Vilja að enska úrvalsdeildin skoði ákvarðanir myndbandsdómara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. október 2020 10:25 Hér má sjá tæklingu Pickford á Van Dijk sem leiddi til þess að sá síðarnefndi þurfti að yfirgefa leikvöllinn. Laurence Griffiths/Getty Images Myndbandsdómgæsla í ensku úrvalsdeildinni [VAR] heldur áfram að valda knattspyrnufólki sem og stuðningsfólki miklum vonbrigðum. Englandsmeistarar Liverpool eru vægast sagt ósáttir með dómgæsluna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton á Goodison Park í gær og hafa beðið ensku úrvalsdeildina um að skoða málið betur. Markvörður Everton, Jordan Pickford, tæklaði hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk illa innan teigs og þurfti sá hollenski að fara meiddur af velli. Pickford hlaut enga refsingu þar sem rangstaða var dæmd í aðdraganda sóknarinnar. Þetta var í upphafi leiks en það var svo undir lok leiksins sem Jordan Henderson hélt hann hefði tryggt Liverpool sigurinn. Liverpool are understood to have asked the Premier League to investigate the application of VAR in two controversial decisions during their 2-2 draw at Everton on Saturday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 17, 2020 Skoraði fyrirliðinn það sem virtist vera fullkomlega löglegt mark og staðan orðin 3-2 Liverpool í vil. Allt kom fyrir ekki og var olnbogi, eða hluti af honum, Sadio Mané fyrir innan í aðdraganda marksins og því rangstaða dæmd. Ekkert mark og lokatölur 2-2 á Goodison Park. Liverpool hefur nú beðið forráðamenn úrvalsdeildarinnar um að skoða hvernig VAR var notað í leiknum. Sky Sports greinir frá. Liverpool vill fá að vita af hverju atvikið þar sem Pickford fer á fleygiferð í fætur Van Dijk var ekki skoðað betur. Félagið vill einnig útskýringu á því hvernig Mané var rangstæður. Þá hefur verið sett spurningamerki við það hvenær myndbandið var stöðvað í sókninni þar olnboginn á Mané rataði í rangstöðu en um millimetraspursmál var að ræða. Liverpool have an injury-time winner ruled out because Sadio Mane is deemed offside #EVELIV pic.twitter.com/8EGRH56szJ— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) October 17, 2020 Eftir leik ræddi Henderson við blaðamenn og taldi reglurnar beygðar að hentisemi dómara. „Það verður að vera rangstaða með VAR, það er það sem allir vilja. Ég held að þeir beygi stundum línurnar, til að gera þetta að rangstöðu. Ég er ekki viss um hvernig þeir gera það en ég hef séð þá gera það áður.“ Talið er mögulegt að Van Dijk sé með slitið krossband í hné en Liverpool hefur ekkert gefið út um málið að svo stöddu. Það er ljóst að ef Van Dijk missir af því sem eftir lifir leiktíð þá er það meira högg fyrir Liverpool heldur en að tapa tveimur stigum í gær. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Thiago færði Klopp slæmar fréttir eftir leik Thiago þurfti langa aðhlynningu á vellinum en var að lokum fær um að klára leikinn. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir Thiago hafa fært sér slæmar fréttir eftir leik. 17. október 2020 22:30 Ancelotti ánægður með ákvörðun VAR Það var boðið upp á dramatík í nágrannaslagnum um Liverpool-borg í gær þegar Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli. 18. október 2020 08:01 Besti leikur okkar hér undir minni stjórn Þjálfari Liverpool var ánægður með frammistöðu sinna manna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton í dag. Leikið var á Goodison Park. 17. október 2020 15:26 Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Myndbandsdómgæsla í ensku úrvalsdeildinni [VAR] heldur áfram að valda knattspyrnufólki sem og stuðningsfólki miklum vonbrigðum. Englandsmeistarar Liverpool eru vægast sagt ósáttir með dómgæsluna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton á Goodison Park í gær og hafa beðið ensku úrvalsdeildina um að skoða málið betur. Markvörður Everton, Jordan Pickford, tæklaði hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk illa innan teigs og þurfti sá hollenski að fara meiddur af velli. Pickford hlaut enga refsingu þar sem rangstaða var dæmd í aðdraganda sóknarinnar. Þetta var í upphafi leiks en það var svo undir lok leiksins sem Jordan Henderson hélt hann hefði tryggt Liverpool sigurinn. Liverpool are understood to have asked the Premier League to investigate the application of VAR in two controversial decisions during their 2-2 draw at Everton on Saturday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 17, 2020 Skoraði fyrirliðinn það sem virtist vera fullkomlega löglegt mark og staðan orðin 3-2 Liverpool í vil. Allt kom fyrir ekki og var olnbogi, eða hluti af honum, Sadio Mané fyrir innan í aðdraganda marksins og því rangstaða dæmd. Ekkert mark og lokatölur 2-2 á Goodison Park. Liverpool hefur nú beðið forráðamenn úrvalsdeildarinnar um að skoða hvernig VAR var notað í leiknum. Sky Sports greinir frá. Liverpool vill fá að vita af hverju atvikið þar sem Pickford fer á fleygiferð í fætur Van Dijk var ekki skoðað betur. Félagið vill einnig útskýringu á því hvernig Mané var rangstæður. Þá hefur verið sett spurningamerki við það hvenær myndbandið var stöðvað í sókninni þar olnboginn á Mané rataði í rangstöðu en um millimetraspursmál var að ræða. Liverpool have an injury-time winner ruled out because Sadio Mane is deemed offside #EVELIV pic.twitter.com/8EGRH56szJ— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) October 17, 2020 Eftir leik ræddi Henderson við blaðamenn og taldi reglurnar beygðar að hentisemi dómara. „Það verður að vera rangstaða með VAR, það er það sem allir vilja. Ég held að þeir beygi stundum línurnar, til að gera þetta að rangstöðu. Ég er ekki viss um hvernig þeir gera það en ég hef séð þá gera það áður.“ Talið er mögulegt að Van Dijk sé með slitið krossband í hné en Liverpool hefur ekkert gefið út um málið að svo stöddu. Það er ljóst að ef Van Dijk missir af því sem eftir lifir leiktíð þá er það meira högg fyrir Liverpool heldur en að tapa tveimur stigum í gær.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Thiago færði Klopp slæmar fréttir eftir leik Thiago þurfti langa aðhlynningu á vellinum en var að lokum fær um að klára leikinn. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir Thiago hafa fært sér slæmar fréttir eftir leik. 17. október 2020 22:30 Ancelotti ánægður með ákvörðun VAR Það var boðið upp á dramatík í nágrannaslagnum um Liverpool-borg í gær þegar Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli. 18. október 2020 08:01 Besti leikur okkar hér undir minni stjórn Þjálfari Liverpool var ánægður með frammistöðu sinna manna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton í dag. Leikið var á Goodison Park. 17. október 2020 15:26 Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Thiago færði Klopp slæmar fréttir eftir leik Thiago þurfti langa aðhlynningu á vellinum en var að lokum fær um að klára leikinn. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir Thiago hafa fært sér slæmar fréttir eftir leik. 17. október 2020 22:30
Ancelotti ánægður með ákvörðun VAR Það var boðið upp á dramatík í nágrannaslagnum um Liverpool-borg í gær þegar Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli. 18. október 2020 08:01
Besti leikur okkar hér undir minni stjórn Þjálfari Liverpool var ánægður með frammistöðu sinna manna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton í dag. Leikið var á Goodison Park. 17. október 2020 15:26
Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30