Setja Pétursbúð á sölu eftir fimmtán ára rekstur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2020 16:44 Pétursbúð á sólríkum degi við Ægisgötu. Fyrst var opnuð verslun í húsinu á þriðja áratug síðustu aldar. Verslunin fékk ekki nafnið Pétursbúð fyrr en undir lok aldarinnar. Pétursbúð Eigendur Pétursbúðar á horni Ránargötu og Ægisgötu í Vesturbæ Reykjavíkur hafa sett búðina á sölu. Hjónin Björk Leifsdóttir og Baldvin Agnarsson hafa tekið verslunina síðan sumarið 2006. „Frúin hefur séð um þetta í þessi tæpu 15 ár. Hún hefur ekkert haft tök á því að gera það núna síðustu ár. Við teljum þetta vera komið gott,“ segir Baldvin í samtali við Vísi. Um er að ræða litla hverfisverslun sem meðal annars hefur ratað í fréttirnar fyrir að hafa alltaf opið fyrir viðskiptavini sína hluta jóladags. Selja af persónulegum ástæðum Björk segir í færslu á Facebook að vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfi þau að selja Pétursbúð. Möguleiki sé á að kaupa af þeim hjónum rekstur verslunarinnar eða þá allt fyrirtækið. Baldvin segir að þau hafi ákveðið að setja færsluna á Facebook og sjá hvort þau fengi viðbrögð. Vonandi komi einhver efnilegur verslunareigandi og taki við keflinu. Aðspurður um ástæðu sölunnar segir hann þær persónulegar og vegna persónulegra aðstæðna. Salan tengist ekkert kórónuveirufaraldrinum. „Þetta var bara sett inn til að sjá hvort einhver hefði áhuga. Þetta er falt.“ Verslun til sölu! Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfum við að selja Pétursbúð. Möguleiki er að selja bara reksturinn...Posted by Björk Leifsdóttir on Monday, October 12, 2020 Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Fyrsta vopnaða ránið í um fjörutíu ára sögu Kjötborgar Ungur maður vopnaður hnífi réðst inn í verslun Kjötborgar á horni Blómvallagötu og Ásvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur um miðjan dag á þriðjudag. 27. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Eigendur Pétursbúðar á horni Ránargötu og Ægisgötu í Vesturbæ Reykjavíkur hafa sett búðina á sölu. Hjónin Björk Leifsdóttir og Baldvin Agnarsson hafa tekið verslunina síðan sumarið 2006. „Frúin hefur séð um þetta í þessi tæpu 15 ár. Hún hefur ekkert haft tök á því að gera það núna síðustu ár. Við teljum þetta vera komið gott,“ segir Baldvin í samtali við Vísi. Um er að ræða litla hverfisverslun sem meðal annars hefur ratað í fréttirnar fyrir að hafa alltaf opið fyrir viðskiptavini sína hluta jóladags. Selja af persónulegum ástæðum Björk segir í færslu á Facebook að vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfi þau að selja Pétursbúð. Möguleiki sé á að kaupa af þeim hjónum rekstur verslunarinnar eða þá allt fyrirtækið. Baldvin segir að þau hafi ákveðið að setja færsluna á Facebook og sjá hvort þau fengi viðbrögð. Vonandi komi einhver efnilegur verslunareigandi og taki við keflinu. Aðspurður um ástæðu sölunnar segir hann þær persónulegar og vegna persónulegra aðstæðna. Salan tengist ekkert kórónuveirufaraldrinum. „Þetta var bara sett inn til að sjá hvort einhver hefði áhuga. Þetta er falt.“ Verslun til sölu! Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfum við að selja Pétursbúð. Möguleiki er að selja bara reksturinn...Posted by Björk Leifsdóttir on Monday, October 12, 2020
Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Fyrsta vopnaða ránið í um fjörutíu ára sögu Kjötborgar Ungur maður vopnaður hnífi réðst inn í verslun Kjötborgar á horni Blómvallagötu og Ásvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur um miðjan dag á þriðjudag. 27. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Fyrsta vopnaða ránið í um fjörutíu ára sögu Kjötborgar Ungur maður vopnaður hnífi réðst inn í verslun Kjötborgar á horni Blómvallagötu og Ásvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur um miðjan dag á þriðjudag. 27. febrúar 2020 09:00