Beraði sig fyrir vinnufélögum á fjarfundi Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 13:01 Vinnufélagar Jeffreys Toobin á New Yorker sáu meira af honum en þeir kærðu sig um á fjarfundi í síðustu viku. AP/Evan Agostini/Invision Bandaríska blaðið New Yorker hefur vikið Jeffrey Toobin, rithöfundi og greinahöfundi, frá störfum eftir að hann beraði sig fyrir framan vinnufélaga á fjarfundi í síðustu viku. Toobin hefur dregið sig í hlé frá störfum fyrir CNN-fréttastöðina þar sem hann hefur komið fram sem lögfræðilegur álitsgjafi. Atvikið er sagt hafa átt sér stað á fjarfundi starfsmanna New Yorker og WNYC-útvarpsstöðvarinnar sem vinna saman að hlaðvarpi þegar þeir voru að undirbúa sig fyrir forsetakosningar í síðustu viku. Fundurinn fór fram í gegnum forritið Zoom en þegar hlé var gert á umræðunum er Toobin sagður hafa tekið annað myndsímtal þar sem hann átti í kynferðislegum samskiptum fyrir framan furðu lostna vinnufélaga sína. Vefsíðan Vice, sem sagði fyrst frá uppákomunni, hefur eftir fólki sem tók þátt í fundinum að það hafi séð Toobin leika við sjálfan sig. „Ég hélt að ég hefði slökkt á Zoom-myndinni. Ég hélt að enginn í Zoom-símtalinu sæi mig,“ sagði Toobin í yfirlýsingu. Bað hann eiginkonu sína, fjölskyldu, vini og samstarfsmenn afsökunar á mistökunum, að því er segir í frétt New York Times. New Yorker sagði að Toobin hefði verið vikið frá störfum á meðan atvikið væri til rannsóknar. CNN sagði að hann hefði sjálfur óskað eftir leyfi vegna „persónulegs máls“. Toobin, sem er sextugur, hefur skrifað bækur um lögfræðileg málefni, þar á meðal um rannsóknir á Donald Trump forseta og hæstarétt Bandaríkjanna. Bandaríkin Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Kynlíf Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Bandaríska blaðið New Yorker hefur vikið Jeffrey Toobin, rithöfundi og greinahöfundi, frá störfum eftir að hann beraði sig fyrir framan vinnufélaga á fjarfundi í síðustu viku. Toobin hefur dregið sig í hlé frá störfum fyrir CNN-fréttastöðina þar sem hann hefur komið fram sem lögfræðilegur álitsgjafi. Atvikið er sagt hafa átt sér stað á fjarfundi starfsmanna New Yorker og WNYC-útvarpsstöðvarinnar sem vinna saman að hlaðvarpi þegar þeir voru að undirbúa sig fyrir forsetakosningar í síðustu viku. Fundurinn fór fram í gegnum forritið Zoom en þegar hlé var gert á umræðunum er Toobin sagður hafa tekið annað myndsímtal þar sem hann átti í kynferðislegum samskiptum fyrir framan furðu lostna vinnufélaga sína. Vefsíðan Vice, sem sagði fyrst frá uppákomunni, hefur eftir fólki sem tók þátt í fundinum að það hafi séð Toobin leika við sjálfan sig. „Ég hélt að ég hefði slökkt á Zoom-myndinni. Ég hélt að enginn í Zoom-símtalinu sæi mig,“ sagði Toobin í yfirlýsingu. Bað hann eiginkonu sína, fjölskyldu, vini og samstarfsmenn afsökunar á mistökunum, að því er segir í frétt New York Times. New Yorker sagði að Toobin hefði verið vikið frá störfum á meðan atvikið væri til rannsóknar. CNN sagði að hann hefði sjálfur óskað eftir leyfi vegna „persónulegs máls“. Toobin, sem er sextugur, hefur skrifað bækur um lögfræðileg málefni, þar á meðal um rannsóknir á Donald Trump forseta og hæstarétt Bandaríkjanna.
Bandaríkin Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Kynlíf Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira