Það verður nóg af leikjum á Stöð 2 Sport og hliðarrásum um helgina. Hins vegar er mjög rólegt í dag enda engir leikir hér á landi í neinum íþróttum.
Það stöðvar þó ekki Domino´s Körfuboltakvöld en þar verður farið yfir allt milli himins og jarðar í kvöld. Er þátturinn á dagskrá frá 21.15 til 22.35 á Stöð 2 Sport.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 18.45 taka Wayne Rooney og félagar í Derby County á móti Watford í ensku B-deildinni. Orðrómar fóru af stað í gær um að Rooney gæti tekið við sem þjálfara liðsins hvað á hverju þar sem Derby hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum á leiktíðinni.
Watford eru í aðeins betri málum með tvo sigra, eitt jafntefli og eitt tap í fyrstu fjórum leikjum sínum. Liðinu gengur hins vegar bölvanlega að skora en markatala liðsins er 2-1 sem stendur.
Golfstöðin
Opna skoska meistaramótið í golfi er á dagskrá frá 11.30 til 16.30. Mótið er hlutið af Evrópumótaröðinni.