Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. október 2020 12:11 Fyrsta verk heilbrigðisstarfsfólks á Vestfjörðum verður að taka blóðprufu af öllum skipverjunum til að meta veikindi þeirra betur. Hraðfrystihúsið Gunnvör hf Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir um borð eru með Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. Frystiskipið kom til hafnar á Ísafirði á sunnudag þar sem allir skipverjar fóru í sýnatöku. Að henni lokinni lagði skipið úr höfn áður en niðurstöðurnar lágu fyrir. Síðar kom í ljós að mikill meirihluti væri sýktur af Covid-19. Veiðum var þá hætt þegar í stað og skipinu snúið til hafnar. Nú um hádegisbil er von á áhöfninni sem telur 25 manns. Staðfest smit um borð eru 19 en fleiri hafa þó fundið fyrir einkennum. Sumir þeirra höfðu jafnvel verið veikir í nokkrar vikur um borð. Heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á mikið verk fyrir höndum því taka þarf blóðprufu úr hverjum og einum til að meta hvort smitið sé virkt. Þeir sem ekki hafa virkt smit losna úr einangrun þá þegar. Niðurstöður munu þó ekki liggja fyrir fyrr en á morgun. Því þurfa skipverjarnir að dvelja um borð í skipinu eina nótt í viðbót. Á morgun þarf síðan að ákveða hvar skipverjarnir munu sæta áframhaldandi einangrun. Til skoðunar að opna farsóttarhús á Vestfjörðum Súsanna Björg Ástvaldsdóttir er umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. „Meirihlutinn býr hérna fyrir vestan og ég á eftir að tala við hvern og einn hvernig aðstaðan er heima fyrir til að sjá hvort það sé yfir höfuð möguleiki að þeir sæti einangrun heima hjá sér, eða þurfi að fara í sóttvarnahúsið í Reykjavík eða hvort við setjum sóttvarnahús upp fyrir vestan. Þá gætu sumir valið kannski að vera áfram um borð í skipinu.“ Þegar fréttastofa náði tali af Súsönnu var hafði hún nýlokið fjarfundi með sóttvarnalækni en fjölmargir koma að aðgerðunum fyrir vestan. Súsanna var spurð út í líðan skipverjanna. „Ég mat þá á sunnudaginn og það var enginn með alvarleg veikindi þá og þeir hafa ekkert verið í bandi en ég bauð þeim upp á að hafa samband ef einhver veiktist alvarlega. En þeir verða hérna rétt fyrir utan þannig að ef einhver veikist þá bara náum við í hann.“ Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir um borð eru með Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. Frystiskipið kom til hafnar á Ísafirði á sunnudag þar sem allir skipverjar fóru í sýnatöku. Að henni lokinni lagði skipið úr höfn áður en niðurstöðurnar lágu fyrir. Síðar kom í ljós að mikill meirihluti væri sýktur af Covid-19. Veiðum var þá hætt þegar í stað og skipinu snúið til hafnar. Nú um hádegisbil er von á áhöfninni sem telur 25 manns. Staðfest smit um borð eru 19 en fleiri hafa þó fundið fyrir einkennum. Sumir þeirra höfðu jafnvel verið veikir í nokkrar vikur um borð. Heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á mikið verk fyrir höndum því taka þarf blóðprufu úr hverjum og einum til að meta hvort smitið sé virkt. Þeir sem ekki hafa virkt smit losna úr einangrun þá þegar. Niðurstöður munu þó ekki liggja fyrir fyrr en á morgun. Því þurfa skipverjarnir að dvelja um borð í skipinu eina nótt í viðbót. Á morgun þarf síðan að ákveða hvar skipverjarnir munu sæta áframhaldandi einangrun. Til skoðunar að opna farsóttarhús á Vestfjörðum Súsanna Björg Ástvaldsdóttir er umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. „Meirihlutinn býr hérna fyrir vestan og ég á eftir að tala við hvern og einn hvernig aðstaðan er heima fyrir til að sjá hvort það sé yfir höfuð möguleiki að þeir sæti einangrun heima hjá sér, eða þurfi að fara í sóttvarnahúsið í Reykjavík eða hvort við setjum sóttvarnahús upp fyrir vestan. Þá gætu sumir valið kannski að vera áfram um borð í skipinu.“ Þegar fréttastofa náði tali af Súsönnu var hafði hún nýlokið fjarfundi með sóttvarnalækni en fjölmargir koma að aðgerðunum fyrir vestan. Súsanna var spurð út í líðan skipverjanna. „Ég mat þá á sunnudaginn og það var enginn með alvarleg veikindi þá og þeir hafa ekkert verið í bandi en ég bauð þeim upp á að hafa samband ef einhver veiktist alvarlega. En þeir verða hérna rétt fyrir utan þannig að ef einhver veikist þá bara náum við í hann.“
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23