Fjórir Íslendingar komnir til Póllands til að keppa á HM í hálfu maraþoni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 16:31 Fulltrúar Íslands á HM í hálfu marnaþoni í ár eru Andrea Kolbeinsdóttir, Arnar Pétursson, Elín Edda Sigurðardóttir og Hlynur Andrésson. FRÍ Fjórir af fremstu langhlaupurum Íslands munu keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í hálfu maraþoni sem fer fram á morgun í Póllandi. Keppendur eru alls 283 talsins frá 62 löndum. Hlaupið verður eina alþjóðlega mótið á vegum World Athletics á þessu ári og á meðal keppenda verða fremstu hlauparar heims. Ísland sendir sitt allra sterkasta lið en þar eru Andrea Kolbeinsdóttir, Arnar Pétursson, Elín Edda Sigurðardóttir og Hlynur Andrésson. Fríða Rún Þórðardóttir er liðsstjóri. Heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni fer fram á laugardaginn, 17. október í Póllandi. Fjórir af fremstu langhlaupurum...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Þriðjudagur, 13. október 2020 Frjálsíþróttasamband Íslands sagði frá þátttöku okkar fólks á heimasíðu sinni og þar var um leið aðeins farið yfir afrekaskrá hvers og eins keppenda sem má sjá hér fyrir neðan. Hlaupið fer fram í borginni Gdynia sem er norður af Gdansk og stendur við Eystrasaltið. Andrea og Elín Edda eru báðar margfaldir Íslandsmeistarar í langhlaupum og eiga þær annan og þriðja besta tíma íslenskra kvenna í hálfu maraþoni frá upphafi. Aðeins átta sekúndur skilja þær að þar sem Elín á betri tíma. Elín Edda hefur einnig hlaupið næst hraðasta maraþon íslenskrar konu. Andrea á stúlknamet 18-19 og 20-22 ára í hálfu maraþoni ásamt því að eiga Íslandsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Arnar er í þriðja sæti íslenska afrekalistans í hálfu maraþoni og Hlynur í því sjöunda. Þeir eru einnig báðir margfaldir Íslandsmeistarar í langhlaupum. Helsta grein Arnars er maraþon þar sem hann á fjórða besta tíma Íslendings frá upphafi og hefur hann sett stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í þeirri grein. Hlynur hefur hins vegar einbeitt sér meira að styttri vegalengdum og þar á hann fjölda Íslandsmeta allt frá 1500 metrum og upp í 10.000 metra. watch on YouTube Íslenska liðið mætir sterkum erlendum keppendum þar sem þar á meðal eru nokkrir heimsmethafar. Þar má nefna Ababel Yeshaneh frá Eþópíu sem á heimsmetið í hálfu maraþoni, Sifan Hassan frá Hollandi sem á heimsmetin í mílu hlaupi og 5 km götuhlaupi og Joshua Cheptegei frá Úganda sem á heimsmetin í 5 km götuhlaupi og 5.000 og 10.000 metra hlaupi á braut. Kvennahlaupið hefst klukkan 9 á morgun á íslenskum tíma og karlahlaupið klukkan 10:30. Samhliða hlaupinu verður haldið „virtual mass race“ þar sem fólk getur skráð sig og hlaupið hálft maraþon á sama tíma hvar sem er í heiminum. Hver sem er getur skráð sig og er það gjaldfrjálst. Hér má finna ítarlegri upplýsingar. Frjálsar íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Fjórir af fremstu langhlaupurum Íslands munu keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í hálfu maraþoni sem fer fram á morgun í Póllandi. Keppendur eru alls 283 talsins frá 62 löndum. Hlaupið verður eina alþjóðlega mótið á vegum World Athletics á þessu ári og á meðal keppenda verða fremstu hlauparar heims. Ísland sendir sitt allra sterkasta lið en þar eru Andrea Kolbeinsdóttir, Arnar Pétursson, Elín Edda Sigurðardóttir og Hlynur Andrésson. Fríða Rún Þórðardóttir er liðsstjóri. Heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni fer fram á laugardaginn, 17. október í Póllandi. Fjórir af fremstu langhlaupurum...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Þriðjudagur, 13. október 2020 Frjálsíþróttasamband Íslands sagði frá þátttöku okkar fólks á heimasíðu sinni og þar var um leið aðeins farið yfir afrekaskrá hvers og eins keppenda sem má sjá hér fyrir neðan. Hlaupið fer fram í borginni Gdynia sem er norður af Gdansk og stendur við Eystrasaltið. Andrea og Elín Edda eru báðar margfaldir Íslandsmeistarar í langhlaupum og eiga þær annan og þriðja besta tíma íslenskra kvenna í hálfu maraþoni frá upphafi. Aðeins átta sekúndur skilja þær að þar sem Elín á betri tíma. Elín Edda hefur einnig hlaupið næst hraðasta maraþon íslenskrar konu. Andrea á stúlknamet 18-19 og 20-22 ára í hálfu maraþoni ásamt því að eiga Íslandsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Arnar er í þriðja sæti íslenska afrekalistans í hálfu maraþoni og Hlynur í því sjöunda. Þeir eru einnig báðir margfaldir Íslandsmeistarar í langhlaupum. Helsta grein Arnars er maraþon þar sem hann á fjórða besta tíma Íslendings frá upphafi og hefur hann sett stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í þeirri grein. Hlynur hefur hins vegar einbeitt sér meira að styttri vegalengdum og þar á hann fjölda Íslandsmeta allt frá 1500 metrum og upp í 10.000 metra. watch on YouTube Íslenska liðið mætir sterkum erlendum keppendum þar sem þar á meðal eru nokkrir heimsmethafar. Þar má nefna Ababel Yeshaneh frá Eþópíu sem á heimsmetið í hálfu maraþoni, Sifan Hassan frá Hollandi sem á heimsmetin í mílu hlaupi og 5 km götuhlaupi og Joshua Cheptegei frá Úganda sem á heimsmetin í 5 km götuhlaupi og 5.000 og 10.000 metra hlaupi á braut. Kvennahlaupið hefst klukkan 9 á morgun á íslenskum tíma og karlahlaupið klukkan 10:30. Samhliða hlaupinu verður haldið „virtual mass race“ þar sem fólk getur skráð sig og hlaupið hálft maraþon á sama tíma hvar sem er í heiminum. Hver sem er getur skráð sig og er það gjaldfrjálst. Hér má finna ítarlegri upplýsingar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti