16 ára piltur fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 06:42 Pilturinn var með brotna tönn og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Vísir/Vilhelm Laust fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um líkamsárás í hverfi 108 í Reykjavík. Að því er segir í dagbók lögreglu höfðu þar tveir 16 til 17 ára drengir ráðist á einn 16 ára dreng. Var hann með brotna tönn og var honum ekið á slysadeild til aðhlynningar. Málið er í rannsókn. Um svipað leyti var tilkynnt um þjófnað úr verslun úti á Granda. Kona var handtekin á vettvangi grunuð um þjófnaðinn. Hún hafði engin skilríki meðferðis og sagðist vera erlendur ferðamaður. Konan var vistuð í fangageymslu. Brimbrettaslys við Gróttu Upp úr klukkan sex í gærkvöldi var lögreglu síðan tilkynnt um slys við Gróttu. Maður sem hafði verið við leik í sjónum þar á brimbretti með fallhlíf tókst á loft og lenti á grjóthleðslu í fjörunni. Maðurinn var mögulega ökklabrotinn og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá var lögreglunni tilkynnt um rán í veitingasölu í miðbænum á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður náð að ræna reiðufé en var farinn af vettvangi þegar lögregla kom. Hinn grunaði var handtekinn um 20 mínútum síðar en var þá kominn út á Granda. Var maðurinn vistaður í fangageymslu. Að því er segir í dagbók lögreglu hefur hún þurft að hafa ítrekuð afskipti af manninum vegna samskonar brota síðustu daga, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Eftirlit með veitingastöðum Lögreglan hafði einnig eftirlit með veitingastöðum í Kópavogi og Breiðholti í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu segir að ástandið hafi verið gott, margir staðir hafi verið lokaðir en þeir sem voru með opið voru með sóttvarnir og tveggja metra regluna í lagi. Þá voru nokkrir teknir fyrir of hraðan akstur, meðal annars 17 ára gamall ökumaður sem var stöðvaður á 117 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni en þar er hámarkshraði 80 km/klst. Forráðamanni var kynnt málið og tilkynning send til Barnaverndar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Laust fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um líkamsárás í hverfi 108 í Reykjavík. Að því er segir í dagbók lögreglu höfðu þar tveir 16 til 17 ára drengir ráðist á einn 16 ára dreng. Var hann með brotna tönn og var honum ekið á slysadeild til aðhlynningar. Málið er í rannsókn. Um svipað leyti var tilkynnt um þjófnað úr verslun úti á Granda. Kona var handtekin á vettvangi grunuð um þjófnaðinn. Hún hafði engin skilríki meðferðis og sagðist vera erlendur ferðamaður. Konan var vistuð í fangageymslu. Brimbrettaslys við Gróttu Upp úr klukkan sex í gærkvöldi var lögreglu síðan tilkynnt um slys við Gróttu. Maður sem hafði verið við leik í sjónum þar á brimbretti með fallhlíf tókst á loft og lenti á grjóthleðslu í fjörunni. Maðurinn var mögulega ökklabrotinn og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá var lögreglunni tilkynnt um rán í veitingasölu í miðbænum á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður náð að ræna reiðufé en var farinn af vettvangi þegar lögregla kom. Hinn grunaði var handtekinn um 20 mínútum síðar en var þá kominn út á Granda. Var maðurinn vistaður í fangageymslu. Að því er segir í dagbók lögreglu hefur hún þurft að hafa ítrekuð afskipti af manninum vegna samskonar brota síðustu daga, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Eftirlit með veitingastöðum Lögreglan hafði einnig eftirlit með veitingastöðum í Kópavogi og Breiðholti í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu segir að ástandið hafi verið gott, margir staðir hafi verið lokaðir en þeir sem voru með opið voru með sóttvarnir og tveggja metra regluna í lagi. Þá voru nokkrir teknir fyrir of hraðan akstur, meðal annars 17 ára gamall ökumaður sem var stöðvaður á 117 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni en þar er hámarkshraði 80 km/klst. Forráðamanni var kynnt málið og tilkynning send til Barnaverndar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira