Fékk meira en 216 milljónir á hvern leik sem hann spilaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 13:01 Le'Veon Bell þarf ekki að kvarta mikið yfir launum sem hann fékk frá New York Jets þótt að tækifærin inn á vellinum hafi oft verið furðuleg. Getty/Mark Brown NFL-liðið New York Jets lét óvænt hlauparann Le'Veon Bell fara í nótt en hann var aðeins á öðru tímabilinu á fjögurra ára risasamningi sínum við félagið. Það hefur gengið á ýmsu í sambandi New York Jets við hlauparann sinn Le'Veon Bell og í nótt voru báðir aðilar greinilega búnir að fá nóg. New York Jets sagði upp samningi Le'Veon Bell og eftir aðeins nokkra daga má hann semja við hvaða lið sem er í NFL-deildinni. Le'Veon Bell var súperstjarna í NFL-deildinni þegar hann ákvað að sitja heilt tímabil hjá Pittsburgh Steelers af því að félagið vildi ekki gera við hann stóran samning. Le'Veon Bell made $28M in 18 games with the New York Jets. Gamble Won buff.ly/34XrDkDPosted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 13. október 2020 Á endanum fékk hann 52,5 milljón dollara fjögurra ára samning hjá New York Jets en hann hefur aldrei verið nálægt því að sýna það sama og gerði hann að stórstjörnu hjá Pittsburgh Steelers á árunum 2013 til 2017. Leikkerfi New York Jets hentaði Le'Veon Bell ekki vel og þjálfarinn Adam Gase var á móti samningnum frá fyrsta degi. Adam Gase virtist líka vinna gegn stjörnuleikmanninum sem fékk skrýtin tækifæri hjá honum. Á endanum kallaði Bell eftir að vera að skipt frá félaginu en það var bara ekkert félags sem vildi gleypa þennan risasamning hans. Samningur Bell var nefnilega ekki góð fjárfesting fyrir New York Jets því frammistaðan hefur verið slök og hún hefur heldur betur kostað sitt. Le Veon Bell s release leaves behind $15M of dead cap in 2020, & another $4M in 2021 to the #Jets. Bell earned $28M across 18 games played for NY. https://t.co/fSW1DKQWyS https://t.co/DT7pBEkMgB— Spotrac (@spotrac) October 14, 2020 Le'Veon Bell fékk alls 28 milljónir dollara í vasann fyrir þetta eina og hálfa tímabil eða 3,9 milljarða íslenskra króna. Hann var þegar búinn að missa af þremur leikjum á þessari leiktíð vegna meiðsla. Bell náði að spila átján leiki fyrir New York Jets liðið sem þýðir að hann fékk 216 milljónir íslenskra króna fyrir hvern leik sem hann spilaði fyrir félagið. Næsta á dagskrá hjá Le'Veon Bell er að finna sér annað lið og það eru örugglega mörg lið sem eru tilbúin að gera nýjan samning við hann þrátt fyrir að ekkert lið vildi taka yfir inn. Bell ætti enn að geta sýnt ýmislegt hjá liði sem spilar betra kerfi og er ekki með þjálfara sem er á móti honum. Hvaða lið það verður er spennandi að sjá. NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
NFL-liðið New York Jets lét óvænt hlauparann Le'Veon Bell fara í nótt en hann var aðeins á öðru tímabilinu á fjögurra ára risasamningi sínum við félagið. Það hefur gengið á ýmsu í sambandi New York Jets við hlauparann sinn Le'Veon Bell og í nótt voru báðir aðilar greinilega búnir að fá nóg. New York Jets sagði upp samningi Le'Veon Bell og eftir aðeins nokkra daga má hann semja við hvaða lið sem er í NFL-deildinni. Le'Veon Bell var súperstjarna í NFL-deildinni þegar hann ákvað að sitja heilt tímabil hjá Pittsburgh Steelers af því að félagið vildi ekki gera við hann stóran samning. Le'Veon Bell made $28M in 18 games with the New York Jets. Gamble Won buff.ly/34XrDkDPosted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 13. október 2020 Á endanum fékk hann 52,5 milljón dollara fjögurra ára samning hjá New York Jets en hann hefur aldrei verið nálægt því að sýna það sama og gerði hann að stórstjörnu hjá Pittsburgh Steelers á árunum 2013 til 2017. Leikkerfi New York Jets hentaði Le'Veon Bell ekki vel og þjálfarinn Adam Gase var á móti samningnum frá fyrsta degi. Adam Gase virtist líka vinna gegn stjörnuleikmanninum sem fékk skrýtin tækifæri hjá honum. Á endanum kallaði Bell eftir að vera að skipt frá félaginu en það var bara ekkert félags sem vildi gleypa þennan risasamning hans. Samningur Bell var nefnilega ekki góð fjárfesting fyrir New York Jets því frammistaðan hefur verið slök og hún hefur heldur betur kostað sitt. Le Veon Bell s release leaves behind $15M of dead cap in 2020, & another $4M in 2021 to the #Jets. Bell earned $28M across 18 games played for NY. https://t.co/fSW1DKQWyS https://t.co/DT7pBEkMgB— Spotrac (@spotrac) October 14, 2020 Le'Veon Bell fékk alls 28 milljónir dollara í vasann fyrir þetta eina og hálfa tímabil eða 3,9 milljarða íslenskra króna. Hann var þegar búinn að missa af þremur leikjum á þessari leiktíð vegna meiðsla. Bell náði að spila átján leiki fyrir New York Jets liðið sem þýðir að hann fékk 216 milljónir íslenskra króna fyrir hvern leik sem hann spilaði fyrir félagið. Næsta á dagskrá hjá Le'Veon Bell er að finna sér annað lið og það eru örugglega mörg lið sem eru tilbúin að gera nýjan samning við hann þrátt fyrir að ekkert lið vildi taka yfir inn. Bell ætti enn að geta sýnt ýmislegt hjá liði sem spilar betra kerfi og er ekki með þjálfara sem er á móti honum. Hvaða lið það verður er spennandi að sjá.
NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira