Tottenham og West Ham nældu í tvo af betri mönnum B-deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 10:30 Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham Hotspur og West Ham United nýttu sér það að félagaskiptagluggi ensku B-deildarinnar lokaði ekki fyrri en seinni partinn í gær. Fengu þau bæði eftirsótta leikmenn úr deildinni rétt áður en glugginn lokaði. Sóknarþungi West Ham eykst Said Benrahma, vængmaður frá Alsír, hefur gert það mjög gott með Brentford undanfarin tvö ár. Hann var mikilvægur hlekkur í frábæru liði Brentford sem fór alla leið í úrslitaleik umspilsins um sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Alls skoraði hann 17 mörk í 43 leikjum. Benrahma fer nú á láni til West Ham út tímabilið og mun félagið kaupa hann eftir það. West Ham borgar Brentford fimm milljónir punda fyrir lánssamninginn. Í samningnum er tekið fram að West Ham skuldbindi sig til að kaupa leikmanninn fyrir 20 milljónir punda næsta sumar. Aðrar fimm milljónir punda gætu svo bæst við en þær eru tengdar árangri Benrahma hjá félaginu. Innan við tvö ár eru síðan Brentfort keypti leikmanninn á aðeins þrjár milljónir punda frá franska félaginu Nice. Síðan þá hefur hann næstum tífaldast í verði. Benrahma er spenntur fyrir tilhugsununni að spila með jafn sögufrægu liði og West Ham. Hann mun vera í treyju númer níu. #WelcomeSaid pic.twitter.com/SO0YR1BnaG— West Ham United (@WestHam) October 16, 2020 Mourinho nældi í miðvörð Ef það er eitthvað sem José Mourinho, þjálfara Tottenham Hotspur, finnst skemmtilegt þá er það að festa kaup á ungum og efnilegum miðvörðum. Það hefur gengið ágætlega hjá honum í gegnum tíðina þó þeir tveir sem hann hafi keypt hjá Manchester United hefi ekki endilega náð þeim hæðum sem hann spáði. Mourinho hefur nú ætt við varnarlínu Tottenham en Joe Rodon skrifaði undir fimm ára samning við félagið í gær. Hinn 22 ára gamli Rodon kemur frá Swansea City og kostar Tottenham 11 milljónir punda. Einnig er ákveðin upphæð tengd árangri hans hjá Lundúnaliðinu. Rodon hefur verið fastamaður í liði Swansea síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið tímabilið 2018-2019. Alls lék hann 54 leiki fyrir B-deildarliðið sem er staðsett í Wales en Rodon er Walesverji. Lék Rodon alla þrjá landsleiki liðsins í landsleikjatörninni sem var að ljúka. Alls hefur hann spilað sjö sinnum fyrir þjóð sína. Er honum ætlað að auka breiddina í varnarlínu Tottenham en Jan Vertonghen fór til portúgalska liðsins Benfica í sumar og Juan Foyth fór á láni til Villareal á Spáni. Miðvörðurinn er sjöundi leikmaðurinn sem Mourinho fær til sín í glugganum. Hann verður þriðji Walesverjinn í hópnum en fyrir eru bakvörðurinn Ben Davies og svo að sjálfsögðu Gareth Bale. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira
Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham Hotspur og West Ham United nýttu sér það að félagaskiptagluggi ensku B-deildarinnar lokaði ekki fyrri en seinni partinn í gær. Fengu þau bæði eftirsótta leikmenn úr deildinni rétt áður en glugginn lokaði. Sóknarþungi West Ham eykst Said Benrahma, vængmaður frá Alsír, hefur gert það mjög gott með Brentford undanfarin tvö ár. Hann var mikilvægur hlekkur í frábæru liði Brentford sem fór alla leið í úrslitaleik umspilsins um sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Alls skoraði hann 17 mörk í 43 leikjum. Benrahma fer nú á láni til West Ham út tímabilið og mun félagið kaupa hann eftir það. West Ham borgar Brentford fimm milljónir punda fyrir lánssamninginn. Í samningnum er tekið fram að West Ham skuldbindi sig til að kaupa leikmanninn fyrir 20 milljónir punda næsta sumar. Aðrar fimm milljónir punda gætu svo bæst við en þær eru tengdar árangri Benrahma hjá félaginu. Innan við tvö ár eru síðan Brentfort keypti leikmanninn á aðeins þrjár milljónir punda frá franska félaginu Nice. Síðan þá hefur hann næstum tífaldast í verði. Benrahma er spenntur fyrir tilhugsununni að spila með jafn sögufrægu liði og West Ham. Hann mun vera í treyju númer níu. #WelcomeSaid pic.twitter.com/SO0YR1BnaG— West Ham United (@WestHam) October 16, 2020 Mourinho nældi í miðvörð Ef það er eitthvað sem José Mourinho, þjálfara Tottenham Hotspur, finnst skemmtilegt þá er það að festa kaup á ungum og efnilegum miðvörðum. Það hefur gengið ágætlega hjá honum í gegnum tíðina þó þeir tveir sem hann hafi keypt hjá Manchester United hefi ekki endilega náð þeim hæðum sem hann spáði. Mourinho hefur nú ætt við varnarlínu Tottenham en Joe Rodon skrifaði undir fimm ára samning við félagið í gær. Hinn 22 ára gamli Rodon kemur frá Swansea City og kostar Tottenham 11 milljónir punda. Einnig er ákveðin upphæð tengd árangri hans hjá Lundúnaliðinu. Rodon hefur verið fastamaður í liði Swansea síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið tímabilið 2018-2019. Alls lék hann 54 leiki fyrir B-deildarliðið sem er staðsett í Wales en Rodon er Walesverji. Lék Rodon alla þrjá landsleiki liðsins í landsleikjatörninni sem var að ljúka. Alls hefur hann spilað sjö sinnum fyrir þjóð sína. Er honum ætlað að auka breiddina í varnarlínu Tottenham en Jan Vertonghen fór til portúgalska liðsins Benfica í sumar og Juan Foyth fór á láni til Villareal á Spáni. Miðvörðurinn er sjöundi leikmaðurinn sem Mourinho fær til sín í glugganum. Hann verður þriðji Walesverjinn í hópnum en fyrir eru bakvörðurinn Ben Davies og svo að sjálfsögðu Gareth Bale.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira