Væri skaðlegt að bólusetja heila þjóð áður en öðrum er hleypt að Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2020 15:19 Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum. Vísir/Sigurjón Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum segir að viðkvæmir hópar og framlínufólk ætti alls staðar að vera í forgangi þegar bólusetningar við kórónuveirunni hefjast að lokum. Faraldurinn myndi aðeins dragast á langinn ef byrjað væri á því að bólusetja alla innan tiltekinnar þjóðar. Þetta kom fram í máli Magnúsar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Talsverður gangur er á þróun bóluefnis við kórónuveirunni en ellefu stórar bóluefnarannsóknir víðsvegar um heim eru nú í svokölluðum fasa þrjú, þ.e. á lokastigi þróunar, að sögn Magnúsar. „Ég held að flestir séu bjartsýnir á að einhver af þeim efnum sem þar er verið að rannsaka muni skila sér til almennings þegar fram líða stundir. En hvenær það verður er svo stóra spurningin, og hvaða efni verður það. En ég held það sé ekki raunsætt að reikna með einhverjum stórum fréttum fyrr en einhvern tímann í kringum árslokin, eða öðru hvorum megin við áramótin,“ sagði Magnús. Þá benti Magnús á að Bandaríska lyfjaeftirlitið hafi nýverið sett fram og staðfest tilteknar kröfur um eftirfylgni með þeim sem fá bóluefni. Þeim skuli fylgja eftir í minnst tvo mánuði svo hægt sé að tryggja að þeir fái ekki fylgikvilla tengda efninu. Þetta sagði Magnús að lengdi þróunarferlið. „En þegar menn hafa síðan fundið bóluefni sem virka – og það kann vel að vera að þau verði nokkur, þetta eru að mörgu leyti áþekk bóluefni sum hver – þá verður búið að framleiða allnokkur af sumum af þeim. Nokkrar milljónir skammta sem eru þá tilbúnir og þeir verða þá notaðir samkvæmt þeim samningum sem um það hafa verið gerðir,“ sagði Magnús. Íslenska ríkið hefur þegar gert þrjá samninga um kaup á bóluefni. Nú síðast var tilkynnt um samning Evrópusambandsins við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, sem tryggir aðildarríkjum ESB, auk Íslands og annarra aðildarríkja EES, rétt til kaupa á bóluefni fyrir 200 milljónir manna. Magnús sagði að þegar bóluefni kæmist loks í notkun yrðu viðkvæmir hópar og framlínufólk líklegast í forgangi. Hann kvaðst í það minnsta vona að sá hátturinn yrði hafður á því annað væri ekki vænlegt til vinnings. „Og reynum að forðast það að bólusetja alla innan einhverrar ákveðinnar þjóðar áður en öðrum er hleypt að. Því það er mjög skaðlegt og mun í raun tryggja það að faraldurinn dregst á langinn. Við þurfum að reyna að vernda þá sem eru í mestri hættu, við fáum mest út úr bóluefninu þannig,“ sagði Magnús. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga. 11. október 2020 19:01 Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Sjá meira
Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum segir að viðkvæmir hópar og framlínufólk ætti alls staðar að vera í forgangi þegar bólusetningar við kórónuveirunni hefjast að lokum. Faraldurinn myndi aðeins dragast á langinn ef byrjað væri á því að bólusetja alla innan tiltekinnar þjóðar. Þetta kom fram í máli Magnúsar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Talsverður gangur er á þróun bóluefnis við kórónuveirunni en ellefu stórar bóluefnarannsóknir víðsvegar um heim eru nú í svokölluðum fasa þrjú, þ.e. á lokastigi þróunar, að sögn Magnúsar. „Ég held að flestir séu bjartsýnir á að einhver af þeim efnum sem þar er verið að rannsaka muni skila sér til almennings þegar fram líða stundir. En hvenær það verður er svo stóra spurningin, og hvaða efni verður það. En ég held það sé ekki raunsætt að reikna með einhverjum stórum fréttum fyrr en einhvern tímann í kringum árslokin, eða öðru hvorum megin við áramótin,“ sagði Magnús. Þá benti Magnús á að Bandaríska lyfjaeftirlitið hafi nýverið sett fram og staðfest tilteknar kröfur um eftirfylgni með þeim sem fá bóluefni. Þeim skuli fylgja eftir í minnst tvo mánuði svo hægt sé að tryggja að þeir fái ekki fylgikvilla tengda efninu. Þetta sagði Magnús að lengdi þróunarferlið. „En þegar menn hafa síðan fundið bóluefni sem virka – og það kann vel að vera að þau verði nokkur, þetta eru að mörgu leyti áþekk bóluefni sum hver – þá verður búið að framleiða allnokkur af sumum af þeim. Nokkrar milljónir skammta sem eru þá tilbúnir og þeir verða þá notaðir samkvæmt þeim samningum sem um það hafa verið gerðir,“ sagði Magnús. Íslenska ríkið hefur þegar gert þrjá samninga um kaup á bóluefni. Nú síðast var tilkynnt um samning Evrópusambandsins við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, sem tryggir aðildarríkjum ESB, auk Íslands og annarra aðildarríkja EES, rétt til kaupa á bóluefni fyrir 200 milljónir manna. Magnús sagði að þegar bóluefni kæmist loks í notkun yrðu viðkvæmir hópar og framlínufólk líklegast í forgangi. Hann kvaðst í það minnsta vona að sá hátturinn yrði hafður á því annað væri ekki vænlegt til vinnings. „Og reynum að forðast það að bólusetja alla innan einhverrar ákveðinnar þjóðar áður en öðrum er hleypt að. Því það er mjög skaðlegt og mun í raun tryggja það að faraldurinn dregst á langinn. Við þurfum að reyna að vernda þá sem eru í mestri hættu, við fáum mest út úr bóluefninu þannig,“ sagði Magnús.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga. 11. október 2020 19:01 Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Sjá meira
Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga. 11. október 2020 19:01
Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31
Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52