Ein stærsta stjarna NFL deildarinnar sagðist hafa spilað eins og kona í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 12:02 Russell Wilson með konu sinni Ciöru en þau eru dugleg að aðstoða fólk sem þarf á hjálp að halda í samfélagi þeirra í Seattle. Getty Hann er talinn líklegastur til að vera kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í ár og talaði um það eftir síðasta leik að hafa spilað eins og bandaríska körfuboltakonan Sue Bird á lokakafla leiksins. Það var mjög gott því hann tryggði liði sínu sigur með gullsendingu. Russell Wilson hefur verið frábær með Seattle Seahawks liðinu í NFL-deildinni á þessu tímabili og hann leiddi liðið sitt enn á ný til sigurs um síðustu helgi. Ummæli hans eftir leik vöktu athygli og þóttu tákn um breytta og betri tíma. Russell Wilson þurfti enn á ný að sýna snilldartakta á lokasekúndunum til að ná að landa sigri á móti Minnesota Vikings. Í lokasókninni, þar sem hann fór upp allan völlinn með lið sitt, þá átti hann tvær sendingar á fjórðu tilraun þar sem mistök hefðu þýtt tapaðan bolta og tapaðan leik. Sú seinni var snertimarksending á útherjann DK Metcalf sem vann leikinn. View this post on Instagram Russell Wilson channeled his inner A post shared by espnW (@espnw) on Oct 12, 2020 at 2:39pm PDT Seattle á ekki bara frábært NFL-lið því kvennakörfuboltaliðið Seattle Storm tryggði sér WNBA-titilinn á dögunum. Leiðtogi þess liðs er bakvörðurinn Sue Bird sem hefur orðið fjórum sinnum meistari á sautján tímabilum með liðinu. Sue Bird er 39 ára gömul en setti met í lokaúrslitunum í ár með því að gefa sextán stoðsendingar í einum leiknum. Fyrir leikinn þá mætti Russell Wilson til leiks í búningi Sue Bird og ummæli hans eftir leikinn vöktu líka mikla athygli. Hey Russell Wilson what was it like leading another game-winning drive?"I feel like Sue Bird in the clutch."@S10Bird | @DangeRussWilson | @Seahawks pic.twitter.com/N8wbi2INWq— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) October 12, 2020 „Mér leið eins og Sue Bird í lokin,“ sagði Russell Wilson eftir eins stigs sigur, 27-26. Wilson hefur fengið sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir ummæli sín. Einu sinni þótti það skammarlegt fyrir íþróttakarla að spila eins og kona inn á vellinum en sem betur fer eru breyttir tímar og íþróttir kvenna eru alls staðar á mikill uppleið. Ummæli Russell Wilson eru frábært dæmi um það. NFL NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Sjá meira
Hann er talinn líklegastur til að vera kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í ár og talaði um það eftir síðasta leik að hafa spilað eins og bandaríska körfuboltakonan Sue Bird á lokakafla leiksins. Það var mjög gott því hann tryggði liði sínu sigur með gullsendingu. Russell Wilson hefur verið frábær með Seattle Seahawks liðinu í NFL-deildinni á þessu tímabili og hann leiddi liðið sitt enn á ný til sigurs um síðustu helgi. Ummæli hans eftir leik vöktu athygli og þóttu tákn um breytta og betri tíma. Russell Wilson þurfti enn á ný að sýna snilldartakta á lokasekúndunum til að ná að landa sigri á móti Minnesota Vikings. Í lokasókninni, þar sem hann fór upp allan völlinn með lið sitt, þá átti hann tvær sendingar á fjórðu tilraun þar sem mistök hefðu þýtt tapaðan bolta og tapaðan leik. Sú seinni var snertimarksending á útherjann DK Metcalf sem vann leikinn. View this post on Instagram Russell Wilson channeled his inner A post shared by espnW (@espnw) on Oct 12, 2020 at 2:39pm PDT Seattle á ekki bara frábært NFL-lið því kvennakörfuboltaliðið Seattle Storm tryggði sér WNBA-titilinn á dögunum. Leiðtogi þess liðs er bakvörðurinn Sue Bird sem hefur orðið fjórum sinnum meistari á sautján tímabilum með liðinu. Sue Bird er 39 ára gömul en setti met í lokaúrslitunum í ár með því að gefa sextán stoðsendingar í einum leiknum. Fyrir leikinn þá mætti Russell Wilson til leiks í búningi Sue Bird og ummæli hans eftir leikinn vöktu líka mikla athygli. Hey Russell Wilson what was it like leading another game-winning drive?"I feel like Sue Bird in the clutch."@S10Bird | @DangeRussWilson | @Seahawks pic.twitter.com/N8wbi2INWq— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) October 12, 2020 „Mér leið eins og Sue Bird í lokin,“ sagði Russell Wilson eftir eins stigs sigur, 27-26. Wilson hefur fengið sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir ummæli sín. Einu sinni þótti það skammarlegt fyrir íþróttakarla að spila eins og kona inn á vellinum en sem betur fer eru breyttir tímar og íþróttir kvenna eru alls staðar á mikill uppleið. Ummæli Russell Wilson eru frábært dæmi um það.
NFL NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Sjá meira