Býst við að harðra aðgerða verði þörf þar til bóluefni kemur fram Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2020 18:58 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, undirbýr jarðveginn fyrir að grípa gæti þurft oftar til harðra aðgerða jafnvel eftir að núverandi bylgja faraldursins gengur niður í minnisblaði sínu til ráðherra um framhald sóttvarnaaðgerða. Vísir/Vilhelm Íslenskt samfélag þarf að búa sig undir að kórónuveirusmit verði í samfélaginu næstu mánuðina og að líklegt sé að á einhverjum tímapunktum þurfi að beita hörðum aðgerðum til að koma í veg fyrir stóra faraldra, að mati sóttvarnalæknis. Í minnisblaði hans til ráðherra segir hann faraldurinn nú í línulegum vexti en ekki veldisvexti, líklega vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Hertar sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi 6. október vegna hraðrar útbreiðslu faraldursins á höfuðborgarsvæðinu renna út á mánudaginn. Heilbrigðisráðuneytið greindi frá því í dag að aðgerðirnar yrðu áfram í gildi og hertar nokkuð á landsvísu. Frá og með þriðjudegi verði þannig grímuskylda á tilteknum stöðum um allt landið og tveggja metra fjarlægðarregla taki aftur gildi á landsbyggðinni. Þá verður allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar á höfuðborgarsvæðinu stöðvað tímabundið. Endanleg reglugerð um sóttvarnaaðgerðirnar verður kynnt í næstu viku. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, til heilbrigðisráðherra kemur fram að daglegur fjöldi tilfella hafi verið á bilinu 50-100 frá því að gripið var til hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sé faraldurinn í línulegum vexti en ekki veldisvexti. Hann telur líklegt að það muni taka nokkuð lengri tíma en eina til tvær vikur að sjá árangur af aðgerðunum þar sem veiran hafi náð að hreiðra um sig víða í samfélaginu. Hægt muni ganga að ná faraldrinum niður. „Að mínu mati þarf því íslenskt samfélag að búa sig undir að hér verði smit í þjóðfélaginu næstu mánuðina og líklegt að á einhverjum tímapunktum þurfi að beita hörðum aðgerðum til koma í veg fyrir stóra faraldra. Þetta ástand verður að líkindum viðvarandi þar til virkt og öruggt bóluefni verður tilbúið til notkunar sem verður líklega einhvern tíma á næsta ári,“ segir í minnisblaðinu. Telur Þórólfur ráðlegt að halda takmörkunum í gildi næstu tvær til þrjár vikurnar frá 20. október með möguleika á endurskoðun ef áhættumat breytist. „Ég vænti þess að þegar við förum að sjá faraldurinn ganga niður verði hægt að slaka á þeim aðgerðum sem nú eru í gangi. Samkvæmt fyrri reynslu og leiðbeiningum alþjóða stofnana þarf þó að fara með gát í öllum tilslökunum,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýsmituðum gæti fækkað heldur á næstu tíu dögum Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. 16. október 2020 14:52 Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Íslenskt samfélag þarf að búa sig undir að kórónuveirusmit verði í samfélaginu næstu mánuðina og að líklegt sé að á einhverjum tímapunktum þurfi að beita hörðum aðgerðum til að koma í veg fyrir stóra faraldra, að mati sóttvarnalæknis. Í minnisblaði hans til ráðherra segir hann faraldurinn nú í línulegum vexti en ekki veldisvexti, líklega vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Hertar sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi 6. október vegna hraðrar útbreiðslu faraldursins á höfuðborgarsvæðinu renna út á mánudaginn. Heilbrigðisráðuneytið greindi frá því í dag að aðgerðirnar yrðu áfram í gildi og hertar nokkuð á landsvísu. Frá og með þriðjudegi verði þannig grímuskylda á tilteknum stöðum um allt landið og tveggja metra fjarlægðarregla taki aftur gildi á landsbyggðinni. Þá verður allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar á höfuðborgarsvæðinu stöðvað tímabundið. Endanleg reglugerð um sóttvarnaaðgerðirnar verður kynnt í næstu viku. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, til heilbrigðisráðherra kemur fram að daglegur fjöldi tilfella hafi verið á bilinu 50-100 frá því að gripið var til hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sé faraldurinn í línulegum vexti en ekki veldisvexti. Hann telur líklegt að það muni taka nokkuð lengri tíma en eina til tvær vikur að sjá árangur af aðgerðunum þar sem veiran hafi náð að hreiðra um sig víða í samfélaginu. Hægt muni ganga að ná faraldrinum niður. „Að mínu mati þarf því íslenskt samfélag að búa sig undir að hér verði smit í þjóðfélaginu næstu mánuðina og líklegt að á einhverjum tímapunktum þurfi að beita hörðum aðgerðum til koma í veg fyrir stóra faraldra. Þetta ástand verður að líkindum viðvarandi þar til virkt og öruggt bóluefni verður tilbúið til notkunar sem verður líklega einhvern tíma á næsta ári,“ segir í minnisblaðinu. Telur Þórólfur ráðlegt að halda takmörkunum í gildi næstu tvær til þrjár vikurnar frá 20. október með möguleika á endurskoðun ef áhættumat breytist. „Ég vænti þess að þegar við förum að sjá faraldurinn ganga niður verði hægt að slaka á þeim aðgerðum sem nú eru í gangi. Samkvæmt fyrri reynslu og leiðbeiningum alþjóða stofnana þarf þó að fara með gát í öllum tilslökunum,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýsmituðum gæti fækkað heldur á næstu tíu dögum Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. 16. október 2020 14:52 Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Nýsmituðum gæti fækkað heldur á næstu tíu dögum Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. 16. október 2020 14:52
Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22
Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53