Stórliðin bæði í bleiku og töpuðu óvænt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. október 2020 11:00 Lionel Messi umkringdur leikmönnum Getafe í gær. Reuters Tvö stærstu lið spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu töpuðu leikjum sínum í gær. Bæði töpuðu 1-0 og bæði léku í bleikum búningum. Hér er um að ræða Spánarmeistara Real Madrid og Barcelona. Var þetta fyrsta tap beggja liða í deildinni. Real tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Cadiz á meðan Barcelona tapaði fyrir hinu varnarsinnaða liði Getafe. Er þetta í fyrsta skipti sem bæði lið tapa í sömu umferð síðan í september árið 2018. Eflaust er þetta í fyrsta skipti sem bæði eru í bleiku og tapa bæði. Real Madrid and Barcelona have both lost a LaLiga game on the same day for the first time since September 2018.The pink kit effect. pic.twitter.com/4T6V3A1vxb— Squawka Football (@Squawka) October 17, 2020 Liðin geta ekki dvalið við leiki gærdagsins en þau þurfa að fara undirbúa sig undir leiki í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Í kjölfarið er svo El Clasico næstu helgi. Börsungar áttu erfitt með að skapa sér fær gegn Getafe og margir leikmenn liðsins eflaust enn að jafna sig eftir erfiða landsleikjatörn. Ronald Koeman, þjálfari liðsins, er enn að reyna finna pláss fyrir sínar helstu stjörnur í liðinu. Heimsmeistarinn Antoine Griezmann lék því sem fremsti maður og Argentínumaðurinn Lionel Messi var úti á hægri vængnum. Eitthvað sem hvorugur þeirra vill. Griezmann vill spila á bakvið öflugan og líkamlega sterkan fremsta mann á meðan Messi vill vera „fremsti maður“ sjálfur, í hlutverki falskrar níu. Þá var ekki nóg með að Real tapaði sínum leik heldur fór fyrirliði liðsins – Sergio Ramos – meiddur af velli í hálfleik. Óvíst er hvort hann nái leiknum gegn Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Var þetta fyrsti sigur Cadiz gegn Real Madrid í deildinni. Í síðustu 12 leikjum liðanna á heimavelli Real höfðu meistararnir unnið 11 sinnum á meðan einum leiknum lauk með jafntefli. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Gríðarlega óvænt tap hjá Spánarmeisturunum Spánarmeistarar Real Madrid töpuðu ansi óvænt fyrir nýliðum Cádiz á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag. 17. október 2020 18:45 Barcelona tapaði fyrir Getafe Barcelona tapaði 1-0 fyrir Getafe á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 17. október 2020 21:31 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Tvö stærstu lið spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu töpuðu leikjum sínum í gær. Bæði töpuðu 1-0 og bæði léku í bleikum búningum. Hér er um að ræða Spánarmeistara Real Madrid og Barcelona. Var þetta fyrsta tap beggja liða í deildinni. Real tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Cadiz á meðan Barcelona tapaði fyrir hinu varnarsinnaða liði Getafe. Er þetta í fyrsta skipti sem bæði lið tapa í sömu umferð síðan í september árið 2018. Eflaust er þetta í fyrsta skipti sem bæði eru í bleiku og tapa bæði. Real Madrid and Barcelona have both lost a LaLiga game on the same day for the first time since September 2018.The pink kit effect. pic.twitter.com/4T6V3A1vxb— Squawka Football (@Squawka) October 17, 2020 Liðin geta ekki dvalið við leiki gærdagsins en þau þurfa að fara undirbúa sig undir leiki í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Í kjölfarið er svo El Clasico næstu helgi. Börsungar áttu erfitt með að skapa sér fær gegn Getafe og margir leikmenn liðsins eflaust enn að jafna sig eftir erfiða landsleikjatörn. Ronald Koeman, þjálfari liðsins, er enn að reyna finna pláss fyrir sínar helstu stjörnur í liðinu. Heimsmeistarinn Antoine Griezmann lék því sem fremsti maður og Argentínumaðurinn Lionel Messi var úti á hægri vængnum. Eitthvað sem hvorugur þeirra vill. Griezmann vill spila á bakvið öflugan og líkamlega sterkan fremsta mann á meðan Messi vill vera „fremsti maður“ sjálfur, í hlutverki falskrar níu. Þá var ekki nóg með að Real tapaði sínum leik heldur fór fyrirliði liðsins – Sergio Ramos – meiddur af velli í hálfleik. Óvíst er hvort hann nái leiknum gegn Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Var þetta fyrsti sigur Cadiz gegn Real Madrid í deildinni. Í síðustu 12 leikjum liðanna á heimavelli Real höfðu meistararnir unnið 11 sinnum á meðan einum leiknum lauk með jafntefli.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Gríðarlega óvænt tap hjá Spánarmeisturunum Spánarmeistarar Real Madrid töpuðu ansi óvænt fyrir nýliðum Cádiz á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag. 17. október 2020 18:45 Barcelona tapaði fyrir Getafe Barcelona tapaði 1-0 fyrir Getafe á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 17. október 2020 21:31 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Gríðarlega óvænt tap hjá Spánarmeisturunum Spánarmeistarar Real Madrid töpuðu ansi óvænt fyrir nýliðum Cádiz á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag. 17. október 2020 18:45
Barcelona tapaði fyrir Getafe Barcelona tapaði 1-0 fyrir Getafe á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 17. október 2020 21:31