253 umsagnir Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 14. október 2020 08:00 ...voru gerðar við drög að nýju frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Langflestar umsagnirnar komu frá konum sem lýstu yfir óánægju með þá tillögu um að skipta orlofinu jafnt á milli foreldra. Nokkrar umsagnir bárust frá samtökum, stéttarfélögum og körlum en aðeins tvær jákvæðar umsagnir bárust frá körlum. Tillögurnar ganga út á að lengja orlofið úr samtals 10 mánuðum í 12 mánuði, þar sem hvort foreldri um sig fær 6 mánuði og einn mánuður er framseljanlegur til hins foreldrisins. Augljóst markmið þeirra sem stóðu á bakvið frumvarpið er að auka jafnrétti kynjanna. Jafn réttur gerir feðrum kleift að vera lengur heima með börnum sínum og mæðrum að fara fyrr út á vinnumarkaðinn. Þannig jafnast þátttaka kynjanna á vinnumarkaði og á heimilinu en ótal rannsóknir hafa sýnt fram á ávinning barna af því að feður taki meiri þátt í uppeldinu. Markmiðið er metnaðarfullt og hugsunin góð. En mun jafn réttur fólks stuðla að jafnrétti? Sá galli er á frumvarpinu að það nær ekki utan um mismunandi aðstæður fólks. Það mun hafa úrslitaáhrif á það hvernig framkvæmdin mun koma út í reynd. Umsögn Ljósmæðrafélags Íslands Fæðingarorlof er áunninn réttur foreldra á vinnumarkaði til orlofs frá vinnu. Annað gildir um fæðingarstyrk sem veitist hverjum þeim sem er utan vinnumarkaðar og/eða í námi. Ljósmæðrafélag Íslands skilaði inn umsögn við frumvarpið og viðrar þar skoðun sína um að réttur til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks ætti í raun fyrst og fremst að vera réttur barnsins til samvista við foreldra en ekki öfugt. Félagið hefur einnig áhyggjur af því að sú tekjurýrnun sem fylgir fæðingarorlofi muni hafa í för með sér að tekjuhærra foreldrið, sem oftar er faðirinn, muni ekki sjá sér fært að nýta orlofið að fullu. Fyrri aðgerðir stjórnvalda hafa miðað að því að hækka hámarksgreiðslur til foreldra í því skyni að auka möguleika þeirra, ekki síst feðra, til að fullnýta rétt sinn innan kerfisins. Telur Ljósmæðrafélagið að ef hámarksgreiðslur eru ekki hækkaðar enn frekar samhliða fyrirhuguðum aðgerðum er ennþá hætta á að tekjuhærra foreldrið fullnýti ekki sinn hluta orlofsins. Það verður til þess að barnið fer fyrr í dagvistun og/eða foreldrið sem er lægra launað, sem oftar er móðir barnsins, ákveður að dreifa orlofinu á fleiri mánuði með tilheyrandi tekjuskerðingu. Að auki hvetja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Embætti landlæknis mæður til brjóstagjafar fyrsta árið og til allt að tveggja ára aldurs. Þrátt fyrir ávinning brjóstagjafar getur verið mikið álag sem fylgir því að vera með barn á brjósti sem samræmist illa fullri vinnu. Konur með börn á brjósti eru því líklegar til að vilja dreifa orlofinu eða fara í hlutastarf eftir að orlofi þeirra lýkur. Það hefur áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra og síðar lífeyrisgreiðslur. Þannig er veruleg hætta á að markmiðið um að lengja samvist barna við báða foreldra sína, sem og markmiðið um að jafna launamun kynjanna misheppnist. Meðgönguorlof Ljósmæðrafélagið nefnir einnig að æskilegt væri ef fæðingarorlof móður myndi hefjast við 36 vikna meðgöngu svo konur geti hvílt sig og undirbúið sig án þess að ganga á annan rétt sinn. Þannig er það víða í löndum í kringum okkur og konur sem sinna ákveðnum störfum byrja ennþá fyrr í orlofi. Því leggur Ljósmæðrafélagið til að konur geti hætt að vinna undir lok meðgöngu og þegið meðgönguorlofsbætur án þess að gengið sé á veikinda- og fæðingarorlofsrétt þeirra. Meðgönguorlofsbætur þessar verði aðskildar þeim 6 mánuðum sem mæður fá eftir fæðingu barnsins. 6+6 (≥2) Ljósmæðrafélagið leggur til að hvort foreldri fyrir sig hljóti 6 mánaða sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Foreldrum sé hins vegar gefinn kostur á að framselja að minnsta kosti tvo mánuði til hins foreldrisins. Félagið telur að sé rétturinn til fæðingarorlofs ánafnaður hvoru foreldri fyrir sig séu minni líkur á að annað foreldrið framselji eins mikið af réttinum til hins foreldrisins og ef rétturinn er að hluta til sameiginlegur. Ljósmæðrafélagið telur einnig að í sérstökum tilvikum skuli vera gefinn kostur á að framselja allan réttinn til fæðingarorlofs til hins foreldrisins með sérstakri umsókn til Fæðingarorlofssjóðs, til að mynda þegar einungis annað foreldrið er þátttakandi í uppeldi barnsins eða getur sinnt barninu. Með þessum áherslum er hægt að skapa umhverfi sem gerir fólki kleift að vera heima með börn sín án þess að sníða fólki þröngan ramma um hvernig það skuli vera gert. Fjöldi umsagna gefur til kynna að þrátt fyrir heildarlengingu orlofsins sé útfærslan óvinsæl. Höfundur er varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
...voru gerðar við drög að nýju frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Langflestar umsagnirnar komu frá konum sem lýstu yfir óánægju með þá tillögu um að skipta orlofinu jafnt á milli foreldra. Nokkrar umsagnir bárust frá samtökum, stéttarfélögum og körlum en aðeins tvær jákvæðar umsagnir bárust frá körlum. Tillögurnar ganga út á að lengja orlofið úr samtals 10 mánuðum í 12 mánuði, þar sem hvort foreldri um sig fær 6 mánuði og einn mánuður er framseljanlegur til hins foreldrisins. Augljóst markmið þeirra sem stóðu á bakvið frumvarpið er að auka jafnrétti kynjanna. Jafn réttur gerir feðrum kleift að vera lengur heima með börnum sínum og mæðrum að fara fyrr út á vinnumarkaðinn. Þannig jafnast þátttaka kynjanna á vinnumarkaði og á heimilinu en ótal rannsóknir hafa sýnt fram á ávinning barna af því að feður taki meiri þátt í uppeldinu. Markmiðið er metnaðarfullt og hugsunin góð. En mun jafn réttur fólks stuðla að jafnrétti? Sá galli er á frumvarpinu að það nær ekki utan um mismunandi aðstæður fólks. Það mun hafa úrslitaáhrif á það hvernig framkvæmdin mun koma út í reynd. Umsögn Ljósmæðrafélags Íslands Fæðingarorlof er áunninn réttur foreldra á vinnumarkaði til orlofs frá vinnu. Annað gildir um fæðingarstyrk sem veitist hverjum þeim sem er utan vinnumarkaðar og/eða í námi. Ljósmæðrafélag Íslands skilaði inn umsögn við frumvarpið og viðrar þar skoðun sína um að réttur til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks ætti í raun fyrst og fremst að vera réttur barnsins til samvista við foreldra en ekki öfugt. Félagið hefur einnig áhyggjur af því að sú tekjurýrnun sem fylgir fæðingarorlofi muni hafa í för með sér að tekjuhærra foreldrið, sem oftar er faðirinn, muni ekki sjá sér fært að nýta orlofið að fullu. Fyrri aðgerðir stjórnvalda hafa miðað að því að hækka hámarksgreiðslur til foreldra í því skyni að auka möguleika þeirra, ekki síst feðra, til að fullnýta rétt sinn innan kerfisins. Telur Ljósmæðrafélagið að ef hámarksgreiðslur eru ekki hækkaðar enn frekar samhliða fyrirhuguðum aðgerðum er ennþá hætta á að tekjuhærra foreldrið fullnýti ekki sinn hluta orlofsins. Það verður til þess að barnið fer fyrr í dagvistun og/eða foreldrið sem er lægra launað, sem oftar er móðir barnsins, ákveður að dreifa orlofinu á fleiri mánuði með tilheyrandi tekjuskerðingu. Að auki hvetja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Embætti landlæknis mæður til brjóstagjafar fyrsta árið og til allt að tveggja ára aldurs. Þrátt fyrir ávinning brjóstagjafar getur verið mikið álag sem fylgir því að vera með barn á brjósti sem samræmist illa fullri vinnu. Konur með börn á brjósti eru því líklegar til að vilja dreifa orlofinu eða fara í hlutastarf eftir að orlofi þeirra lýkur. Það hefur áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra og síðar lífeyrisgreiðslur. Þannig er veruleg hætta á að markmiðið um að lengja samvist barna við báða foreldra sína, sem og markmiðið um að jafna launamun kynjanna misheppnist. Meðgönguorlof Ljósmæðrafélagið nefnir einnig að æskilegt væri ef fæðingarorlof móður myndi hefjast við 36 vikna meðgöngu svo konur geti hvílt sig og undirbúið sig án þess að ganga á annan rétt sinn. Þannig er það víða í löndum í kringum okkur og konur sem sinna ákveðnum störfum byrja ennþá fyrr í orlofi. Því leggur Ljósmæðrafélagið til að konur geti hætt að vinna undir lok meðgöngu og þegið meðgönguorlofsbætur án þess að gengið sé á veikinda- og fæðingarorlofsrétt þeirra. Meðgönguorlofsbætur þessar verði aðskildar þeim 6 mánuðum sem mæður fá eftir fæðingu barnsins. 6+6 (≥2) Ljósmæðrafélagið leggur til að hvort foreldri fyrir sig hljóti 6 mánaða sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Foreldrum sé hins vegar gefinn kostur á að framselja að minnsta kosti tvo mánuði til hins foreldrisins. Félagið telur að sé rétturinn til fæðingarorlofs ánafnaður hvoru foreldri fyrir sig séu minni líkur á að annað foreldrið framselji eins mikið af réttinum til hins foreldrisins og ef rétturinn er að hluta til sameiginlegur. Ljósmæðrafélagið telur einnig að í sérstökum tilvikum skuli vera gefinn kostur á að framselja allan réttinn til fæðingarorlofs til hins foreldrisins með sérstakri umsókn til Fæðingarorlofssjóðs, til að mynda þegar einungis annað foreldrið er þátttakandi í uppeldi barnsins eða getur sinnt barninu. Með þessum áherslum er hægt að skapa umhverfi sem gerir fólki kleift að vera heima með börn sín án þess að sníða fólki þröngan ramma um hvernig það skuli vera gert. Fjöldi umsagna gefur til kynna að þrátt fyrir heildarlengingu orlofsins sé útfærslan óvinsæl. Höfundur er varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun