Sky: Liverpool og Man. United í leyniviðræðum um evrópska ofurdeild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 13:20 Liverpool fagnar sigri sínum í Meistaradeildinni vorið 2019. Getty/Ian MacNicol Sky fréttastofan slær því upp í dag að viðræður séu í gangi við mörg stærstu fótboltafélög Evrópu um að mynda nýja evrópska úrvalsdeild án beinnar aðkomu UEFA. Sky hefur heimildir fyrir því að bæði Liverpool og Manchester United séu í leyniviðræðum um að taka þátt í þessari deild en enn fremur er búist við því að Arsenal, Manchester City og Chelsea sé líka boðið að vera með. Lið frá Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni eru sögð vera í þessum viðræðum en það er búist við því að stærstu liðum Evrópu verði boðið að vera með og miklir peningar eru í boði. Liverpool and Manchester United are in talks about a bombshell plot to join a new FIFA-backed tournament that would reshape football's global landscape.— Sky Sports (@SkySports) October 20, 2020 JP Morgan bankinn hefur safnað miklu fjárfestingarfé til að setja deildina af stað. Talað um að stofnféð geti verið sex milljarðar dollara eða meira en 836 milljarðar íslenskra króna. Evrópska úrvalsdeildin, eins og vinnuheitið er (European Premier League), er deild sem er í samstarfi við FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, en ekki UEFA sem sér um Meistaradeildina. Talað er um að mögulega geti þessi nýja evrópska úrvalsdeild farið af stað strax árið 2022. Hún á að vera skipuð átján liðum og leikirnir munu fara fram yfir allt tímabilið. Efstu liðin myndu síðan taka þátt í úrslitakeppni þar sem sigurvegararnir gætu fengið meira en hundrað milljónir punda á hverju ári eða meira tuttugu milljarða íslenskra króna. "There could be a debt package of up to £4.6million to fund the cost of launch"@MarkKleinmanSky reveals details of how Liverpool and Man Utd are among clubs in talks to join FIFA-backed 'European Premier League' pic.twitter.com/vlYnSr30d1— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 20, 2020 Evrópska úrvalsdeildin mun því verða í samkeppni við Meistaradeildina og það gæti þýtt mikla mótstöðu frá Knattspyrnusambandi Evrópu. Það má líka búast við því að UEFA og FIFA gætu farið í hart og endað fyrir dómstólum. Í frétt Sky kemur fram að formleg tilkynning gæti verið gefin út fyrir næstu mánaðamót en það eru þó enn einhverjar líkur á að þetta detti allt saman upp fyrir. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Sky fréttastofan slær því upp í dag að viðræður séu í gangi við mörg stærstu fótboltafélög Evrópu um að mynda nýja evrópska úrvalsdeild án beinnar aðkomu UEFA. Sky hefur heimildir fyrir því að bæði Liverpool og Manchester United séu í leyniviðræðum um að taka þátt í þessari deild en enn fremur er búist við því að Arsenal, Manchester City og Chelsea sé líka boðið að vera með. Lið frá Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni eru sögð vera í þessum viðræðum en það er búist við því að stærstu liðum Evrópu verði boðið að vera með og miklir peningar eru í boði. Liverpool and Manchester United are in talks about a bombshell plot to join a new FIFA-backed tournament that would reshape football's global landscape.— Sky Sports (@SkySports) October 20, 2020 JP Morgan bankinn hefur safnað miklu fjárfestingarfé til að setja deildina af stað. Talað um að stofnféð geti verið sex milljarðar dollara eða meira en 836 milljarðar íslenskra króna. Evrópska úrvalsdeildin, eins og vinnuheitið er (European Premier League), er deild sem er í samstarfi við FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, en ekki UEFA sem sér um Meistaradeildina. Talað er um að mögulega geti þessi nýja evrópska úrvalsdeild farið af stað strax árið 2022. Hún á að vera skipuð átján liðum og leikirnir munu fara fram yfir allt tímabilið. Efstu liðin myndu síðan taka þátt í úrslitakeppni þar sem sigurvegararnir gætu fengið meira en hundrað milljónir punda á hverju ári eða meira tuttugu milljarða íslenskra króna. "There could be a debt package of up to £4.6million to fund the cost of launch"@MarkKleinmanSky reveals details of how Liverpool and Man Utd are among clubs in talks to join FIFA-backed 'European Premier League' pic.twitter.com/vlYnSr30d1— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 20, 2020 Evrópska úrvalsdeildin mun því verða í samkeppni við Meistaradeildina og það gæti þýtt mikla mótstöðu frá Knattspyrnusambandi Evrópu. Það má líka búast við því að UEFA og FIFA gætu farið í hart og endað fyrir dómstólum. Í frétt Sky kemur fram að formleg tilkynning gæti verið gefin út fyrir næstu mánaðamót en það eru þó enn einhverjar líkur á að þetta detti allt saman upp fyrir.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira