Aukið fjármagn vantar til að kenna útlendingum íslensku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2020 12:15 Útlendingar búsettir á Íslandi hafi margir hverjir mikinn áhuga á að læra íslensku en það komast ekki allir á slík námskeið því það vantar fjármagn frá ríkinu til að halda kennslunni úti. Hér er mynd frá námskeiði í Þorlákshöfn. Sigþrúður Harðardóttir Verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands undrast áhugaleysi stjórnvalda í að veita fjármunum í að kenna útlendingum íslensku á tímum Covid þegar margir þeirra eru atvinnulausir og hafa tíma til að læra tungumálið. Eins og allir vita hafa fjölmargir útlendingar flust til landsins síðustu ár, ekki síst til að sækja vinnu í ferðaþjónustu þegar mest var að gera þar. Sumir staldra stutt við á meðan aðrir hafa sest hér að til frambúðar. Nú þegar nánast ekkert er að gera í ferðaþjónustu eru margir útlendingar án atvinnu og hafa þá viljað nýta tíman til að læra íslenskuna betur og sækja námskeið, sem boðið er upp á víða um land. Hjá Fræðsluneti Suðurlands hefur verið öflug íslenskukennsla fyrir útlendinga til fjölda ára en á sama tíma þarf að vísa núna fullt af fólki frá því ekki eru til peningar til að halda námskeiðin, sem koma frá ríkisvaldinu. „Við getum ekki tekið nema sama fjölda og venjulega þar sem við fáum ekki meiri styrki frá ríkinu til að halda íslenskunámskeið. Við gætum kennt mun fleirum heldur en við gerum og ég finn það að það eru margir útlendingar, sem eru dálítið hissa og undrandi á því að geta ekki haldið áfram að læra til dæmis þegar þeir eru búnir að taka eitt námskeið og þá vilja þeir kannski taka annað námskeið. Þá erum við búin með ríkisstyrkinn og þá verðum við að stoppa þangað til á næsta ári,“ segir Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri íslenskukennslu hjá Fræðsluneti Suðurlands.Einkasafn Steinunn Ósk segir mjög mikla eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum hjá útlendingum, allir vilji læra tungumálið. „Já, og mikill áhugi fyrir að vera í námi þannig að það sé ekki stopp á milli námskeiða. Hvert námskeið er 60 klukkustundir og það tekur um einn og hálfan mánuð að keyra eitt námskeið miðað við að fólk sé tvisvar í viku í tímum.“ Steinunn Ósk segir að stjórnvöld verði að vakna og hugsa um íslenskukennslu fyrir útlendinga. „Ég vil bara að við metum þetta dugmikla fólk, sem hefur lagt á sig að flytja til Íslands og vinna hér ýmis störf sem Íslendingar hafa ekki endilega verið hrifnir af að sinna og þetta vinnuafl, sem hefur komið hingað er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og mér finnst stórmerkilegt að þessi hópur hafi áhuga og vilja til að læra tungumál sem þrjú hundruð þúsund manns tala í heiminum,“ segir Steinunn Ósk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands undrast áhugaleysi stjórnvalda í að veita fjármunum í að kenna útlendingum íslensku á tímum Covid þegar margir þeirra eru atvinnulausir og hafa tíma til að læra tungumálið. Eins og allir vita hafa fjölmargir útlendingar flust til landsins síðustu ár, ekki síst til að sækja vinnu í ferðaþjónustu þegar mest var að gera þar. Sumir staldra stutt við á meðan aðrir hafa sest hér að til frambúðar. Nú þegar nánast ekkert er að gera í ferðaþjónustu eru margir útlendingar án atvinnu og hafa þá viljað nýta tíman til að læra íslenskuna betur og sækja námskeið, sem boðið er upp á víða um land. Hjá Fræðsluneti Suðurlands hefur verið öflug íslenskukennsla fyrir útlendinga til fjölda ára en á sama tíma þarf að vísa núna fullt af fólki frá því ekki eru til peningar til að halda námskeiðin, sem koma frá ríkisvaldinu. „Við getum ekki tekið nema sama fjölda og venjulega þar sem við fáum ekki meiri styrki frá ríkinu til að halda íslenskunámskeið. Við gætum kennt mun fleirum heldur en við gerum og ég finn það að það eru margir útlendingar, sem eru dálítið hissa og undrandi á því að geta ekki haldið áfram að læra til dæmis þegar þeir eru búnir að taka eitt námskeið og þá vilja þeir kannski taka annað námskeið. Þá erum við búin með ríkisstyrkinn og þá verðum við að stoppa þangað til á næsta ári,“ segir Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri íslenskukennslu hjá Fræðsluneti Suðurlands.Einkasafn Steinunn Ósk segir mjög mikla eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum hjá útlendingum, allir vilji læra tungumálið. „Já, og mikill áhugi fyrir að vera í námi þannig að það sé ekki stopp á milli námskeiða. Hvert námskeið er 60 klukkustundir og það tekur um einn og hálfan mánuð að keyra eitt námskeið miðað við að fólk sé tvisvar í viku í tímum.“ Steinunn Ósk segir að stjórnvöld verði að vakna og hugsa um íslenskukennslu fyrir útlendinga. „Ég vil bara að við metum þetta dugmikla fólk, sem hefur lagt á sig að flytja til Íslands og vinna hér ýmis störf sem Íslendingar hafa ekki endilega verið hrifnir af að sinna og þetta vinnuafl, sem hefur komið hingað er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og mér finnst stórmerkilegt að þessi hópur hafi áhuga og vilja til að læra tungumál sem þrjú hundruð þúsund manns tala í heiminum,“ segir Steinunn Ósk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent