Innlent

88 greindust innan­lands síðast­liðinn sólar­hring

Atli Ísleifsson skrifar
C0219B62DAF202AD673F5D60D6F1DE47E0386B938FC41E9E29F639A8C4F939BE_713x0
Vísir/Vilhelm

88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 43 ekki.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. Alls eru 24 nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Í gær voru 22 á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu.

Tvö smit greindust á landamærum og er niðurstaða mótefnamælingar beðið í einu tilvikanna. Hinn greindist með mótefni.

1.132 manns eru nú í einangrun, samanborið við 1.071 í gær. Þá eru 3.409 í sóttkví í dag, samanborið við 3.436 í gær.

Af þeim 88 sem greindust innanlands í gær greindust 71 eftir að tekin voru svokölluð einkennasýni og sautján við sóttkvíar- og handahófsskimun.

Þriðja bylgjan.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 268,9, en var 253,9 í gær. Þá er nýgengi landamærasmita nú 10,1 líkt og í gær.

Nú hafa 3.757 manns greinst smitaðir af kórónuveiru frá upphafi faraldursins. Tíu þeirra sem hafa veikst af Covid-19 eru látnir.

Alls voru tekin 1.238 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær og 359 sýni á landamærunum eða í seinni landamæraskimun. Þá voru 548 sýni tekin við sóttkvíar- og handahófsskimun og þá voru 29 sýni tekið í annarri skimun hjá ÍE.

Alls eru 177 einstaklingar, á aldrinum 0-17 ára, í einangrun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×