Unglingspiltur gekkst við brotahrinunni á Siglufirði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2020 12:02 Frá Siglufirði. Vísir/Jói K. Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði í gær uppi á unglingspilti sem gekkst við fjölda brota á Siglufirði sem lögreglan hefur haft til rannsóknar síðustu daga. Drengurinn hefur náð sakhæfisaldri og verður mál hans sent ákæruvaldinu til meðferðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu. Þar kemur fram að brotin sem um er að ræða séu húsbrot, þjófnaður, innbrot og þjófnaður í grunnskóla og nytjataka og skemmdir á bifreiðum. „Á fimmtudaginn komu fram vísbendingar sem beindu sjónum lögreglu að manni á Siglufirði. Hann var yfirheyrður á föstudaginn en neitaði sök og færðu þessar aðgerðir lögregluna ekki nær lausn málsins,“ segir í tilkynningu lögreglu. Þá segir að í gærkvöldi, laugardagskvöld, hafi lögreglu borist ábending um ungan mann á Siglufirði sem svaraði til lýsingar á meintum geranda í málunum sem hafa verið til rannsóknar. Þegar lögregla hafi ætlað sér að ná tali af viðkomandi hafi hann hlaupið í burtu, en hann var handsamaður stuttu síðar. Þá kom í ljós að um unglingspilt væri að ræða. Í framhaldinu hafi verið rætt við foreldra hans, auk þess sem sönnunargögn sem tengja hann við málið hafi komið í ljós. „Fulltrúi frá barnaverndaryfirvöldum var kallaður til og síðan tekin skýrsla af piltinum, þar sem hann gekkst við að hafa verið að verki í öllum tilvikum. Hann hafi verið einn að verki og koma lýsingar hans heim og saman við þær tilkynningar sem lögreglu höfðu borist,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að drengurinn var látinn laus eftir skýrslutöku hjá lögreglu. „Enn á eftir að hnýta upp nokkra lausa enda í rannsókninni og klára skýrslugerð. Að því loknu verður málið sent ákæruvaldi til meðferðar en pilturinn hefur náð sakhæfisaldri,“ segir að lokum í tilkynningunni. Fjallabyggð Lögreglumál Barnavernd Tengdar fréttir Vill reka bófana úr bænum Siglfirðingar skelkaðir vegna gripdeilda í bænum. 10. október 2020 08:01 Öskraði þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga á Siglufirði Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, þjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Fjölskylda á Siglufirði varð nærri því fyrir barðinu á honum í nótt hanskaklædd hönd koma inn um glugga er þau sátu og horfðu á sjónvarpið. 7. október 2020 13:16 Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fleiri fréttir Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði í gær uppi á unglingspilti sem gekkst við fjölda brota á Siglufirði sem lögreglan hefur haft til rannsóknar síðustu daga. Drengurinn hefur náð sakhæfisaldri og verður mál hans sent ákæruvaldinu til meðferðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu. Þar kemur fram að brotin sem um er að ræða séu húsbrot, þjófnaður, innbrot og þjófnaður í grunnskóla og nytjataka og skemmdir á bifreiðum. „Á fimmtudaginn komu fram vísbendingar sem beindu sjónum lögreglu að manni á Siglufirði. Hann var yfirheyrður á föstudaginn en neitaði sök og færðu þessar aðgerðir lögregluna ekki nær lausn málsins,“ segir í tilkynningu lögreglu. Þá segir að í gærkvöldi, laugardagskvöld, hafi lögreglu borist ábending um ungan mann á Siglufirði sem svaraði til lýsingar á meintum geranda í málunum sem hafa verið til rannsóknar. Þegar lögregla hafi ætlað sér að ná tali af viðkomandi hafi hann hlaupið í burtu, en hann var handsamaður stuttu síðar. Þá kom í ljós að um unglingspilt væri að ræða. Í framhaldinu hafi verið rætt við foreldra hans, auk þess sem sönnunargögn sem tengja hann við málið hafi komið í ljós. „Fulltrúi frá barnaverndaryfirvöldum var kallaður til og síðan tekin skýrsla af piltinum, þar sem hann gekkst við að hafa verið að verki í öllum tilvikum. Hann hafi verið einn að verki og koma lýsingar hans heim og saman við þær tilkynningar sem lögreglu höfðu borist,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að drengurinn var látinn laus eftir skýrslutöku hjá lögreglu. „Enn á eftir að hnýta upp nokkra lausa enda í rannsókninni og klára skýrslugerð. Að því loknu verður málið sent ákæruvaldi til meðferðar en pilturinn hefur náð sakhæfisaldri,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Fjallabyggð Lögreglumál Barnavernd Tengdar fréttir Vill reka bófana úr bænum Siglfirðingar skelkaðir vegna gripdeilda í bænum. 10. október 2020 08:01 Öskraði þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga á Siglufirði Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, þjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Fjölskylda á Siglufirði varð nærri því fyrir barðinu á honum í nótt hanskaklædd hönd koma inn um glugga er þau sátu og horfðu á sjónvarpið. 7. október 2020 13:16 Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fleiri fréttir Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Sjá meira
Öskraði þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga á Siglufirði Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, þjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Fjölskylda á Siglufirði varð nærri því fyrir barðinu á honum í nótt hanskaklædd hönd koma inn um glugga er þau sátu og horfðu á sjónvarpið. 7. október 2020 13:16
Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39