Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2020 12:03 Kim Jong Un bað þegna sína afsökunar á þeim harðindum sem þeir hafa gengið í gegnum. EPA/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, táraðist og baðst hann afsökunar á þeim harðindum sem þegnar hans hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. Hann sagðist ekki hafa staðið undir því trausti sem honum hafi verið veitt og sagði að honum þætti það leitt. Þetta sagði einræðisherrann í ræðu sem hann hélt um helgina til að marka 75 ára afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Sérfræðingar segja ræðuna til marks um að einræðisstjórn Kim sé undir þrýstingi, samkvæmt frétt Guardian. Í ræðu sinni sendi Kim blendin skilaboð til nágranna sinna í suðri og umheimsins. Einræðisherrann hét því að halda þróun og framleiðslu kjarnorkuvopna áfram og stærði sig af þeirri nútímavæðingu sem herafli Norður-Kóreu hafi fengið. Hermenn Norður-Kóreu í skrúðgöngunni.EPA/KCNA Í kjölfar ræðunnar var haldinn skrúðganga þar sem ný vopn og búnaður hermanna voru til sýnis auk nýrrar gerðar langdrægrar eldflaugar. Sérfræðingar segja að gífurlega stór hluti gjaldeyris Norður-Kóreu hafi farið í þróun kjarnorkuvopna og eldflauga á undanförnum árum. Markmið viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu er að miklu leyti ætlað að draga úr aðgangi Kim og ríkisstjórnar hans að peningum og svelta þannig kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Aðgerðirnar hafa þó komið verulega niður á íbúum Norður-Kóreu og hagkerfi. Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur einnig gert það en tekjur ríkisins vegna ferðamanna frá Kína hefur dregist verulega saman hans vegna. Þar að auki hafa náttúruhamfarir eins og fellibyljir komið verulega niður á landbúnaðargetu landsins. Þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu fundaði um ræðu Kim og lýsti yfir áhyggjum af nýju eldflauginni sem var sýnd í skrúðgöngunni. Eins og bent er á í frétt Yonhap fréttaveitunnar, þá er raunveruleg geta kjarnorkuvopna og eldflauga Norður-Kóreu óljós. Ríkið hefur áður sýnt nýjar eldflaugar sem ekkert hefur orðið úr og ósamræmi er í öðrum yfirlýsingum frá Norður-Kóreu. Forsvarsmenn ríkisins segjast til að mynda hafa uppgötvað hvernig minnka á kjarnorkuvopn svo hægt sé að koma þeim fyrir í langdrægum eldflaugum. Það er þó ekki nóg að minnka vopnin heldur þurfa þau einnig að þola gífurlega mikinn þrýsting, hita og titring sem myndi myndast við endurkomu vopnsins inn í gufuhvolf jarðarinnar. Embættismenn í Suður-Kóreu segja það þó jákvætt að Kim hafi í ræðu sinni heitið því að nota kjarnorkuvopn eingöngu í varnarskyni. Margar gerðir eldflauga voru sýndar í skrúðgöngunni.EPA/KCNA Áhyggjur af eldflaugum Það sem vakti einnig áhyggjur meðal ráðamanna í Suður-Kóreu voru þær fjölmörgu skammdrægu eldflaugar sem voru til sýnis í skrúðgöngunni. Þær væri hægt að nota til að gera árásir á skotmörk í Suður-Kóreu og án nokkurs fyrirvara. Sérfræðingar sem blaðamenn Reuters ræddu við segja ljóst að langdrægu eldflaugunum hafi verið ætlað að senda skilaboð til Bandaríkjanna. Þeim skammdrægu var þó ætlað að senda skilaboð til Seoul. Norður-Kórea hafi haldið þróun þeirra eldflauga áfram, samhliða þróun langdrægra eldflauga. Undanfarið ár virðist sem sérstök áhersla hafi verið lögð á þróun skammdrægra eldflauga og hafi fjölmargar tilraunir verið gerðar. „Norður-Kórea sýndi hvernig ríkið hefur lagt áherslu á þróun vopna til að ráðast á Suður-Kóreu á meðan okkar fólk hefur lagt alla áherslu á friðarviðræður,“ sagði Chun Yung Woo, fyrrverandi samningamaður Suður-Kóreu. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Engin áform um að ræða við Washington Norður-kóresk yfirvöld hafa áréttað að engin áform sé uppi um að hefja viðræður um kjarnorkuvopnamál við yfirvöld í Washington. Ekki nema að Bandaríkjastjórn láti af því sem kallað eru fjandsamlegum stefnum í málefnum Norður-Kóreu. 4. júlí 2020 15:54 Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00 Skutu þremur eldflaugum á loft Her Norður-Kóreu skaut í nótt þremur skammdrægum eldflaugum á loft. 9. mars 2020 02:46 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, táraðist og baðst hann afsökunar á þeim harðindum sem þegnar hans hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. Hann sagðist ekki hafa staðið undir því trausti sem honum hafi verið veitt og sagði að honum þætti það leitt. Þetta sagði einræðisherrann í ræðu sem hann hélt um helgina til að marka 75 ára afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Sérfræðingar segja ræðuna til marks um að einræðisstjórn Kim sé undir þrýstingi, samkvæmt frétt Guardian. Í ræðu sinni sendi Kim blendin skilaboð til nágranna sinna í suðri og umheimsins. Einræðisherrann hét því að halda þróun og framleiðslu kjarnorkuvopna áfram og stærði sig af þeirri nútímavæðingu sem herafli Norður-Kóreu hafi fengið. Hermenn Norður-Kóreu í skrúðgöngunni.EPA/KCNA Í kjölfar ræðunnar var haldinn skrúðganga þar sem ný vopn og búnaður hermanna voru til sýnis auk nýrrar gerðar langdrægrar eldflaugar. Sérfræðingar segja að gífurlega stór hluti gjaldeyris Norður-Kóreu hafi farið í þróun kjarnorkuvopna og eldflauga á undanförnum árum. Markmið viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu er að miklu leyti ætlað að draga úr aðgangi Kim og ríkisstjórnar hans að peningum og svelta þannig kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Aðgerðirnar hafa þó komið verulega niður á íbúum Norður-Kóreu og hagkerfi. Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur einnig gert það en tekjur ríkisins vegna ferðamanna frá Kína hefur dregist verulega saman hans vegna. Þar að auki hafa náttúruhamfarir eins og fellibyljir komið verulega niður á landbúnaðargetu landsins. Þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu fundaði um ræðu Kim og lýsti yfir áhyggjum af nýju eldflauginni sem var sýnd í skrúðgöngunni. Eins og bent er á í frétt Yonhap fréttaveitunnar, þá er raunveruleg geta kjarnorkuvopna og eldflauga Norður-Kóreu óljós. Ríkið hefur áður sýnt nýjar eldflaugar sem ekkert hefur orðið úr og ósamræmi er í öðrum yfirlýsingum frá Norður-Kóreu. Forsvarsmenn ríkisins segjast til að mynda hafa uppgötvað hvernig minnka á kjarnorkuvopn svo hægt sé að koma þeim fyrir í langdrægum eldflaugum. Það er þó ekki nóg að minnka vopnin heldur þurfa þau einnig að þola gífurlega mikinn þrýsting, hita og titring sem myndi myndast við endurkomu vopnsins inn í gufuhvolf jarðarinnar. Embættismenn í Suður-Kóreu segja það þó jákvætt að Kim hafi í ræðu sinni heitið því að nota kjarnorkuvopn eingöngu í varnarskyni. Margar gerðir eldflauga voru sýndar í skrúðgöngunni.EPA/KCNA Áhyggjur af eldflaugum Það sem vakti einnig áhyggjur meðal ráðamanna í Suður-Kóreu voru þær fjölmörgu skammdrægu eldflaugar sem voru til sýnis í skrúðgöngunni. Þær væri hægt að nota til að gera árásir á skotmörk í Suður-Kóreu og án nokkurs fyrirvara. Sérfræðingar sem blaðamenn Reuters ræddu við segja ljóst að langdrægu eldflaugunum hafi verið ætlað að senda skilaboð til Bandaríkjanna. Þeim skammdrægu var þó ætlað að senda skilaboð til Seoul. Norður-Kórea hafi haldið þróun þeirra eldflauga áfram, samhliða þróun langdrægra eldflauga. Undanfarið ár virðist sem sérstök áhersla hafi verið lögð á þróun skammdrægra eldflauga og hafi fjölmargar tilraunir verið gerðar. „Norður-Kórea sýndi hvernig ríkið hefur lagt áherslu á þróun vopna til að ráðast á Suður-Kóreu á meðan okkar fólk hefur lagt alla áherslu á friðarviðræður,“ sagði Chun Yung Woo, fyrrverandi samningamaður Suður-Kóreu.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Engin áform um að ræða við Washington Norður-kóresk yfirvöld hafa áréttað að engin áform sé uppi um að hefja viðræður um kjarnorkuvopnamál við yfirvöld í Washington. Ekki nema að Bandaríkjastjórn láti af því sem kallað eru fjandsamlegum stefnum í málefnum Norður-Kóreu. 4. júlí 2020 15:54 Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00 Skutu þremur eldflaugum á loft Her Norður-Kóreu skaut í nótt þremur skammdrægum eldflaugum á loft. 9. mars 2020 02:46 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40
Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59
Engin áform um að ræða við Washington Norður-kóresk yfirvöld hafa áréttað að engin áform sé uppi um að hefja viðræður um kjarnorkuvopnamál við yfirvöld í Washington. Ekki nema að Bandaríkjastjórn láti af því sem kallað eru fjandsamlegum stefnum í málefnum Norður-Kóreu. 4. júlí 2020 15:54
Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00
Skutu þremur eldflaugum á loft Her Norður-Kóreu skaut í nótt þremur skammdrægum eldflaugum á loft. 9. mars 2020 02:46
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent