„Það eru börn sem hafa verið jörðuð í búningnum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. október 2020 11:29 Magnús ræddi við Sölva í tvær klukkustundir. Athafnamaðurinn og íþróttaálfurinn Magnús Scheving er menntaður húsasmiður, vann sem leikfimikennari en endaði sem íþróttaálfurinn á sjónvarpsskjánum inni á heimili margra milljóna um allan heim. Magnús er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans en í þættinum segir hann meðal annars frá merkilegustu augnablikunum í ótrúlegri atburðarrás Latabæjar, þar sem Magnús var með nánast stanslausa dagskrá frá morgni til kvölds á hverjum einasta degi í áraraðir. Á því tímabili áttu sér stað mörg eftirminnileg atriði. „Ég man eftir einu atviki þar sem ég var að skemmta í Þorlákshöfn, en átti að vera að fara í flug til Bandaríkjanna á fund. Það var kór á undan mér sem var svo vinsæll að hann var bara klappaður upp aftur og aftur og tíminn tikkaði. Ég rétt komst á sviðið og gerði þar rútínu í níðþungum skítugum Latabæjargalla sem hafði verið notaður í nokkur ár þar á undan í þjóðleikhúsinu. Svo fer ég af sviðinu og beinlínis botna bílinn til Keflavíkur og skildi bílinn eftir opinn beint fyrir utan flugvöllinn og bað starfsfólkið á vellinum um að leggja bílnum,“ segir Magnús sem hljóp inn gangana á flugvellinum með bjöllur og draslið í búningnum úti um allt og vélin að fara. Svitalykt og Svíi við hliðin á „Sem betur fer var þetta fyrir 11. september, þannig að ég náði inn í vélina rétt áður en hurðinni var lokað. Settist í sætið mitt á Sagaclass og það var einhver Svíi við hliðina á mér. Það var viðbjóðsleg svitalykt af mér og gallanum og aumingja maðurinn horfði á mig með gerviskeggið og bjölluna á mér og hann þurfti að hjálpa mér að klæða mig úr gallanum. Aumingja maðurinn vissi ekki hvar hann var staddur.” Klippa: Það eru börn sem hafa verið jörðuð í búningnum Eftir áralanga vinnu komst hugverk Magga á þann stað að börn úti um allan heim elskuðu Latabæ. Hann segir í viðtalinu frá gleðinni við það, en jafnframt gífurlega erfiðum augnablikum þegar mikið veik börn vildu sjá íþróttaálfinn. „Svo voru líka hliðar í þessu sem voru oft erfiðar og mjög tilfinningalegar. Kannski börn á líknadeild sem áttu þá síðustu ósk að sjá íþróttaálfinn. Það eru börn sem hafa verið jörðuð í búningnum og fleira í þeim dúr. Ég man eftir einu erfiðasta augnablikinu sem ég hef lent í. Það var barn sem átti ekki mikið eftir, einhverja fjóra daga, strákur sem var mjög veikur og það var búið að skera hann alveg eftir öllu höfðinu. Hann hafði verið að horfa á Latabæ á meðan það var verið að skera hann upp og draumurinn var að fá að sjá íþróttaálfinn. Ég mæti í búningnum á spítalann og þegar ég kom var hann líka í búning og stóð í súperhetjustellingu. Hann sýndi mér alls konar hluti og gerði það sem hann gat og tók mig inn í herbergi og sýndi mér rúmið sitt og við vorum þarna saman í 4-5 tíma.“ Hann segir á sama tíma hafi foreldrar drengsins verið þarna grátandi að taka upp myndbönd. „Þau grétu bara og grétu og maður þurfti að reyna að halda andlitinu á meðan. Ég get varla lýst þessu, þetta var gríðarlega stór stund hjá stráknum. Maður labbar einhvern vegin út eftir þetta og hugsar hvað maður er heppinn og hvað sumir þurfa að ganga í gegnum, foreldrar og börn. Ég man að ég hugsaði að gera Latabæ er bara grín, það er ekki einu sinni erfitt, hvað er maður að kvarta yfir mikilli vinnu og löngum dögum þegar maður sér hvað sumir þurfa að ganga í gegnum.” Maggi og teymi hans ferðuðust um allan heim þegar vinnan við Latabæ stóð sem hæst og sum atvikin sem áttu sér stað voru eftirminnileg. Fann gleðina og virðinguna „Ég fór og heimsótti mikið af fátækrahverfum í Mexico City til dæmis og það var alveg sama hvar ég kom, það þekktu þetta allir. Svo erum við einu sinni að keyra á hraðbrautinni og sjáum út undan okkur í einu hverfinu að Latibær er að skemmta úti á götu og allir í búningum. Ég bað bílstjórann um að beygja og fara þarna niður eftir og þegar við stoppum sjáum við að það er sýning í gangi. Þeir sem voru með sýninguna sáu mig og þekktu mig strax og af því að þetta var „pirate” útgáfa af Latabæ held ég að þeir hafi verið hræddir að ég yrði ósáttur. En þegar ég sagðist endilega vilja að þeir héldu áfram og settist niður fann ég gleðina og virðinguna og það komu fleiri hundruð börn þarna að. Á heimilum margra þeirra voru ekki einu sinni til sjónvörp, en samt þekktu þau þetta öll. Að upplifa það þegar þessi börn voru að sýna mér æfingarnar og virðingin öll var algjörlega ótrúlegt. Maður varð bara klökkur.” Þegar framleiðslan á Latabæ stóð sem hæst var dagskrá Magnúsar skipulögð nánast hvern einasta dag mörg ár fram í tímann. Maggi segir að það hafi komið eðlilega fyrir hann að hugsa svona stórt. Hann segir til einföldunar að ástæðurnar séu tvær. ,,Annars vegar ætlaði að læra að vera arkitekt og hönnun og fór að læra smíði og þá sagði smiðurinn við mig: Ég ætla að kenna þér þannig að ég ætla ekki að tala við þig. Það sem hann átti við var að með því að veita öllu sem væri að gera næga eftirtekt þyrfti ég að læra sjálfstæð vinnubrögð og átta mig á því hvenær vantaði hluti og að hugsa fram í tímann. Með því að æfa sig í því að hugsa fram í tímann og hvað þarf að gerast byrjar heilinn í manni að vinna öðruvísi. Þarna lærði ég mjög mikið. Hitt var svo að kenna leikfimi. Þú ert með hundrað manns í tíma í sextíu mínútur og allir koma með mismunandi ástæður og þarfir í tímann. Einn vill horfa á kennarann, annar vill heyra góða tónlist, sá þriðji vill bæta þol, sá næsti vill betri rass og enn annar vill bara útrás og gleyma vinnunni sinni. Þú þarft að sníða þetta þannig að öllum líði eins og þeir hafi fengið sitt og maður lærir rosalega á þessu ef maður setur metnað í það.” Í þættinum fara Sölvi og Magnús yfir feril Magga, sem verður að teljast einn merkilegasti frumkvöðull Íslandssögunnar. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Athafnamaðurinn og íþróttaálfurinn Magnús Scheving er menntaður húsasmiður, vann sem leikfimikennari en endaði sem íþróttaálfurinn á sjónvarpsskjánum inni á heimili margra milljóna um allan heim. Magnús er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans en í þættinum segir hann meðal annars frá merkilegustu augnablikunum í ótrúlegri atburðarrás Latabæjar, þar sem Magnús var með nánast stanslausa dagskrá frá morgni til kvölds á hverjum einasta degi í áraraðir. Á því tímabili áttu sér stað mörg eftirminnileg atriði. „Ég man eftir einu atviki þar sem ég var að skemmta í Þorlákshöfn, en átti að vera að fara í flug til Bandaríkjanna á fund. Það var kór á undan mér sem var svo vinsæll að hann var bara klappaður upp aftur og aftur og tíminn tikkaði. Ég rétt komst á sviðið og gerði þar rútínu í níðþungum skítugum Latabæjargalla sem hafði verið notaður í nokkur ár þar á undan í þjóðleikhúsinu. Svo fer ég af sviðinu og beinlínis botna bílinn til Keflavíkur og skildi bílinn eftir opinn beint fyrir utan flugvöllinn og bað starfsfólkið á vellinum um að leggja bílnum,“ segir Magnús sem hljóp inn gangana á flugvellinum með bjöllur og draslið í búningnum úti um allt og vélin að fara. Svitalykt og Svíi við hliðin á „Sem betur fer var þetta fyrir 11. september, þannig að ég náði inn í vélina rétt áður en hurðinni var lokað. Settist í sætið mitt á Sagaclass og það var einhver Svíi við hliðina á mér. Það var viðbjóðsleg svitalykt af mér og gallanum og aumingja maðurinn horfði á mig með gerviskeggið og bjölluna á mér og hann þurfti að hjálpa mér að klæða mig úr gallanum. Aumingja maðurinn vissi ekki hvar hann var staddur.” Klippa: Það eru börn sem hafa verið jörðuð í búningnum Eftir áralanga vinnu komst hugverk Magga á þann stað að börn úti um allan heim elskuðu Latabæ. Hann segir í viðtalinu frá gleðinni við það, en jafnframt gífurlega erfiðum augnablikum þegar mikið veik börn vildu sjá íþróttaálfinn. „Svo voru líka hliðar í þessu sem voru oft erfiðar og mjög tilfinningalegar. Kannski börn á líknadeild sem áttu þá síðustu ósk að sjá íþróttaálfinn. Það eru börn sem hafa verið jörðuð í búningnum og fleira í þeim dúr. Ég man eftir einu erfiðasta augnablikinu sem ég hef lent í. Það var barn sem átti ekki mikið eftir, einhverja fjóra daga, strákur sem var mjög veikur og það var búið að skera hann alveg eftir öllu höfðinu. Hann hafði verið að horfa á Latabæ á meðan það var verið að skera hann upp og draumurinn var að fá að sjá íþróttaálfinn. Ég mæti í búningnum á spítalann og þegar ég kom var hann líka í búning og stóð í súperhetjustellingu. Hann sýndi mér alls konar hluti og gerði það sem hann gat og tók mig inn í herbergi og sýndi mér rúmið sitt og við vorum þarna saman í 4-5 tíma.“ Hann segir á sama tíma hafi foreldrar drengsins verið þarna grátandi að taka upp myndbönd. „Þau grétu bara og grétu og maður þurfti að reyna að halda andlitinu á meðan. Ég get varla lýst þessu, þetta var gríðarlega stór stund hjá stráknum. Maður labbar einhvern vegin út eftir þetta og hugsar hvað maður er heppinn og hvað sumir þurfa að ganga í gegnum, foreldrar og börn. Ég man að ég hugsaði að gera Latabæ er bara grín, það er ekki einu sinni erfitt, hvað er maður að kvarta yfir mikilli vinnu og löngum dögum þegar maður sér hvað sumir þurfa að ganga í gegnum.” Maggi og teymi hans ferðuðust um allan heim þegar vinnan við Latabæ stóð sem hæst og sum atvikin sem áttu sér stað voru eftirminnileg. Fann gleðina og virðinguna „Ég fór og heimsótti mikið af fátækrahverfum í Mexico City til dæmis og það var alveg sama hvar ég kom, það þekktu þetta allir. Svo erum við einu sinni að keyra á hraðbrautinni og sjáum út undan okkur í einu hverfinu að Latibær er að skemmta úti á götu og allir í búningum. Ég bað bílstjórann um að beygja og fara þarna niður eftir og þegar við stoppum sjáum við að það er sýning í gangi. Þeir sem voru með sýninguna sáu mig og þekktu mig strax og af því að þetta var „pirate” útgáfa af Latabæ held ég að þeir hafi verið hræddir að ég yrði ósáttur. En þegar ég sagðist endilega vilja að þeir héldu áfram og settist niður fann ég gleðina og virðinguna og það komu fleiri hundruð börn þarna að. Á heimilum margra þeirra voru ekki einu sinni til sjónvörp, en samt þekktu þau þetta öll. Að upplifa það þegar þessi börn voru að sýna mér æfingarnar og virðingin öll var algjörlega ótrúlegt. Maður varð bara klökkur.” Þegar framleiðslan á Latabæ stóð sem hæst var dagskrá Magnúsar skipulögð nánast hvern einasta dag mörg ár fram í tímann. Maggi segir að það hafi komið eðlilega fyrir hann að hugsa svona stórt. Hann segir til einföldunar að ástæðurnar séu tvær. ,,Annars vegar ætlaði að læra að vera arkitekt og hönnun og fór að læra smíði og þá sagði smiðurinn við mig: Ég ætla að kenna þér þannig að ég ætla ekki að tala við þig. Það sem hann átti við var að með því að veita öllu sem væri að gera næga eftirtekt þyrfti ég að læra sjálfstæð vinnubrögð og átta mig á því hvenær vantaði hluti og að hugsa fram í tímann. Með því að æfa sig í því að hugsa fram í tímann og hvað þarf að gerast byrjar heilinn í manni að vinna öðruvísi. Þarna lærði ég mjög mikið. Hitt var svo að kenna leikfimi. Þú ert með hundrað manns í tíma í sextíu mínútur og allir koma með mismunandi ástæður og þarfir í tímann. Einn vill horfa á kennarann, annar vill heyra góða tónlist, sá þriðji vill bæta þol, sá næsti vill betri rass og enn annar vill bara útrás og gleyma vinnunni sinni. Þú þarft að sníða þetta þannig að öllum líði eins og þeir hafi fengið sitt og maður lærir rosalega á þessu ef maður setur metnað í það.” Í þættinum fara Sölvi og Magnús yfir feril Magga, sem verður að teljast einn merkilegasti frumkvöðull Íslandssögunnar.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira