Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. október 2020 12:58 Áletrunin háþrýstiþvegin af veggnum í gær. Aðsend Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. Hann segir áletrunina fyrsta „veggjakrotið“ sem málað var á lóðinni eftir að félagið tók við umsjón hennar seint í sumar. Málið hefur vakið talsverða athygli en stór áletrun, „Hvar er nýja stjórnarskráin?“, var máluð á vegg við Skúlagötu, rétt við húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, um helgina. Áletrunin fékk að standa í tvo sólarhringa. Menn með háþrýstisprautur mættu og hófu að þvo verkið af veggnum í gær. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Svona leit veggurinn út í gærkvöldi.Kolbrún Dögg Arnardóttir Fyrsta veggjakrotið í umsjónartíð Umbru Viktor Jens Vigfússon er framkvæmdastjóri Umbru, rekstrarfélags stjórnarráðsins. Félagið fer m.a. með húsumsjón fyrir ráðuneytin. Viktor segir í samtali við Vísi að Sjávarútvegshúsið að Skúlagötu 4 hafi nýverið komið í umsjón Umbru. „Við tókum við núna síðla sumars og gerðum þá samning við ráðuneytið um að sjá um húsnæðið og lóðina í kring,“ segir Viktor. Í þeim samningi felist að þrífa allt óumbeðið veggjakrot. „Og þetta var fyrsta veggjakrotið sem kom eftir að við tókum við,“ segir Viktor, inntur eftir því af hverju áletrunin á veggnum hafi verið fjarlægð svo snögglega í ljósi þess að veggjakrot hafi fengið að standa svo til óáreitt á veggnum hingað til. Ásjóna veggjarins hefur verið á þessa leið í gegnum tíðina. Bárust kvartanir vegna áletrunarinnar? „Við fengum bara ábendingu frá ráðuneytinu um að þarna væri búið að krota. Við erum með eftirlitskerfi og öryggisvörslu í kringum húsin. Þannig að þetta bara kom í ljós, að búið væri að mála á vegginn.“ Yfir þrjátíu þúsund einstaklingar hafa nú skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, að því er fram kemur í niðurstöðu nýrrar könnunar MMR. Reykjavík Stjórnarskrá Tengdar fréttir Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18 Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Þrjátíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. 12. október 2020 23:19 Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. Hann segir áletrunina fyrsta „veggjakrotið“ sem málað var á lóðinni eftir að félagið tók við umsjón hennar seint í sumar. Málið hefur vakið talsverða athygli en stór áletrun, „Hvar er nýja stjórnarskráin?“, var máluð á vegg við Skúlagötu, rétt við húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, um helgina. Áletrunin fékk að standa í tvo sólarhringa. Menn með háþrýstisprautur mættu og hófu að þvo verkið af veggnum í gær. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Svona leit veggurinn út í gærkvöldi.Kolbrún Dögg Arnardóttir Fyrsta veggjakrotið í umsjónartíð Umbru Viktor Jens Vigfússon er framkvæmdastjóri Umbru, rekstrarfélags stjórnarráðsins. Félagið fer m.a. með húsumsjón fyrir ráðuneytin. Viktor segir í samtali við Vísi að Sjávarútvegshúsið að Skúlagötu 4 hafi nýverið komið í umsjón Umbru. „Við tókum við núna síðla sumars og gerðum þá samning við ráðuneytið um að sjá um húsnæðið og lóðina í kring,“ segir Viktor. Í þeim samningi felist að þrífa allt óumbeðið veggjakrot. „Og þetta var fyrsta veggjakrotið sem kom eftir að við tókum við,“ segir Viktor, inntur eftir því af hverju áletrunin á veggnum hafi verið fjarlægð svo snögglega í ljósi þess að veggjakrot hafi fengið að standa svo til óáreitt á veggnum hingað til. Ásjóna veggjarins hefur verið á þessa leið í gegnum tíðina. Bárust kvartanir vegna áletrunarinnar? „Við fengum bara ábendingu frá ráðuneytinu um að þarna væri búið að krota. Við erum með eftirlitskerfi og öryggisvörslu í kringum húsin. Þannig að þetta bara kom í ljós, að búið væri að mála á vegginn.“ Yfir þrjátíu þúsund einstaklingar hafa nú skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, að því er fram kemur í niðurstöðu nýrrar könnunar MMR.
Reykjavík Stjórnarskrá Tengdar fréttir Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18 Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Þrjátíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. 12. október 2020 23:19 Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18
Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Þrjátíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. 12. október 2020 23:19
Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31