Kristján Þór þurfi að skýra betur lög um fiskveiðar Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2020 13:44 Frá Rifi á Snæfellsnesi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lög og reglur um fiskveiðar verði betur skýrðar. Er það gert eftir að umboðsmaður tók mál til umfjöllunar sem var til þess að nú sé bent á tiltekin atriði í tengslum við setningu laga og reglna á þessu sviði sem geti leitt til að óskýrt geti verið hver sé gildandi réttur hverju sinni. Á áliti umboðsmanns segir að tilefni þess hafi verið kvörtun útgerðarfélags yfir úrskurði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem hafi staðfest ákvörðun Fiskistofu að áminna það vegna veiða á kúfskel með plógi án þess að hafa til þess leyfi. Hafi útgerðin hins vegar talið að slíkar veiðar til beitu hafi ekki verið háðar leyfi og áminningin því ekki í samræmi við lög. Skýrleiki í lögum Fram kemur að umrætt mál, sem og fleiri á sviði fiskveiða er varða stjórnun þeirra og viðurlög við brotum, hafi orðið umboðsmanni tilefni til að fjalla um hvort lög og stjórnvaldsfyrirmæli á þessu sviði séu haldin meinbugum. „Benti hann á að þar þyrfti að hafa í huga að um væri að ræða lög sem takmörkuðu atvinnufrelsi og gætu verið grundvöllur viðurlaga. Mikilvægt væri að huga að skýrleika við setningu á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum og samræmi ákvæða, bæði innan laganna og við önnur lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Ítrekaðar lagabreytingar yfir langt árabil án þess að hugað væri að heildarendurskoðun viðkomandi laga hefði í för með sér að óskýrt gæti verið hvaða reglur væru í gildi hverju sinni. Þá skorti oft skýrar tilvísanir til lagaheimilda í reglugerðum á þessu sviði og því óljóst hver væri lagastoð þeirra. Hvað kvörtun útgerðarfélagsins snerti var það álit umboðsmanns að úrskurður ráðuneytisins hefði ekki byggst á fullnægjandi lagagrundvelli. Beindi umboðsmaður því til þess að taka málið til meðferðar að nýju, kæmi fram ósk þess efnis, og leysa þá úr því í samræmi við þau sjónarmið sem rakin hefðu verið í álitinu. Jafnframt að taka framvegis mið af þeim í störfum sínum auk þess að huga að því hvort og þá hvaða breytingar þyrfti að gera á lögum og reglum á sviði fiskveiða af þessu tilefni,“ segir í álitinu. Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lög og reglur um fiskveiðar verði betur skýrðar. Er það gert eftir að umboðsmaður tók mál til umfjöllunar sem var til þess að nú sé bent á tiltekin atriði í tengslum við setningu laga og reglna á þessu sviði sem geti leitt til að óskýrt geti verið hver sé gildandi réttur hverju sinni. Á áliti umboðsmanns segir að tilefni þess hafi verið kvörtun útgerðarfélags yfir úrskurði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem hafi staðfest ákvörðun Fiskistofu að áminna það vegna veiða á kúfskel með plógi án þess að hafa til þess leyfi. Hafi útgerðin hins vegar talið að slíkar veiðar til beitu hafi ekki verið háðar leyfi og áminningin því ekki í samræmi við lög. Skýrleiki í lögum Fram kemur að umrætt mál, sem og fleiri á sviði fiskveiða er varða stjórnun þeirra og viðurlög við brotum, hafi orðið umboðsmanni tilefni til að fjalla um hvort lög og stjórnvaldsfyrirmæli á þessu sviði séu haldin meinbugum. „Benti hann á að þar þyrfti að hafa í huga að um væri að ræða lög sem takmörkuðu atvinnufrelsi og gætu verið grundvöllur viðurlaga. Mikilvægt væri að huga að skýrleika við setningu á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum og samræmi ákvæða, bæði innan laganna og við önnur lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Ítrekaðar lagabreytingar yfir langt árabil án þess að hugað væri að heildarendurskoðun viðkomandi laga hefði í för með sér að óskýrt gæti verið hvaða reglur væru í gildi hverju sinni. Þá skorti oft skýrar tilvísanir til lagaheimilda í reglugerðum á þessu sviði og því óljóst hver væri lagastoð þeirra. Hvað kvörtun útgerðarfélagsins snerti var það álit umboðsmanns að úrskurður ráðuneytisins hefði ekki byggst á fullnægjandi lagagrundvelli. Beindi umboðsmaður því til þess að taka málið til meðferðar að nýju, kæmi fram ósk þess efnis, og leysa þá úr því í samræmi við þau sjónarmið sem rakin hefðu verið í álitinu. Jafnframt að taka framvegis mið af þeim í störfum sínum auk þess að huga að því hvort og þá hvaða breytingar þyrfti að gera á lögum og reglum á sviði fiskveiða af þessu tilefni,“ segir í álitinu.
Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira