Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2020 20:16 Þjálfarateymi Íslands fær ekki að vera á hliðarlínunni gegn Belgum annað kvöld. Vísir/Vilhelm Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. Í morgun greindist kórónusmit í starfsliði íslenska landsliðsins. Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna og hefur því allt starfslið Íslands verið sett í sóttkví. Samkvæmt upplýsingum almannavarna þarf þó enginn leikmaður að fara í sóttkví. Þá staðfesti Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, í viðtali við DV að hann og Erik Hamrén, þjálfari liðsins, megi vera á Laugardalsvelli þegar leikurinn fer fram. Þeir megi þó ekki vera á hliðarlínunni. „Ég og Erik höfum fengið leyfi fyrir því að horfa á leikinn úr glerbúrinu á Laugardalsvelli,“ sagði Freyr í samtali við DV í kvöld. Freyr gaf ekki upp hver yrði á hliðarlínunni í stað þeirra. Ofan á það að vera án þjálfarateymisins þá er íslenska liðið án töluvert af lykilmönnum. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er farinn aftur til Katar, Gylfi Þór Sigurðsson fær einnig frí á morgun. Kári Árnason meiddist gegn Rúmenum og verður ekki með. Alfreð Finnbogason og Ragnar Sigurðsson meiddust báðir gegn Danmörku og þá eru engir sénsar teknir með Jóhann Berg Guðmundsson. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Grunur um smit í umhverfi landsliðsins Búið er að færa allar sóttvarnir í tengslum við leik Íslands og Belgíu upp um eitt stig vegna gruns um smit í umhverfi íslenska liðsins. 13. október 2020 13:03 Grunur um smit starfsmanns KSÍ en Belgaleikur áfram á dagskrá „Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, en grunur er um að einn af starfsmönnum sambandsins sé með kórónuveirusmit. 13. október 2020 13:30 Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 „Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31 Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Þjálfari belgíska landsliðsins býst við hörkuleik á morgun þó svo það vanti fjölda lykilmanna í íslenska liðið. Segir hann það hrjá öll landslið Evrópu og þó víðar væri leitað þessa dagana. 13. október 2020 19:30 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. Í morgun greindist kórónusmit í starfsliði íslenska landsliðsins. Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna og hefur því allt starfslið Íslands verið sett í sóttkví. Samkvæmt upplýsingum almannavarna þarf þó enginn leikmaður að fara í sóttkví. Þá staðfesti Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, í viðtali við DV að hann og Erik Hamrén, þjálfari liðsins, megi vera á Laugardalsvelli þegar leikurinn fer fram. Þeir megi þó ekki vera á hliðarlínunni. „Ég og Erik höfum fengið leyfi fyrir því að horfa á leikinn úr glerbúrinu á Laugardalsvelli,“ sagði Freyr í samtali við DV í kvöld. Freyr gaf ekki upp hver yrði á hliðarlínunni í stað þeirra. Ofan á það að vera án þjálfarateymisins þá er íslenska liðið án töluvert af lykilmönnum. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er farinn aftur til Katar, Gylfi Þór Sigurðsson fær einnig frí á morgun. Kári Árnason meiddist gegn Rúmenum og verður ekki með. Alfreð Finnbogason og Ragnar Sigurðsson meiddust báðir gegn Danmörku og þá eru engir sénsar teknir með Jóhann Berg Guðmundsson. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Grunur um smit í umhverfi landsliðsins Búið er að færa allar sóttvarnir í tengslum við leik Íslands og Belgíu upp um eitt stig vegna gruns um smit í umhverfi íslenska liðsins. 13. október 2020 13:03 Grunur um smit starfsmanns KSÍ en Belgaleikur áfram á dagskrá „Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, en grunur er um að einn af starfsmönnum sambandsins sé með kórónuveirusmit. 13. október 2020 13:30 Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 „Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31 Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Þjálfari belgíska landsliðsins býst við hörkuleik á morgun þó svo það vanti fjölda lykilmanna í íslenska liðið. Segir hann það hrjá öll landslið Evrópu og þó víðar væri leitað þessa dagana. 13. október 2020 19:30 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Grunur um smit í umhverfi landsliðsins Búið er að færa allar sóttvarnir í tengslum við leik Íslands og Belgíu upp um eitt stig vegna gruns um smit í umhverfi íslenska liðsins. 13. október 2020 13:03
Grunur um smit starfsmanns KSÍ en Belgaleikur áfram á dagskrá „Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, en grunur er um að einn af starfsmönnum sambandsins sé með kórónuveirusmit. 13. október 2020 13:30
Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16
„Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31
Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Þjálfari belgíska landsliðsins býst við hörkuleik á morgun þó svo það vanti fjölda lykilmanna í íslenska liðið. Segir hann það hrjá öll landslið Evrópu og þó víðar væri leitað þessa dagana. 13. október 2020 19:30