Telur veiruna leggjast þyngra á Covid-sýkta hópinn í farsóttarhúsinu en áður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. október 2020 13:01 Heil hæð á Hótel Rauðará verður lögð undir Covid-sýkta einstaklinga en það er til viðbótar við þrjár hæðir sem fyrir eru á Hótel Lind. Vísir/Einar Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúss, segist nema breytingu til hins verra á Covid-sýkta hópnum sem nú dvelur í farsóttarhúsinu sé miðað við ástand þeirra sem veikir voru í farsóttarhúsinu í fyrstu bylgju faraldursins. Einkennin séu bæði meiri og öðruvísi. „Þetta er þannig að fólk verður fárveikt. Það er nauðsynlegt fyrir þá sem enn hafa ekki sýkst […] að fara varlega vegna þess að þetta fer svo illa í fólk,“ sagði Gylfi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Margfalt fleiri hafa þurft að dvelja í farsóttarhúsunum Hótel Lind og Hótel Rauðará það sem af er þriðju bylgju en í þeirri fyrstu. Hátt í sex hundruð dvelja eða hafa dvalið í farsóttarhúsunum í þriðju bylgjunni en einungis fimmtíu í þeirri fyrstu. Hótel Lind dugar ekki lengur til að hýsa alla þá Covid-sýktu einstaklinga sem þurfa að dvelja þar og verður brugðið á það ráð, í dag eða á morgun að leggja heila hæð undir Covid-sýkta á Hótel Rauðará en þar hafa þeir dvalið sem eru í sóttkví hingað til. Fólk í sóttkví þurfi ekki að óttast smit því Gylfi segir að ítrustu sóttvarna sé gætt og að lokað sé á milli hæða. Hingað til hafi enginn í starfsmannahópnum smitast eða þurft að fara í sóttkví. Fosshótel Lind var tekið á leigu sem farsóttarhús í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Frikki Gylfi segir að mýmargar ástæður séu fyrir því að fjöldi þeirra sem dvelur í farsóttarhúsunum hafi aukist til muna í þriðju bylgju. Þau taki á móti Covid-sýktu fólki sem sé ekki það veikt að það þurfi á sjúkrahússinnlögn að halda. „Við erum með fólk utan af landi sem Covid-deildin vill hafa nærri sér ef eitthvað skyldi út af bregða. Við sáum að í fyrri faraldri að fólk sem veiktist var að fara í sumarbústað til að vera þar í einangrun og þá gátu komið upp vandamál ef þeir einstaklingar versnuðu til muna. Þá er tímafrekt að senda sjúkrabíla upp um allar jarðir að leita að fólki. Hingað hefur síðan komið fólk sem ekki gat verið heima hjá sér aðstæðna vegna; undirliggjandi sjúkdómar hjá öðrum heimilismönnum og svo framvegis. Það getur verið svo margt sem veldur því að fólk leitar hingað.“ En hafið þið nægt starfsfólk til að standa undir þessu aukna álagi? „Við vorum að bæta við í hópinn þannig að nú erum við átta sem erum hér á vöktum allan sólarhringinn, alla daga, alltaf. Þetta er álag en við erum með gott fólk sem sinnir þessu vel og passar sig þar á milli að hvílast og hlaða batteríin. Það er skemmtilegur andi innan hópsins. Það er mjög gaman hjá okkur í vinnunni – það verður að vera það – þótt ástandið sé erfitt og mörg erfið mál komi upp. Við verðum að geta slegið á létta strengi þess á milli og það gerum við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bæta við einni hæð fyrir fólk í einangrun Rauði krossinn hefur útbúið 4. hæðina á Hótel Rauðará fyrir einangrun sjúklinga sem eru með Covid-19. 12. október 2020 08:03 Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18 Aldrei fleiri á farsóttarhótelinu en nú Aldrei hafa fleiri dvalið á farshóttarhótelinu á Rauðarárstíg í Reykjavík. 28. september 2020 18:58 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúss, segist nema breytingu til hins verra á Covid-sýkta hópnum sem nú dvelur í farsóttarhúsinu sé miðað við ástand þeirra sem veikir voru í farsóttarhúsinu í fyrstu bylgju faraldursins. Einkennin séu bæði meiri og öðruvísi. „Þetta er þannig að fólk verður fárveikt. Það er nauðsynlegt fyrir þá sem enn hafa ekki sýkst […] að fara varlega vegna þess að þetta fer svo illa í fólk,“ sagði Gylfi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Margfalt fleiri hafa þurft að dvelja í farsóttarhúsunum Hótel Lind og Hótel Rauðará það sem af er þriðju bylgju en í þeirri fyrstu. Hátt í sex hundruð dvelja eða hafa dvalið í farsóttarhúsunum í þriðju bylgjunni en einungis fimmtíu í þeirri fyrstu. Hótel Lind dugar ekki lengur til að hýsa alla þá Covid-sýktu einstaklinga sem þurfa að dvelja þar og verður brugðið á það ráð, í dag eða á morgun að leggja heila hæð undir Covid-sýkta á Hótel Rauðará en þar hafa þeir dvalið sem eru í sóttkví hingað til. Fólk í sóttkví þurfi ekki að óttast smit því Gylfi segir að ítrustu sóttvarna sé gætt og að lokað sé á milli hæða. Hingað til hafi enginn í starfsmannahópnum smitast eða þurft að fara í sóttkví. Fosshótel Lind var tekið á leigu sem farsóttarhús í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Frikki Gylfi segir að mýmargar ástæður séu fyrir því að fjöldi þeirra sem dvelur í farsóttarhúsunum hafi aukist til muna í þriðju bylgju. Þau taki á móti Covid-sýktu fólki sem sé ekki það veikt að það þurfi á sjúkrahússinnlögn að halda. „Við erum með fólk utan af landi sem Covid-deildin vill hafa nærri sér ef eitthvað skyldi út af bregða. Við sáum að í fyrri faraldri að fólk sem veiktist var að fara í sumarbústað til að vera þar í einangrun og þá gátu komið upp vandamál ef þeir einstaklingar versnuðu til muna. Þá er tímafrekt að senda sjúkrabíla upp um allar jarðir að leita að fólki. Hingað hefur síðan komið fólk sem ekki gat verið heima hjá sér aðstæðna vegna; undirliggjandi sjúkdómar hjá öðrum heimilismönnum og svo framvegis. Það getur verið svo margt sem veldur því að fólk leitar hingað.“ En hafið þið nægt starfsfólk til að standa undir þessu aukna álagi? „Við vorum að bæta við í hópinn þannig að nú erum við átta sem erum hér á vöktum allan sólarhringinn, alla daga, alltaf. Þetta er álag en við erum með gott fólk sem sinnir þessu vel og passar sig þar á milli að hvílast og hlaða batteríin. Það er skemmtilegur andi innan hópsins. Það er mjög gaman hjá okkur í vinnunni – það verður að vera það – þótt ástandið sé erfitt og mörg erfið mál komi upp. Við verðum að geta slegið á létta strengi þess á milli og það gerum við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bæta við einni hæð fyrir fólk í einangrun Rauði krossinn hefur útbúið 4. hæðina á Hótel Rauðará fyrir einangrun sjúklinga sem eru með Covid-19. 12. október 2020 08:03 Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18 Aldrei fleiri á farsóttarhótelinu en nú Aldrei hafa fleiri dvalið á farshóttarhótelinu á Rauðarárstíg í Reykjavík. 28. september 2020 18:58 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Bæta við einni hæð fyrir fólk í einangrun Rauði krossinn hefur útbúið 4. hæðina á Hótel Rauðará fyrir einangrun sjúklinga sem eru með Covid-19. 12. október 2020 08:03
Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18
Aldrei fleiri á farsóttarhótelinu en nú Aldrei hafa fleiri dvalið á farshóttarhótelinu á Rauðarárstíg í Reykjavík. 28. september 2020 18:58