusting. At a time when PL clubs spent £1.2bn on players. When they'll give agents £200m. When so many families are struggling. The creed of greed is in @premierleague DNA but this truly stinks.— Henry Winter (@henrywinter) October 9, 2020 Philip Buckingham, Adam Crafton og David Ornstein hjá íþróttamðlinum The Athletic fjölluðu ítarlega um málið. Þar kemur til að mynda fram að Leicester City var eina félagið sem var á móti því að rukka aukalega fyrir leiki sem væru ekki nú þegar í beinni dagskrá. Ekki voru forráðamenn allra félaga deildarinnar hlynntir hugmyndinni en kusu á endanum með henni. Þar má til dæmis nefna Ed Woodward hjá Manchester United. Fall á Netflix-prófinu „Ef þú færð 20 milljónamæringa til að ákveða hvað 15 pund eru mikil virði þá gerist þetta. Þetta er fall á Netflix-prófinu, einn leikur kostar meira en mánaðaráskrift að Netflix“ sagði einn heimildarmanna The Athletic. Ástæðan fyrir því að félög kusu með hugmyndinni að rukka fyrir leiki þó sum hafi verið á móti því er til að deildin sýnist samstíga og sammála í aðgerðum sínum. Leicester City virðist hafa verið eina félagið sem var það mikið í nöp við hugmyndina að þeir kusu gegn henni á endanum. Verðið virðist byggt á því að neðri deildir Englands [B til E] eru að rukka tíu pund fyrir hvern leik. Úrvalsdeildin er hins vegar með meiri gæði, bæði innanvallar sem utan. Það eru fleiri myndavélar og almennt meira til lagt í leik Burnley og Aston Villa heldur en Peterborough United og Lincoln City í ensku C-deildinni. Því sé við hæfi að verðið sé 50 prósent hærra. Skelfileg tímasetning Þá hefur tímasetningin verið gagnrýnd en hún kemur í kjölfar þess að félagaskiptagluggi úrvalsdeildarinnar lokar. Þar eyddu nær öll liðin fúlgum fjár og vilja svo nú fá pening til baka frá stuðningsfólki sínu. Sem stendur hafa Sky Sports og BT Sport – stöðvarnar með sjónvarpsréttinn á Englandi – valið hvaða leikir verða sýndir beint þangað til í byrjun nóvember. Fimm leikir hverja helgi verða sýndir beint sem þýðir að hægt verður að rukka fyrir hina fimm leikina. Kemur niður á þeim sem styðja minni lið deildarinnar Þetta mun koma niður á þeim sem styðja ekki stærstu liðin en þau eru eðli málsins samkvæmt þau lið sem eru oftast í beinni útsendingu. Þá munu stærstu liðin einnig græða mest á þessu en í neðri deildunum á Englandi er það þannig að liðin selja leikina sjálf og halda peningunum. Pay-per-view Premier League games begin next weekend at the princely sum of £14.95. How clubs reached this point and the long-term implications w/ @AdamCrafton_ and @David_Ornstein https://t.co/703pT2f31R— Philip Buckingham (@PJBuckingham) October 10, 2020 Ofan á allt þetta virðist sem félögin ætli ekki að endurgreiða ársmiðahöfum sínum. Þannig að þau sem eiga ársmiða þurfa í rauninni að borga tvöfalt verð ef þau vilja sjá lið sitt spila þegar það er ekki sýnt beint á Sky Sports eða BT Sport. „Þetta er mjög breskt vandamál og ætti ekki að hafa nein áhrif á þá leiki sem eru sýndir erlendis,“ segir að lokum í grein þeirra félaga hjá The Athletic. Því þurfa Íslendingar ekki að hafa áhyggjur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Mikil óánægja ríkir nú meðal stuðningsfólks liða í ensku úrvalsdeildinni. Forráðamenn deildarinnar hafa tekið upp á að rukka stuðningsmenn aukalega svo þeir geti séð lið sín spila. Þannig er mál með vexti að ekki eru allir leikir ensku úrvalsdeildarinnar sýndir beint á Englandi. Vegna kórónufaraldursins eru leikvellir Englands lokaðir og því komast stuðningsmenn ekki að sjá lið sín spila. Forráðamenn deildarinnar hafa því ákveðið að sýna alla leiki deildarinnar beint en þarf að kaupa aðgang að þeim leikjum sem eru ekki nú þegar á dagskrá. Svokallað ´pay-per-view´ á ensku. Þar kaupa stuðningsmenn aðgang að stökum leik. Verðið er tæp 15 pund eða 2700 krónur íslenskar. Þetta fer ekki vel í stuðningsfólk og er talið að græðgi félaganna gæti fælt fólk frá þegar hliðin verða loks opnuð að nýju. £14.95 to watch a game on pay per view is disgraceful. £5, ok, but £14.95? It's disgusting. At a time when PL clubs spent £1.2bn on players. When they'll give agents £200m. When so many families are struggling. The creed of greed is in @premierleague DNA but this truly stinks.— Henry Winter (@henrywinter) October 9, 2020 Philip Buckingham, Adam Crafton og David Ornstein hjá íþróttamðlinum The Athletic fjölluðu ítarlega um málið. Þar kemur til að mynda fram að Leicester City var eina félagið sem var á móti því að rukka aukalega fyrir leiki sem væru ekki nú þegar í beinni dagskrá. Ekki voru forráðamenn allra félaga deildarinnar hlynntir hugmyndinni en kusu á endanum með henni. Þar má til dæmis nefna Ed Woodward hjá Manchester United. Fall á Netflix-prófinu „Ef þú færð 20 milljónamæringa til að ákveða hvað 15 pund eru mikil virði þá gerist þetta. Þetta er fall á Netflix-prófinu, einn leikur kostar meira en mánaðaráskrift að Netflix“ sagði einn heimildarmanna The Athletic. Ástæðan fyrir því að félög kusu með hugmyndinni að rukka fyrir leiki þó sum hafi verið á móti því er til að deildin sýnist samstíga og sammála í aðgerðum sínum. Leicester City virðist hafa verið eina félagið sem var það mikið í nöp við hugmyndina að þeir kusu gegn henni á endanum. Verðið virðist byggt á því að neðri deildir Englands [B til E] eru að rukka tíu pund fyrir hvern leik. Úrvalsdeildin er hins vegar með meiri gæði, bæði innanvallar sem utan. Það eru fleiri myndavélar og almennt meira til lagt í leik Burnley og Aston Villa heldur en Peterborough United og Lincoln City í ensku C-deildinni. Því sé við hæfi að verðið sé 50 prósent hærra. Skelfileg tímasetning Þá hefur tímasetningin verið gagnrýnd en hún kemur í kjölfar þess að félagaskiptagluggi úrvalsdeildarinnar lokar. Þar eyddu nær öll liðin fúlgum fjár og vilja svo nú fá pening til baka frá stuðningsfólki sínu. Sem stendur hafa Sky Sports og BT Sport – stöðvarnar með sjónvarpsréttinn á Englandi – valið hvaða leikir verða sýndir beint þangað til í byrjun nóvember. Fimm leikir hverja helgi verða sýndir beint sem þýðir að hægt verður að rukka fyrir hina fimm leikina. Kemur niður á þeim sem styðja minni lið deildarinnar Þetta mun koma niður á þeim sem styðja ekki stærstu liðin en þau eru eðli málsins samkvæmt þau lið sem eru oftast í beinni útsendingu. Þá munu stærstu liðin einnig græða mest á þessu en í neðri deildunum á Englandi er það þannig að liðin selja leikina sjálf og halda peningunum. Pay-per-view Premier League games begin next weekend at the princely sum of £14.95. How clubs reached this point and the long-term implications w/ @AdamCrafton_ and @David_Ornstein https://t.co/703pT2f31R— Philip Buckingham (@PJBuckingham) October 10, 2020 Ofan á allt þetta virðist sem félögin ætli ekki að endurgreiða ársmiðahöfum sínum. Þannig að þau sem eiga ársmiða þurfa í rauninni að borga tvöfalt verð ef þau vilja sjá lið sitt spila þegar það er ekki sýnt beint á Sky Sports eða BT Sport. „Þetta er mjög breskt vandamál og ætti ekki að hafa nein áhrif á þá leiki sem eru sýndir erlendis,“ segir að lokum í grein þeirra félaga hjá The Athletic. Því þurfa Íslendingar ekki að hafa áhyggjur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira