Fjarnemendur í hjúkrunarfræði vilja fjarnám í stað verklegs vegna faraldurs Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. október 2020 19:00 Hjúkrunarfræðinemar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri vilja að verklegt nám fari fram á netinu vegna kórónuveirufaraldursins. Visir Hjúkrunarfræðinemar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri hafa óskað eftir að sleppa við verklegt nám við skólann vegna kórónuveirufaraldursins. Skólinn segir slíka viðveru nauðsynlega í ákveðnum áföngum jafnvel þó nemendur komi frá höfuðborgarsvæðinu. Um 50 nemendur, flestir á höfuðborgarsvæðinu stunda fjarnám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Hluti af náminu er verklegt og fer fram við skólann. Í byrjun þessa mánaðar sendu nemendur á öðru ári bréf til forsvarsfólks hjúkrunarfræðideildar þar sem komu fram áhyggjur þeirra af þróun kórónuveirusmita á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi starfsfólk sjúkrahússins á Akureyri verið beðið að takmarka samgang við fólk af höfuðborgarsvæðinu vegna smithættu. Nemendur bentu einnig á að þeir væru flestir að vinna með viðkvæmum hópum. Þeir óskuðu þar eftir að verkleg lotann við skólann yrði færð á rafrænt form. Svar barst frá skólanum þann 5. október þar sem kom m.a. annars fram að verklega lotan yrði haldin 19.-23 og 26.-30. október samkvæmt áætlun nema óvæntar aðstæður kæmu upp. Nemendur yrði kallaðir í verklegt nám sem krefðist viðveru á staðnum. Þá yrðu gerðar ráðstafanir til að takmarka hættu á smiti. Mætingarskylda væri í lotuna. 8. október barst svo annað bréf frá deildinni þar sem kemur aftur fram að skólinn stefni á að halda sig við settar dagsetningar fyrir þá sem hafi möguleika á að koma. Skólinn þurfi að viðhalda alþjóðlegum stöðlum tengt náminu sem þýði að nemendur í hjúkrunarfræði þurfi að klára ákveðna námsþætti til þess að útskrifast. Komist nemendur ekki í þessa lotu muni skólinn bjóða upp á aðrar dagsetningar seinna á misserinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hófst verklega námið fyrir staðarnema í þessari viku en hjá nemendum í fjarnámi í næstu viku. Þórólfur Guðnason var spurður út í málið í dag. „Við höfum hvatt til þess að höfuðborgarbúar séu ekki að fara að nauðsynjalausu út á land og öfugt.Ég held að fólk verður bara að vega og meta hversu mikil nauðsyn er á þessu, “ sagði Þórólfur Guðnason. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Hjúkrunarfræðinemar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri hafa óskað eftir að sleppa við verklegt nám við skólann vegna kórónuveirufaraldursins. Skólinn segir slíka viðveru nauðsynlega í ákveðnum áföngum jafnvel þó nemendur komi frá höfuðborgarsvæðinu. Um 50 nemendur, flestir á höfuðborgarsvæðinu stunda fjarnám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Hluti af náminu er verklegt og fer fram við skólann. Í byrjun þessa mánaðar sendu nemendur á öðru ári bréf til forsvarsfólks hjúkrunarfræðideildar þar sem komu fram áhyggjur þeirra af þróun kórónuveirusmita á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi starfsfólk sjúkrahússins á Akureyri verið beðið að takmarka samgang við fólk af höfuðborgarsvæðinu vegna smithættu. Nemendur bentu einnig á að þeir væru flestir að vinna með viðkvæmum hópum. Þeir óskuðu þar eftir að verkleg lotann við skólann yrði færð á rafrænt form. Svar barst frá skólanum þann 5. október þar sem kom m.a. annars fram að verklega lotan yrði haldin 19.-23 og 26.-30. október samkvæmt áætlun nema óvæntar aðstæður kæmu upp. Nemendur yrði kallaðir í verklegt nám sem krefðist viðveru á staðnum. Þá yrðu gerðar ráðstafanir til að takmarka hættu á smiti. Mætingarskylda væri í lotuna. 8. október barst svo annað bréf frá deildinni þar sem kemur aftur fram að skólinn stefni á að halda sig við settar dagsetningar fyrir þá sem hafi möguleika á að koma. Skólinn þurfi að viðhalda alþjóðlegum stöðlum tengt náminu sem þýði að nemendur í hjúkrunarfræði þurfi að klára ákveðna námsþætti til þess að útskrifast. Komist nemendur ekki í þessa lotu muni skólinn bjóða upp á aðrar dagsetningar seinna á misserinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hófst verklega námið fyrir staðarnema í þessari viku en hjá nemendum í fjarnámi í næstu viku. Þórólfur Guðnason var spurður út í málið í dag. „Við höfum hvatt til þess að höfuðborgarbúar séu ekki að fara að nauðsynjalausu út á land og öfugt.Ég held að fólk verður bara að vega og meta hversu mikil nauðsyn er á þessu, “ sagði Þórólfur Guðnason.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira