„Ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2020 15:31 Sigurður Heiðar Höskuldsson hefur stýrt Leikni með góðum árangri og skrifaði í sumar undir samning um að þjálfa liðið áfram næstu þrjú ár. Leiknir/Haukur Gunnarsson „Þetta er farið að verða eitthvað annað en mótið sem við byrjuðum á,“ segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík. Hann dregur í efa að sanngjarnara sé að klára Íslandsmótið í fótbolta en að blása það af núna. Sigurður segir Leiknismenn ekki mótfallna því að klára mótið en bendir á að liðin í Lengjudeildinni hafi ekki setið við sama borð síðustu daga. Lið utan höfuðborgarsvæðisins mega æfa en það mega Leiknismenn ekki vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda. Miðað við orð sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag er ekki útlit fyrir að það breytist á næstunni. Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í sumar þar sem segir að Íslandsmótinu skuli lokið í síðasta lagi 1. desember, og að nóg sé að 2/3 hluta leikja sé lokið til að mótið telji. Tvær umferðir eru eftir af Lengjudeildinni og KSÍ hefur ekki gefið annað út en að enn sé stefnt á að klára mótið. Eins og staðan er núna í Lengjudeildinni færu Keflavík og Leiknir upp í Pepsi Max-deildina ef ekki yrði meira spilað, en Fram sæti eftir með sárt ennið vegna lakari markatölu en Leiknir. Menn í sóttkví, sum lið mega æfa og spilað á öðrum völlum „Það verður að hafa í huga að við erum náttúrulega í þeirri stöðu að það myndi henta okkur að mótið væri blásið af. Að sama skapi finnst okkur við búnir að vinna inn fyrir því að fara upp, það er það mikið búið af mótinu. Við verðum alla vega að fara að fá svör um hvenær við megum byrja að æfa og hvenær verður spilað,“ segir Sigurður, og bætir við: Leiknismenn hafa átt góðu gengi að fagna í sumar og gætu spilað í Pepsi Max deildinni á næsta ári.stöð 2 sport „Ef ég væri í sömu stöðu og Fram væri ég eflaust brjálaður og vildi að mótið yrði klárað sama hvað. En mér finnst sanngirnin í mótinu vera að hverfa ef það verður haldið áfram. Að minnsta kosti virðist ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af. Manni líður eins og að þetta sé að verða keppni í því hvaða lið er með fæsta í sóttkví og slíkt. Sum lið hafa getað verið að æfa á fullu en önnur ekki neitt, lið úti á landi þurfa að spila á öðrum völlum en þau eru vön vegna veðurs, og svo framvegis.“ Eiga eftir leiki við lið sem mega æfa að vild Leiknir á eftir tvo leiki, við Grindavík og Þór sem bæði hafa getað æft af fullum krafti undanfarið. Sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu voru hins vegar hertar 7. október. „Þetta er orðið langt tímabil, menn eru orðnir þreyttir, á fullu í skóla og slíkt, og svo koma tveir mikilvægustu leikirnir á ferlinum þeirra svo þeir þora varla að fara út úr húsi því þeir eru svo hræddir um að missa af leikjunum. Ef við hefðum spilað á móti Grindavík um daginn hefði ég verið með þrjá lykilmenn í sóttkví. Þetta er mjög óþægileg staða,“ segir Sigurður. Lengjudeildin Leiknir Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 KSÍ frestar öllum leikjum til og með 19. október Engir leikir verða á vegum Knattspyrnusambands Íslands fyrr en í fyrsta lagi 20. október. 9. október 2020 13:15 Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ ekki á móti sjálfkrafa bönnum en stjórnin mun ekki breyta reglunum Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
„Þetta er farið að verða eitthvað annað en mótið sem við byrjuðum á,“ segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík. Hann dregur í efa að sanngjarnara sé að klára Íslandsmótið í fótbolta en að blása það af núna. Sigurður segir Leiknismenn ekki mótfallna því að klára mótið en bendir á að liðin í Lengjudeildinni hafi ekki setið við sama borð síðustu daga. Lið utan höfuðborgarsvæðisins mega æfa en það mega Leiknismenn ekki vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda. Miðað við orð sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag er ekki útlit fyrir að það breytist á næstunni. Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í sumar þar sem segir að Íslandsmótinu skuli lokið í síðasta lagi 1. desember, og að nóg sé að 2/3 hluta leikja sé lokið til að mótið telji. Tvær umferðir eru eftir af Lengjudeildinni og KSÍ hefur ekki gefið annað út en að enn sé stefnt á að klára mótið. Eins og staðan er núna í Lengjudeildinni færu Keflavík og Leiknir upp í Pepsi Max-deildina ef ekki yrði meira spilað, en Fram sæti eftir með sárt ennið vegna lakari markatölu en Leiknir. Menn í sóttkví, sum lið mega æfa og spilað á öðrum völlum „Það verður að hafa í huga að við erum náttúrulega í þeirri stöðu að það myndi henta okkur að mótið væri blásið af. Að sama skapi finnst okkur við búnir að vinna inn fyrir því að fara upp, það er það mikið búið af mótinu. Við verðum alla vega að fara að fá svör um hvenær við megum byrja að æfa og hvenær verður spilað,“ segir Sigurður, og bætir við: Leiknismenn hafa átt góðu gengi að fagna í sumar og gætu spilað í Pepsi Max deildinni á næsta ári.stöð 2 sport „Ef ég væri í sömu stöðu og Fram væri ég eflaust brjálaður og vildi að mótið yrði klárað sama hvað. En mér finnst sanngirnin í mótinu vera að hverfa ef það verður haldið áfram. Að minnsta kosti virðist ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af. Manni líður eins og að þetta sé að verða keppni í því hvaða lið er með fæsta í sóttkví og slíkt. Sum lið hafa getað verið að æfa á fullu en önnur ekki neitt, lið úti á landi þurfa að spila á öðrum völlum en þau eru vön vegna veðurs, og svo framvegis.“ Eiga eftir leiki við lið sem mega æfa að vild Leiknir á eftir tvo leiki, við Grindavík og Þór sem bæði hafa getað æft af fullum krafti undanfarið. Sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu voru hins vegar hertar 7. október. „Þetta er orðið langt tímabil, menn eru orðnir þreyttir, á fullu í skóla og slíkt, og svo koma tveir mikilvægustu leikirnir á ferlinum þeirra svo þeir þora varla að fara út úr húsi því þeir eru svo hræddir um að missa af leikjunum. Ef við hefðum spilað á móti Grindavík um daginn hefði ég verið með þrjá lykilmenn í sóttkví. Þetta er mjög óþægileg staða,“ segir Sigurður.
Lengjudeildin Leiknir Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 KSÍ frestar öllum leikjum til og með 19. október Engir leikir verða á vegum Knattspyrnusambands Íslands fyrr en í fyrsta lagi 20. október. 9. október 2020 13:15 Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ ekki á móti sjálfkrafa bönnum en stjórnin mun ekki breyta reglunum Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
„Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32
KSÍ frestar öllum leikjum til og með 19. október Engir leikir verða á vegum Knattspyrnusambands Íslands fyrr en í fyrsta lagi 20. október. 9. október 2020 13:15
Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50