Segjast hafa fundið lekann á geimstöðinni Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 12:35 Alþjóðlega geimstöðin. Vísir/Roscosmos Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni virðast nú hafa fundið leka á geimstöðinni sem erfiðlega hefur gengið að finna. Leitin hefur staðið yfir í nokkrar vikur en geimfararnir sem flugu til geimstöðvarinnar í gær voru með sérstakan búnað sem á að hjálpa þeim að finna lekann. Lekinn hefur ekki verið talinn ógna íbúum geimstöðvarinnar vegna þess hve lítill hann er. Í lok september voru geimfararnir vaktir um miðja nótt og sendir af stað til að finna lekann. Þá virtist hann hafa aukist á milli daga en seinna meir kom þó í ljós að svo var ekki. Við þá leit komust geimfararnir þó að því að lekinn er á rússneskum hluta geimstöðvarinnar sem kallast Zvezda. Þar má finna mikilvægan búnað varðandi súrefni og annað sem gerir geimförum kleift að búa í geimstöðinni. Þessi búnaður bilaði í gær en hann var gamall og úr sér genginn, samkvæmt frétt Moscow Times. Sambærilegur búnaður í bandaríska hluta geimstöðvarinnar virkar enn og eru geimfararnir ekki í neinni hættu vegna bilunarinnar. Í þessum hluta geimstöðvarinnar eru einnig híbýli fyrir tvo geimfara. The space station crew expanded to six people today when the Soyuz crew ship hatch opened at 7:07am ET just a few hours after the Exp 64 crew launched from Kazakhstan. More... https://t.co/9L5DaJFRSa pic.twitter.com/skxgdiKKJH— Intl. Space Station (@Space_Station) October 14, 2020 Nú eru sex geimfarar um borð í geimstöðinni. Sergey Ryzhikov og Sergey Kud-Sverchkov frá Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, auk Kate Rubins frá NASA, komu sér þar fyrir í gær. Fyrir voru þeir Chris Cassidy, Anatoly Ivanishin og Ivan Vagner um borð en þeir eiga að snúa til baka til jarðarinnar í næstu viku. Um borð í geimflauginni í gær var sérstakur búnaður til að auðvelda leitina að lekanum. Ivanishin sendi þau skilaboð til jarðar í dag að mögulega væri búið að finna lekann um borð í Zvezda. Var þeim sagt að reyna að nota sérstakt límband til að stöðva lekann seinna í dag. Þeir voru einnig beðnir um að senda myndir og myndbönd til jarðar. Based on the information received from the ISS-63 crew about the possible air leak location, MCC-M will soon advise the crew on further actions and methods to search the leak location.Thus, based on the works conducted, the crew will be able to localize the possible leak area. pic.twitter.com/ti0kM9Brfz— (@roscosmos) October 15, 2020 Geimurinn Tækni Rússland Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni virðast nú hafa fundið leka á geimstöðinni sem erfiðlega hefur gengið að finna. Leitin hefur staðið yfir í nokkrar vikur en geimfararnir sem flugu til geimstöðvarinnar í gær voru með sérstakan búnað sem á að hjálpa þeim að finna lekann. Lekinn hefur ekki verið talinn ógna íbúum geimstöðvarinnar vegna þess hve lítill hann er. Í lok september voru geimfararnir vaktir um miðja nótt og sendir af stað til að finna lekann. Þá virtist hann hafa aukist á milli daga en seinna meir kom þó í ljós að svo var ekki. Við þá leit komust geimfararnir þó að því að lekinn er á rússneskum hluta geimstöðvarinnar sem kallast Zvezda. Þar má finna mikilvægan búnað varðandi súrefni og annað sem gerir geimförum kleift að búa í geimstöðinni. Þessi búnaður bilaði í gær en hann var gamall og úr sér genginn, samkvæmt frétt Moscow Times. Sambærilegur búnaður í bandaríska hluta geimstöðvarinnar virkar enn og eru geimfararnir ekki í neinni hættu vegna bilunarinnar. Í þessum hluta geimstöðvarinnar eru einnig híbýli fyrir tvo geimfara. The space station crew expanded to six people today when the Soyuz crew ship hatch opened at 7:07am ET just a few hours after the Exp 64 crew launched from Kazakhstan. More... https://t.co/9L5DaJFRSa pic.twitter.com/skxgdiKKJH— Intl. Space Station (@Space_Station) October 14, 2020 Nú eru sex geimfarar um borð í geimstöðinni. Sergey Ryzhikov og Sergey Kud-Sverchkov frá Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, auk Kate Rubins frá NASA, komu sér þar fyrir í gær. Fyrir voru þeir Chris Cassidy, Anatoly Ivanishin og Ivan Vagner um borð en þeir eiga að snúa til baka til jarðarinnar í næstu viku. Um borð í geimflauginni í gær var sérstakur búnaður til að auðvelda leitina að lekanum. Ivanishin sendi þau skilaboð til jarðar í dag að mögulega væri búið að finna lekann um borð í Zvezda. Var þeim sagt að reyna að nota sérstakt límband til að stöðva lekann seinna í dag. Þeir voru einnig beðnir um að senda myndir og myndbönd til jarðar. Based on the information received from the ISS-63 crew about the possible air leak location, MCC-M will soon advise the crew on further actions and methods to search the leak location.Thus, based on the works conducted, the crew will be able to localize the possible leak area. pic.twitter.com/ti0kM9Brfz— (@roscosmos) October 15, 2020
Geimurinn Tækni Rússland Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent