Öfgamenn ræddu um að myrða ríkisstjórann og ræna öðrum Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2020 21:00 Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu, reitti hægriöfgahópa til reiði með því að grípa til aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Hópur þeirra ræddi um að ræna honum og ríkisstjóra Michigan. Vísir/EPA Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. Alríkislögreglumaður bar vitni í dag um að fimm af þrettán mönnum sem voru handteknir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, í síðustu viku hafi rætt um að myrða hana. Þeir hafi einnig talað um að ræna Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu. „Á þessum fundi ræddu þeir um möguleg skotmörk, að taka sitjandi ríkisstjóra, sérstaklega álitaefni varðandi ríkisstjóra Michigan og Virginíu á grundvelli sóttvarnaskipana,“ sagði Richard Trask, alríkislögreglumaður, og vitnaði í heimildarmenn og dulkóðuð samskipti sakborninganna. Hann bar vitni þegar tekin var fyrir krafa fimm sakborninga um lausn gegn tryggingu fyrir svæðisdómstól í dag. Einn mannanna stakk upp á í skilaboðum að skjóta Whitmer, mögulega dulbúinn sem flatbökusendill. Mennirnir vildu „rétta“ yfir Whitmer sem þeir töldu seka um landráð. Vildu þeir grípa til aðgerða fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Að minnsta kosti sjö sakborningar af þrettán tengjast vopnaðri sveit hægrimanna í Michigan. Þeir eru ákærðir fyrir brot í ríkinu. Sex sakborninganna sæta aftur á móti alríkisákæru fyrir að leggja á ráðin um mannrán. Þeir gætu átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Donald Trump forseti og ýmsir hægriöfgahópar hafa deilt hart á Whitmer vegna aðgerða hennar gegn kórónveirufaraldrinum. Hvatti forsetinn íbúa bæði Michigan og Virginíu til þess að „frelsa“ ríkin í apríl. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. Alríkislögreglumaður bar vitni í dag um að fimm af þrettán mönnum sem voru handteknir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, í síðustu viku hafi rætt um að myrða hana. Þeir hafi einnig talað um að ræna Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu. „Á þessum fundi ræddu þeir um möguleg skotmörk, að taka sitjandi ríkisstjóra, sérstaklega álitaefni varðandi ríkisstjóra Michigan og Virginíu á grundvelli sóttvarnaskipana,“ sagði Richard Trask, alríkislögreglumaður, og vitnaði í heimildarmenn og dulkóðuð samskipti sakborninganna. Hann bar vitni þegar tekin var fyrir krafa fimm sakborninga um lausn gegn tryggingu fyrir svæðisdómstól í dag. Einn mannanna stakk upp á í skilaboðum að skjóta Whitmer, mögulega dulbúinn sem flatbökusendill. Mennirnir vildu „rétta“ yfir Whitmer sem þeir töldu seka um landráð. Vildu þeir grípa til aðgerða fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Að minnsta kosti sjö sakborningar af þrettán tengjast vopnaðri sveit hægrimanna í Michigan. Þeir eru ákærðir fyrir brot í ríkinu. Sex sakborninganna sæta aftur á móti alríkisákæru fyrir að leggja á ráðin um mannrán. Þeir gætu átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Donald Trump forseti og ýmsir hægriöfgahópar hafa deilt hart á Whitmer vegna aðgerða hennar gegn kórónveirufaraldrinum. Hvatti forsetinn íbúa bæði Michigan og Virginíu til þess að „frelsa“ ríkin í apríl.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02
Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04
Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09
Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49
Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49