Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2020 09:25 Höfuðstöðvar Air Atlanta eru í Kópavogi. Air Atlanta Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Air Atlanta. Ekki stendur til að segja neinum upp störfum á Íslandi vegna breytinganna. Fram kemur í tilkynningu að nýja flugfélagið muni skapa „frekari vaxtar- og sóknartækifæri fyrir Atlanta þegar sér fyrir endann á Covid-19 heimsfaraldrinum, sem leikið hefur flugfélög heimsins grátt.“ Félagið muni styrkja rekstrargrundvöll Atlanta með „auknu aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum.“ Í því samhengi hafi Atlanta séð fram á að mjög erfitt hefði orðið að koma farþegaflugi félagsins í Sádi-Arabíu í gang aftur að loknum faraldri, þar sem félagið nýtur ekki góðs af tvísköttunarsamningum annarra landa við Sádi-Arabíu. „Farþegaflug félagsins þar í landi hefur verið kjölfestan í rekstri Atlanta, en nú sitja allar sjö B747-400 farþegavélar flugfélagsins óhreyfðar á jörðu niðri og að minnsta kosti tvær til þrjár þeirra á leið í niðurrif fljótlega,“ segir í tilkynningu. Aðgerðirnar muni enn fremur opna nýja möguleika til sóknar á alþjóðlegum fraktmarkaði. Haft er eftir Baldvini M. Hermannsson forstjóra Atlanta í tilkynningu að bregðist stjórnendur ekki við stöðunni sjái þeir fram á alvarlegan og varanlegan samdrátt í tekjum flugfélagsins. Rekstrargrundvöllurinn muni styrkjast með stofnun Air Atlanta Europe. Ekki standi þó til að gera neinar breytingar á núverandi rekstri félagsins á Íslandi. Um 200 starfsmenn starfa fyrir Atlanta á Íslandi en höfuðstöðvar flugfélagsins eru í Kópavogi. Í tilkynningu segir að ekki sé fyrirhugað að segja neinum upp störfum í tengslum við stofnun nýja flugfélagsins. Fréttir af flugi Malta Air Atlanta Tengdar fréttir Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Sjá meira
Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Air Atlanta. Ekki stendur til að segja neinum upp störfum á Íslandi vegna breytinganna. Fram kemur í tilkynningu að nýja flugfélagið muni skapa „frekari vaxtar- og sóknartækifæri fyrir Atlanta þegar sér fyrir endann á Covid-19 heimsfaraldrinum, sem leikið hefur flugfélög heimsins grátt.“ Félagið muni styrkja rekstrargrundvöll Atlanta með „auknu aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum.“ Í því samhengi hafi Atlanta séð fram á að mjög erfitt hefði orðið að koma farþegaflugi félagsins í Sádi-Arabíu í gang aftur að loknum faraldri, þar sem félagið nýtur ekki góðs af tvísköttunarsamningum annarra landa við Sádi-Arabíu. „Farþegaflug félagsins þar í landi hefur verið kjölfestan í rekstri Atlanta, en nú sitja allar sjö B747-400 farþegavélar flugfélagsins óhreyfðar á jörðu niðri og að minnsta kosti tvær til þrjár þeirra á leið í niðurrif fljótlega,“ segir í tilkynningu. Aðgerðirnar muni enn fremur opna nýja möguleika til sóknar á alþjóðlegum fraktmarkaði. Haft er eftir Baldvini M. Hermannsson forstjóra Atlanta í tilkynningu að bregðist stjórnendur ekki við stöðunni sjái þeir fram á alvarlegan og varanlegan samdrátt í tekjum flugfélagsins. Rekstrargrundvöllurinn muni styrkjast með stofnun Air Atlanta Europe. Ekki standi þó til að gera neinar breytingar á núverandi rekstri félagsins á Íslandi. Um 200 starfsmenn starfa fyrir Atlanta á Íslandi en höfuðstöðvar flugfélagsins eru í Kópavogi. Í tilkynningu segir að ekki sé fyrirhugað að segja neinum upp störfum í tengslum við stofnun nýja flugfélagsins.
Fréttir af flugi Malta Air Atlanta Tengdar fréttir Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Sjá meira
Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08