Magnamenn vilja klára mótið og ætla ekki að senda útlendingana heim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2020 09:00 Magnamenn eru í harðri fallbaráttu í Lengjudeild karla. facebook-síða magna Talsverð umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um hvort blása eigi Íslandsmótið í fótbolta af vegna kórónuveirufaraldursins. Ef mótið verður flautað af verður litið til meðal stigafjölda liða í leik til að ákvarða lokaniðurstöðu deildanna. Tveimur umferðum er ólokið í Lengjudeild karla og mikil spenna er bæði á toppi og botni hennar. Í þremur neðstu sætunum eru Þróttur, Magni og Leiknir F. en þau eru öll með tólf stig. Ef mótið yrði flautað af myndu Þróttarar halda sér uppi á hagstæðari markatölu en Magnamenn og Leiknismenn. Þróttur er með 24 mörk í mínus, Magni 25 og Leiknir 30. Staðan í Lengjudeild karla. Magni er því eitt þeirra liða sem hefur hag að því að mótið verði klárað og vonast þjálfari liðsins, Sveinn Þór Steingrímsson, til að það verði gert. KSÍ hefur gefið sér frest til 1. desember til að klára Íslandsmótið. „Að sjálfsögðu höfum við pælt í þessu en það hefði ekki breytt neinu hvort þú hefðir hringt í mig núna eða áður en öll þessi neikvæða umræða kom, að allir væru að senda útlendingana sína heim. Það er alltaf sama svar hjá okkur. Við viljum auðvitað klára mótið. Það eru allir á þeirri línu,“ sagði Sveinn í samtali við Vísi. En myndu Magnamenn skilja það ef Íslandsmótið yrði blásið af? „Eflaust myndum við skilja það þótt við yrðum eflaust skúffaðir með það. En KSÍ er búið að gefa sér frest til 1. desember og það er langt þangað til,“ svaraði Sveinn. „Lið hafa oft lent í vandræðum en klórað sig út úr þeim. Keppni hefur ekki verið hætt. Auðvitað eru þetta leiðinlegar aðstæður en eru þær ekki leiðinlegar fyrir öll lið?“ Sveinn Þór Steingrímsson (lengst til vinstri) tók við Magna um mitt síðasta tímabil.facebook-síða magna Undanfarna daga hafa borist fréttir af því að lið íhugi eða séu hreinlega búin að senda erlenda leikmenn sína heim. Magnamenn ætla ekki að fara þá leið. „Við ætlum að halda útlendingunum og viljum klára þetta mót,“ sagði Sveinn en Magni er með fjóra erlenda leikmenn í sínum röðum. Annað sem rætt hefur verið um í tengslum við möguleg lok Íslandsmótsins er aðstaða liða, sérstaklega á landsbyggðinni. Sveinn segir að síðasta æfingin á Grenivík verði í dag og eftir það færi Magnamenn sig til Akureyrar. „Við erum eiginlega dottnir inn í vetrartímabilið okkar þar sem við æfum á Akureyri á KA-svæðinu eða í Boganum,“ sagði Sveinn. Magni á einn heimaleik eftir, gegn Vestra, en Sveinn segir óvíst hvar hann fer fram. „Við erum með KA-svæðið, Bogann eða Dalvíkurvöll sem við gætum spilað á. Það er eitthvað sem við munum ákveða þegar við vitum meira,“ sagði Sveinn. Fresta þurfti leik Magna og Þórs fyrr í þessum mánuði þar sem völlurinn á Grenivík var þakinn snjó.facebook-síða magna Magni og önnur lið á landsbyggðinni hafa það þó fram yfir liðin á höfuðborgarsvæðinu að þau mega æfa um þessar mundir. „Við erum með tvo leikmenn á höfuðborgarsvæðinu sem æfa einir. En aðrir eru hér og við höldum æfingar,“ sagði Sveinn. Magni bjargaði sér á ótrúlegan hátt frá falli í 2. deild 2018 og 2019 og Grenvíkingar vilja fá tækifæri til að endurtaka leikinn í ár. „Það er allt jákvætt hjá okkur og við getum ekki beðið eftir því að þetta byrji aftur. Við viljum alltaf klára þetta mót,“ sagði Sveinn að lokum. Lengjudeildin Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir „Ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af“ „Þetta er farið að verða eitthvað annað en mótið sem við byrjuðum á,“ segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík. Hann dregur í efa að sanngjarnara sé að klára Íslandsmótið í fótbolta en að blása það af núna. 15. október 2020 15:31 Vestri nær varla að manna lið í síðustu leikjunum | Bjarni Jó hættir eftir tímabilið Lið Vestra mun varla geta mannað lið sitt ef Lengjudeild karla í knattspyrnu verður kláruð. Erlendir leikmenn liðsins fara nær allir heim á næstu dögum og óvíst hvað gerist ef deildin verður kláruð undir lok mánaðar. 15. október 2020 07:01 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi gegn KR Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Talsverð umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um hvort blása eigi Íslandsmótið í fótbolta af vegna kórónuveirufaraldursins. Ef mótið verður flautað af verður litið til meðal stigafjölda liða í leik til að ákvarða lokaniðurstöðu deildanna. Tveimur umferðum er ólokið í Lengjudeild karla og mikil spenna er bæði á toppi og botni hennar. Í þremur neðstu sætunum eru Þróttur, Magni og Leiknir F. en þau eru öll með tólf stig. Ef mótið yrði flautað af myndu Þróttarar halda sér uppi á hagstæðari markatölu en Magnamenn og Leiknismenn. Þróttur er með 24 mörk í mínus, Magni 25 og Leiknir 30. Staðan í Lengjudeild karla. Magni er því eitt þeirra liða sem hefur hag að því að mótið verði klárað og vonast þjálfari liðsins, Sveinn Þór Steingrímsson, til að það verði gert. KSÍ hefur gefið sér frest til 1. desember til að klára Íslandsmótið. „Að sjálfsögðu höfum við pælt í þessu en það hefði ekki breytt neinu hvort þú hefðir hringt í mig núna eða áður en öll þessi neikvæða umræða kom, að allir væru að senda útlendingana sína heim. Það er alltaf sama svar hjá okkur. Við viljum auðvitað klára mótið. Það eru allir á þeirri línu,“ sagði Sveinn í samtali við Vísi. En myndu Magnamenn skilja það ef Íslandsmótið yrði blásið af? „Eflaust myndum við skilja það þótt við yrðum eflaust skúffaðir með það. En KSÍ er búið að gefa sér frest til 1. desember og það er langt þangað til,“ svaraði Sveinn. „Lið hafa oft lent í vandræðum en klórað sig út úr þeim. Keppni hefur ekki verið hætt. Auðvitað eru þetta leiðinlegar aðstæður en eru þær ekki leiðinlegar fyrir öll lið?“ Sveinn Þór Steingrímsson (lengst til vinstri) tók við Magna um mitt síðasta tímabil.facebook-síða magna Undanfarna daga hafa borist fréttir af því að lið íhugi eða séu hreinlega búin að senda erlenda leikmenn sína heim. Magnamenn ætla ekki að fara þá leið. „Við ætlum að halda útlendingunum og viljum klára þetta mót,“ sagði Sveinn en Magni er með fjóra erlenda leikmenn í sínum röðum. Annað sem rætt hefur verið um í tengslum við möguleg lok Íslandsmótsins er aðstaða liða, sérstaklega á landsbyggðinni. Sveinn segir að síðasta æfingin á Grenivík verði í dag og eftir það færi Magnamenn sig til Akureyrar. „Við erum eiginlega dottnir inn í vetrartímabilið okkar þar sem við æfum á Akureyri á KA-svæðinu eða í Boganum,“ sagði Sveinn. Magni á einn heimaleik eftir, gegn Vestra, en Sveinn segir óvíst hvar hann fer fram. „Við erum með KA-svæðið, Bogann eða Dalvíkurvöll sem við gætum spilað á. Það er eitthvað sem við munum ákveða þegar við vitum meira,“ sagði Sveinn. Fresta þurfti leik Magna og Þórs fyrr í þessum mánuði þar sem völlurinn á Grenivík var þakinn snjó.facebook-síða magna Magni og önnur lið á landsbyggðinni hafa það þó fram yfir liðin á höfuðborgarsvæðinu að þau mega æfa um þessar mundir. „Við erum með tvo leikmenn á höfuðborgarsvæðinu sem æfa einir. En aðrir eru hér og við höldum æfingar,“ sagði Sveinn. Magni bjargaði sér á ótrúlegan hátt frá falli í 2. deild 2018 og 2019 og Grenvíkingar vilja fá tækifæri til að endurtaka leikinn í ár. „Það er allt jákvætt hjá okkur og við getum ekki beðið eftir því að þetta byrji aftur. Við viljum alltaf klára þetta mót,“ sagði Sveinn að lokum.
Lengjudeildin Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir „Ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af“ „Þetta er farið að verða eitthvað annað en mótið sem við byrjuðum á,“ segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík. Hann dregur í efa að sanngjarnara sé að klára Íslandsmótið í fótbolta en að blása það af núna. 15. október 2020 15:31 Vestri nær varla að manna lið í síðustu leikjunum | Bjarni Jó hættir eftir tímabilið Lið Vestra mun varla geta mannað lið sitt ef Lengjudeild karla í knattspyrnu verður kláruð. Erlendir leikmenn liðsins fara nær allir heim á næstu dögum og óvíst hvað gerist ef deildin verður kláruð undir lok mánaðar. 15. október 2020 07:01 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi gegn KR Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
„Ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af“ „Þetta er farið að verða eitthvað annað en mótið sem við byrjuðum á,“ segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík. Hann dregur í efa að sanngjarnara sé að klára Íslandsmótið í fótbolta en að blása það af núna. 15. október 2020 15:31
Vestri nær varla að manna lið í síðustu leikjunum | Bjarni Jó hættir eftir tímabilið Lið Vestra mun varla geta mannað lið sitt ef Lengjudeild karla í knattspyrnu verður kláruð. Erlendir leikmenn liðsins fara nær allir heim á næstu dögum og óvíst hvað gerist ef deildin verður kláruð undir lok mánaðar. 15. október 2020 07:01
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn