Málamiðlun hverra? Helga Vala Helgadóttir skrifar 17. október 2020 08:01 Barátta jafnaðarmanna fyrir nýrri stjórnarskrá hefur staðið áratugum saman. Vilmundur Gylfason og Jóhanna Sigurðardóttir voru í fararbroddi þeirra sem ítrekað töluðu fyrir nýrri stjórnarskrá en á undan þeim höfðu forverar þeirra á þingi ítrekað lagt til stöku breytingar á þeirri bráðabirgðastjórnarskrá sem danski konungurinn færði sinni nýlenduþjóð. Ákallið eftir nýrri og breyttri stjórnarskrá jókst eftir bankahrunið 2008. Jóhanna Sigurðardóttir setti málið á dagskrá þegar hún tók við lyklunum í stjórnarráðinu og hófst þá “víðfeðmasta og lýðræðislegasta starf að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina” eins og frú Vigdís Finnbogadóttir komst svo réttilega að orði. Stjórnlaganefnd var sett á fót. 1000 manna þjóðfundur fólks af öllu landinu, sem valið var með slembiúrtaki, sat á rökstólum um þau gildi og markmið sem ættu að vera í samfélagssáttmála íslenskrar þjóðar. Stjórnlagaþing var kjörið og síðan stjórnlagaráð skipað af Alþingi þar sem raddir ólíkra afla úr samfélaginu fengu hvert sitt sæti. Ráðið vann um nokkurra mánaða skeið og afhenti Alþingi drög að nýrri stjórnarskrá sem borin var undir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu. Yfirgnæfandi meirihluti vildi að á því verki yrði byggt og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis lauk vinnu við frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga byggt á verki stjórnlagaráðs, að vilja þjóðarinnar. Íslenska þjóðin hefur beðið nógu lengi Enn hefur ný stjórnskrá ekki verið lögfest. Aftur leyfi ég mér að vitna í orð frú Vigdísar Finnbogadóttur sem segir að íslenska þjóðin hafi beðið nógu lengi. Ég er henni innilega sammála. Hið lýðræðislega ferli sem hófst árið 2009 er ekki ónýtt, langt í frá. Það þarf bara að bera virðingu fyrir því og endurvekja. Bera virðingu fyrir þeim kröftum sem þar bjuggu að baki, þeim samtakamætti þjóðarinnar sem kom saman á þjóðfundi, þeim rúmlega 500 einstaklingum sem buðu fram krafta sína á stjórnlagaþing, öllum þeim sem komu saman til að kjósa fulltrúa á þingið, vinnu fulltrúanna og loks þjóðarinnar sem kaus í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Það er svo mikilvægt fyrir áframhaldandi samstöðu þessarar fámennu þjóðar að láta ekki eins og þetta lýðræðislegasta ferli við stjórnarskrárgerð sem þekkist á byggðu bóli hafi ekki átt sér stað. Hver hefur valdið? Með því að hunsa allt þetta mikilvæga ferli og búa til sitt eigið er forsætisráðherra að gera lítið úr þúsundum einstaklinga sem lögðu sig fram í fallegu og heiðarlegu samtali við fjölda fólks. Gerð var tilraun til einhvers konar samráðs á þessu kjörtímabili með rökræðukönnun og svo fundi í Laugardalshöll þar sem rúm 200 manns sátu og fengu efni til umræðu, sem afmarkað hafði verið af stjórnvöldum. Nýja stjórnarskráin var hvergi nærri og þeir sem óskuðu eftir að fá að ræða hana voru vinsamlegast beðnir um að halda sig við hið afmarkaða efni. Niðurstaða þessa [meinta] samráðs virðist svo hafa lent ofan í skúffu ef marka má umsögn Jóns Ólafssonar, sem var einn þeirra sem fór fyrir rökræðukönnuninni. Í umsögn sinni við frumvarpsdrög um forsetakaflann, sem lögð voru í samráðsgátt stjórnvalda, kemst Jón svo að orði að í frumvarpinu sé nánast ekkert reynt að tengja tillögur, röksemdir og útskýringar í frumvarpinu við almenningssamráðið. Segir hann að vísanir til einstakra þátta samráðsins séu tilviljanakenndar og á stöku stað villandi. Ekki sé reynt með neinum kerfisbundnum hætti að byggja á samráðinu þegar svo vill til að niðurstöður almenningssamráðsins séu í samræmi við frumvarpsdrögin og engin tilraun sé gerð til að skýra frávik frá samráðinu í þeim atriðum eins og þau komi fram í frumvarpsdrögunum þegar aðrar leiðir eru valdar. Segir Jón „almenningssamráðið að sumu leyti vannýtt í greinargerðinni og frumvarpinu sjálfu, en að öðru leyti sniðgengið“. Þannig virðist sem svokallað samráð ríkisstjórnarinnar í þessu máli sé eingöngu í orði en sjáist ekki á borði. Það er svo sem kunnuglegt stef fyrir okkur í stjórnarandstöðunni. Hvað er samstaða um breytingar? Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með fulltrúum stjórnarflokkanna réttlæta þetta ferli sem hafið var á því kjörtímabili sem senn lýkur. Réttlætingin fyrir þeim bútasaumi sem þjóðinni er boðið upp á er ávallt sú að reynt sé að skapa sem breiðasta samstöðu um breytingarnar á stjórnarskránni. Það blasir við að bútasaumstilraun forsætisráðherra mun líkast til ekki einu sinni nást í gegnum ríkisstjórnarflokkana svo það er spurning hvar hin breiða samstaða á þá að liggja. Þessi tilraun, þar sem farin er sú leið að gera sem minnst til að styggja ekki þann stjórnarflokk sem grimmilegast hefur um áratugaskeið barist gegn nauðsynlegum lýðræðislegum breytingum, virðist vera strönduð á skeri og þá er helst hrópað að þau sem vilja byggja á fyrra ferli séu ekki nógu dugleg í málamiðlunum! Nú held ég að mál sé að endurvekja bráðabirgðaákvæði það sem fallist var á að setja í stjórnarskrá árið 2013 þess efnis að hægt væri að gera breytingar á stjórnarskrá án tveggja þingkosninga á milli. Ferlið er löngu byrjað. Við þurfum að bera virðingu fyrir því og ljúka með sóma. Fyrir því er skýr vilji meirihluta þjóðarinnar og hann ber að virða. Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Barátta jafnaðarmanna fyrir nýrri stjórnarskrá hefur staðið áratugum saman. Vilmundur Gylfason og Jóhanna Sigurðardóttir voru í fararbroddi þeirra sem ítrekað töluðu fyrir nýrri stjórnarskrá en á undan þeim höfðu forverar þeirra á þingi ítrekað lagt til stöku breytingar á þeirri bráðabirgðastjórnarskrá sem danski konungurinn færði sinni nýlenduþjóð. Ákallið eftir nýrri og breyttri stjórnarskrá jókst eftir bankahrunið 2008. Jóhanna Sigurðardóttir setti málið á dagskrá þegar hún tók við lyklunum í stjórnarráðinu og hófst þá “víðfeðmasta og lýðræðislegasta starf að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina” eins og frú Vigdís Finnbogadóttir komst svo réttilega að orði. Stjórnlaganefnd var sett á fót. 1000 manna þjóðfundur fólks af öllu landinu, sem valið var með slembiúrtaki, sat á rökstólum um þau gildi og markmið sem ættu að vera í samfélagssáttmála íslenskrar þjóðar. Stjórnlagaþing var kjörið og síðan stjórnlagaráð skipað af Alþingi þar sem raddir ólíkra afla úr samfélaginu fengu hvert sitt sæti. Ráðið vann um nokkurra mánaða skeið og afhenti Alþingi drög að nýrri stjórnarskrá sem borin var undir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu. Yfirgnæfandi meirihluti vildi að á því verki yrði byggt og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis lauk vinnu við frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga byggt á verki stjórnlagaráðs, að vilja þjóðarinnar. Íslenska þjóðin hefur beðið nógu lengi Enn hefur ný stjórnskrá ekki verið lögfest. Aftur leyfi ég mér að vitna í orð frú Vigdísar Finnbogadóttur sem segir að íslenska þjóðin hafi beðið nógu lengi. Ég er henni innilega sammála. Hið lýðræðislega ferli sem hófst árið 2009 er ekki ónýtt, langt í frá. Það þarf bara að bera virðingu fyrir því og endurvekja. Bera virðingu fyrir þeim kröftum sem þar bjuggu að baki, þeim samtakamætti þjóðarinnar sem kom saman á þjóðfundi, þeim rúmlega 500 einstaklingum sem buðu fram krafta sína á stjórnlagaþing, öllum þeim sem komu saman til að kjósa fulltrúa á þingið, vinnu fulltrúanna og loks þjóðarinnar sem kaus í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Það er svo mikilvægt fyrir áframhaldandi samstöðu þessarar fámennu þjóðar að láta ekki eins og þetta lýðræðislegasta ferli við stjórnarskrárgerð sem þekkist á byggðu bóli hafi ekki átt sér stað. Hver hefur valdið? Með því að hunsa allt þetta mikilvæga ferli og búa til sitt eigið er forsætisráðherra að gera lítið úr þúsundum einstaklinga sem lögðu sig fram í fallegu og heiðarlegu samtali við fjölda fólks. Gerð var tilraun til einhvers konar samráðs á þessu kjörtímabili með rökræðukönnun og svo fundi í Laugardalshöll þar sem rúm 200 manns sátu og fengu efni til umræðu, sem afmarkað hafði verið af stjórnvöldum. Nýja stjórnarskráin var hvergi nærri og þeir sem óskuðu eftir að fá að ræða hana voru vinsamlegast beðnir um að halda sig við hið afmarkaða efni. Niðurstaða þessa [meinta] samráðs virðist svo hafa lent ofan í skúffu ef marka má umsögn Jóns Ólafssonar, sem var einn þeirra sem fór fyrir rökræðukönnuninni. Í umsögn sinni við frumvarpsdrög um forsetakaflann, sem lögð voru í samráðsgátt stjórnvalda, kemst Jón svo að orði að í frumvarpinu sé nánast ekkert reynt að tengja tillögur, röksemdir og útskýringar í frumvarpinu við almenningssamráðið. Segir hann að vísanir til einstakra þátta samráðsins séu tilviljanakenndar og á stöku stað villandi. Ekki sé reynt með neinum kerfisbundnum hætti að byggja á samráðinu þegar svo vill til að niðurstöður almenningssamráðsins séu í samræmi við frumvarpsdrögin og engin tilraun sé gerð til að skýra frávik frá samráðinu í þeim atriðum eins og þau komi fram í frumvarpsdrögunum þegar aðrar leiðir eru valdar. Segir Jón „almenningssamráðið að sumu leyti vannýtt í greinargerðinni og frumvarpinu sjálfu, en að öðru leyti sniðgengið“. Þannig virðist sem svokallað samráð ríkisstjórnarinnar í þessu máli sé eingöngu í orði en sjáist ekki á borði. Það er svo sem kunnuglegt stef fyrir okkur í stjórnarandstöðunni. Hvað er samstaða um breytingar? Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með fulltrúum stjórnarflokkanna réttlæta þetta ferli sem hafið var á því kjörtímabili sem senn lýkur. Réttlætingin fyrir þeim bútasaumi sem þjóðinni er boðið upp á er ávallt sú að reynt sé að skapa sem breiðasta samstöðu um breytingarnar á stjórnarskránni. Það blasir við að bútasaumstilraun forsætisráðherra mun líkast til ekki einu sinni nást í gegnum ríkisstjórnarflokkana svo það er spurning hvar hin breiða samstaða á þá að liggja. Þessi tilraun, þar sem farin er sú leið að gera sem minnst til að styggja ekki þann stjórnarflokk sem grimmilegast hefur um áratugaskeið barist gegn nauðsynlegum lýðræðislegum breytingum, virðist vera strönduð á skeri og þá er helst hrópað að þau sem vilja byggja á fyrra ferli séu ekki nógu dugleg í málamiðlunum! Nú held ég að mál sé að endurvekja bráðabirgðaákvæði það sem fallist var á að setja í stjórnarskrá árið 2013 þess efnis að hægt væri að gera breytingar á stjórnarskrá án tveggja þingkosninga á milli. Ferlið er löngu byrjað. Við þurfum að bera virðingu fyrir því og ljúka með sóma. Fyrir því er skýr vilji meirihluta þjóðarinnar og hann ber að virða. Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar