Borgarstjóri Kaupmannahafnar segir af sér í kjölfar ásakana Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2020 10:13 Frank Jensen hefur gegnt embætti borgarstjóra Kaupmannahafnar frá árinu 2010. Getty Frank Jensen, yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, hefur sagt af sér embætti og sem varaformaður Jafnaðarmannaflokksins. Jensen greindi frá þessu á blaðamannafundi sem hófst klukkan 10. Fjöldi kvenna hefur að undanförnu sakað borgarstjórann Frank Jensen um kynferðislega áreitni. Var greint frá ásökununum í Jyllands-Posten á föstudaginn. Danskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að Jensen nyti stuðnings þeirra flokka sem saman stýra Kaupmannahöfn. Var það tilkynnt eftir fjögurra tíma langan neyðarfund. Sagði Jensen þá að hann hugðist taka þátt í því að „breyta menningunni“. Jensen greindi hins vegar frá því á blaðamannafundinum í morgun að hann hafi, eftir að hafa íhugað málið í gærkvöldi og í nótt, nú ákveðið að segja af sér embætti. Jensen, sem er meðlimur í Jafnaðarmannaflokknum, hefur gegnt embætti yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar frá árinu 2010. Hann gegndi embætti dómsmálaráðherra á árunum 1996 til 2001. Hann er annar tveggja varaformanna Jafnaðarmannaflokksins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, tjáði sig um málið í morgun. Sagðist hún taka ásakanirnar alvarlega og að ljóst væri að einnig væru vandamál innan Jafnaðarmannaflokksins þegar kemur að málum sem þessu. „Það skal nú breytast,“ sagði Frederiksen og sagði áreitni og brot eigi aldrei að líðast. „Við ætlum í sameiningu að skapa menningu þar sem þetta er ekki í lagi. Hvorki í orði né á borði.“ Danmörk Tengdar fréttir Krísufundur eftir að borgarstjóri Kaupmannahafnar var sakaður um kynferðislega áreitni Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. 18. október 2020 13:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Frank Jensen, yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, hefur sagt af sér embætti og sem varaformaður Jafnaðarmannaflokksins. Jensen greindi frá þessu á blaðamannafundi sem hófst klukkan 10. Fjöldi kvenna hefur að undanförnu sakað borgarstjórann Frank Jensen um kynferðislega áreitni. Var greint frá ásökununum í Jyllands-Posten á föstudaginn. Danskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að Jensen nyti stuðnings þeirra flokka sem saman stýra Kaupmannahöfn. Var það tilkynnt eftir fjögurra tíma langan neyðarfund. Sagði Jensen þá að hann hugðist taka þátt í því að „breyta menningunni“. Jensen greindi hins vegar frá því á blaðamannafundinum í morgun að hann hafi, eftir að hafa íhugað málið í gærkvöldi og í nótt, nú ákveðið að segja af sér embætti. Jensen, sem er meðlimur í Jafnaðarmannaflokknum, hefur gegnt embætti yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar frá árinu 2010. Hann gegndi embætti dómsmálaráðherra á árunum 1996 til 2001. Hann er annar tveggja varaformanna Jafnaðarmannaflokksins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, tjáði sig um málið í morgun. Sagðist hún taka ásakanirnar alvarlega og að ljóst væri að einnig væru vandamál innan Jafnaðarmannaflokksins þegar kemur að málum sem þessu. „Það skal nú breytast,“ sagði Frederiksen og sagði áreitni og brot eigi aldrei að líðast. „Við ætlum í sameiningu að skapa menningu þar sem þetta er ekki í lagi. Hvorki í orði né á borði.“
Danmörk Tengdar fréttir Krísufundur eftir að borgarstjóri Kaupmannahafnar var sakaður um kynferðislega áreitni Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. 18. október 2020 13:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Krísufundur eftir að borgarstjóri Kaupmannahafnar var sakaður um kynferðislega áreitni Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. 18. október 2020 13:45