Innkastsþjálfarinn tengir liðin í riðli Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2020 11:01 Thomas Grönnemark segir leikmönnum Liverpool til á æfingu. Getty/Nick Taylor Thomas Grönnemark hefur starfað fyrir þrjú af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildar Evrópu en keppni í riðlinum hefst á miðvikudag. Hann var í bíltúr með fjölskyldu sinni í Danmörku sumarið 2018 þegar hann fékk óvænt símtal frá Jürgen Klopp. Grönnemark er ekki sérlega þekktur í knattspyrnuheiminum en þessi danski „innkastssérfræðingur“ á þó sinn þátt í gríðarlegri velgengni Liverpool á síðustu árum. Klopp hafði samband við hann eftir að hafa lesið grein í þýsku blaði um að með hjálp Grönnemark hefði Andreas Poulsen, bakvörður Borussia Mönchengladbach, lengt innköstin sín um 14 metra. Ekki svo að skilja að Klopp hafi viljað eignast sinn eigin Rory Delap og fara að gera út á löng innköst. Nei, innkastsfræðin eru flóknari en svo, segir Grönnemark. Klopp hafi hins vegar sagt að Liverpool missti boltann of oft eftir innköst. Hann réði því Danann til starfa og það hefur borið árangur. Innköst Andy Robertson lengdust um átta metra Grönnemark á sjálfur heimsmetið þegar kemur að lengd innkasta, með 51,33 metra heljarstökksinnkasti árið 2010. En hann hefur kennt leikmönnum Liverpool fleira en að kasta lengra, nefnilega að kasta fastar og sýna meiri kænsku. Hann segir Andy Robertson, sem hafi aðeins getað kastað 19 metra þegar þeir kynntust en geti nú kastað 27 metra, og Trent Alexander-Arnold vera þá bestu í heiminum þegar kemur að innköstum. Jürgen Klopp og Thomas Grönnemark.@ThomasThrowin Grönnemark hefur starfað fyrir fleiri félög en Liverpool og þannig vill til að hann hefur unnið hjá þremur af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildarinnar. Grönnemark hefur nefnilega einnig hjálpað leikmönnum Midtjylland í Danmörku og Ajax í Hollandi að útfæra innköst sín betur, og spurning hvort það kemur til með að bitna á fjórða liðinu í riðlinum, Atalanta. Keppni í riðlinum hefst á miðvikudagskvöld. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Thomas Grönnemark hefur starfað fyrir þrjú af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildar Evrópu en keppni í riðlinum hefst á miðvikudag. Hann var í bíltúr með fjölskyldu sinni í Danmörku sumarið 2018 þegar hann fékk óvænt símtal frá Jürgen Klopp. Grönnemark er ekki sérlega þekktur í knattspyrnuheiminum en þessi danski „innkastssérfræðingur“ á þó sinn þátt í gríðarlegri velgengni Liverpool á síðustu árum. Klopp hafði samband við hann eftir að hafa lesið grein í þýsku blaði um að með hjálp Grönnemark hefði Andreas Poulsen, bakvörður Borussia Mönchengladbach, lengt innköstin sín um 14 metra. Ekki svo að skilja að Klopp hafi viljað eignast sinn eigin Rory Delap og fara að gera út á löng innköst. Nei, innkastsfræðin eru flóknari en svo, segir Grönnemark. Klopp hafi hins vegar sagt að Liverpool missti boltann of oft eftir innköst. Hann réði því Danann til starfa og það hefur borið árangur. Innköst Andy Robertson lengdust um átta metra Grönnemark á sjálfur heimsmetið þegar kemur að lengd innkasta, með 51,33 metra heljarstökksinnkasti árið 2010. En hann hefur kennt leikmönnum Liverpool fleira en að kasta lengra, nefnilega að kasta fastar og sýna meiri kænsku. Hann segir Andy Robertson, sem hafi aðeins getað kastað 19 metra þegar þeir kynntust en geti nú kastað 27 metra, og Trent Alexander-Arnold vera þá bestu í heiminum þegar kemur að innköstum. Jürgen Klopp og Thomas Grönnemark.@ThomasThrowin Grönnemark hefur starfað fyrir fleiri félög en Liverpool og þannig vill til að hann hefur unnið hjá þremur af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildarinnar. Grönnemark hefur nefnilega einnig hjálpað leikmönnum Midtjylland í Danmörku og Ajax í Hollandi að útfæra innköst sín betur, og spurning hvort það kemur til með að bitna á fjórða liðinu í riðlinum, Atalanta. Keppni í riðlinum hefst á miðvikudagskvöld. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira