Frændsystkin í einangrun sakna foreldra sinna: „Allt út af smiti á líkamsræktarstöð“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. október 2020 20:00 Alexandra Ýr Þorsteinsdóttir, móðir sjö ára stúlku sem smitaðist af covid19 í gegn um líkamsræktarstöð segir ábyrgðarlaust af ráðherra að heimila opnun stöðvanna. Hún hefur ekki hitt dóttur sína, Tinnu Valdísi, í þrjár vikur og þarf að bíða í níu daga í viðmót. Tinna Valdís, sem smitaðist fyrir þremur vikum, er í einangrun ásamt frænda sínum Viktori Marel sem er níu ára. Þau hafa verið heima hjá ömmu sinni, ásamt móður Viktors en þær eru einnig með sjúkdóminn. Smitaðist á hnefaleikastöð í Kópavogi Alexandra Ýr móðir Tinnu Valdísar skrifaði færslu á Facebook í gærkvöldi eftir að ljóst var að líkamsræktarstöðvar yrðu opnaðar í dag. „Ég hef ekki séð dóttur mína síðan 4. október og þarf að bíða þangað til 29. október þangað til ég get loksins séð hana. Það er allt út af smiti á líkamsræktarstöð,“ segir Alexandra Ýr. Fjölskyldan smitaðist af föður Tinnu sem smitaðist á hnefaleikastöð í Kópavogi en rúmlega tvö hundruð smit hafa verið rakin til hennar. Frændsystkinin Tinna Valdís 7 ára og Viktor Marel 9 ára hafa verið í einangrun í þrjár vikur. Tinna Valdís saknar mömmu sinnar og Viktor Marel pabba síns. vísir/egill Segir mikið ábyrgðarleysi að opna líkamsræktarstöðvar Alexandra segist ekki skilja ákvörðun heilbrigðisráðherra um að leyfa hópatíma í líkamsræktarstöðvum. „Manni finnst þetta svo mikið ábyrgðarleysi. Þetta er búið að vera skelfilegur tími, þetta er búið að taka á mig, hana, bróður hennar og alla okkar fjölskyldu. Þau komast ekki í skólann, þau sakna vina sinna og fjölskyldu þannig þetta hefur svo rosaleg áhrif og bara einn smitaður einstaklingur hefur svo stór áhrif á alla í kring um sig,“ segir Alexandra. Henni finnst að það eigi að bíða með að opna fyrir hóptíma þar til smitunum fækkar verulega. Alexandra Ýr hefur ekki séð dóttur sína í þrjár vikur. Hún er mjög gagnrýnin á ákvörðun heilbrigðisráðherra um að leyfa líkamsræktarstöðvum að opna í dag. Einangrun erfið og sakna mömmu og pabba Tinna Valdís segist sakna mömmu sinnar mikið og Viktor pabba síns. Þeim leiðist mikið og það sé erfitt að vera innilokaður á sama stað í svo langan tíma. „Við höfum verið að boxa, við höfum verið að púsla og læra og bara alls konar hluti,“ segja Tinna Valdís og Viktor. Fjölskyldan smitaðist af föður Tinnu Valdísar sem smitaðist á hnefaleikastöð í Kópavogi en rúmlega tvö hundruð smit hafa verið rakin til stöðvarinnar. Þau hafi ekki fundið fyrir miklum einkennum. „Bara með smá hita en mömmu minni líður ekki það vel því hún er með rifu á lunganu og síðan er amma mín með fjörutíu stiga hita og hún ældi í gær,“ segir Viktor. Í samtali við fréttastofu segir amma barnanna og móðir Viktors að einangrunin hafi reynst mjög erfið. Það sé erfitt að vera mjög veikur og á sama tíma að reyna halda börnunum uppteknum. Fólk hugsi sig tvisvar um áður en það fer í ræktina Alexandra, sem er fyrrverandi þjálfari á líkamsræktarstöð, biðlar til fólks að hugsa sig tvisar um áður en það fer á líkamsræktarstöðvar. „Ef fólk er að hugsa um heilsuna þá finnst manni þetta náttúrulega eiga að vera í fyrirrúmi að fólk sé ekki að smitast af þessari veiru. Það ætti að vera númer eitt tvö og þrjú. Við erum það heppin að við eigum ótrúlega fallega náttúru og það er ótrúlega fallegt haustveður núna þannig það er bara yndislegt að fara út að hreyfa sig,“ segir Alexandra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilbrigðismál Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
Alexandra Ýr Þorsteinsdóttir, móðir sjö ára stúlku sem smitaðist af covid19 í gegn um líkamsræktarstöð segir ábyrgðarlaust af ráðherra að heimila opnun stöðvanna. Hún hefur ekki hitt dóttur sína, Tinnu Valdísi, í þrjár vikur og þarf að bíða í níu daga í viðmót. Tinna Valdís, sem smitaðist fyrir þremur vikum, er í einangrun ásamt frænda sínum Viktori Marel sem er níu ára. Þau hafa verið heima hjá ömmu sinni, ásamt móður Viktors en þær eru einnig með sjúkdóminn. Smitaðist á hnefaleikastöð í Kópavogi Alexandra Ýr móðir Tinnu Valdísar skrifaði færslu á Facebook í gærkvöldi eftir að ljóst var að líkamsræktarstöðvar yrðu opnaðar í dag. „Ég hef ekki séð dóttur mína síðan 4. október og þarf að bíða þangað til 29. október þangað til ég get loksins séð hana. Það er allt út af smiti á líkamsræktarstöð,“ segir Alexandra Ýr. Fjölskyldan smitaðist af föður Tinnu sem smitaðist á hnefaleikastöð í Kópavogi en rúmlega tvö hundruð smit hafa verið rakin til hennar. Frændsystkinin Tinna Valdís 7 ára og Viktor Marel 9 ára hafa verið í einangrun í þrjár vikur. Tinna Valdís saknar mömmu sinnar og Viktor Marel pabba síns. vísir/egill Segir mikið ábyrgðarleysi að opna líkamsræktarstöðvar Alexandra segist ekki skilja ákvörðun heilbrigðisráðherra um að leyfa hópatíma í líkamsræktarstöðvum. „Manni finnst þetta svo mikið ábyrgðarleysi. Þetta er búið að vera skelfilegur tími, þetta er búið að taka á mig, hana, bróður hennar og alla okkar fjölskyldu. Þau komast ekki í skólann, þau sakna vina sinna og fjölskyldu þannig þetta hefur svo rosaleg áhrif og bara einn smitaður einstaklingur hefur svo stór áhrif á alla í kring um sig,“ segir Alexandra. Henni finnst að það eigi að bíða með að opna fyrir hóptíma þar til smitunum fækkar verulega. Alexandra Ýr hefur ekki séð dóttur sína í þrjár vikur. Hún er mjög gagnrýnin á ákvörðun heilbrigðisráðherra um að leyfa líkamsræktarstöðvum að opna í dag. Einangrun erfið og sakna mömmu og pabba Tinna Valdís segist sakna mömmu sinnar mikið og Viktor pabba síns. Þeim leiðist mikið og það sé erfitt að vera innilokaður á sama stað í svo langan tíma. „Við höfum verið að boxa, við höfum verið að púsla og læra og bara alls konar hluti,“ segja Tinna Valdís og Viktor. Fjölskyldan smitaðist af föður Tinnu Valdísar sem smitaðist á hnefaleikastöð í Kópavogi en rúmlega tvö hundruð smit hafa verið rakin til stöðvarinnar. Þau hafi ekki fundið fyrir miklum einkennum. „Bara með smá hita en mömmu minni líður ekki það vel því hún er með rifu á lunganu og síðan er amma mín með fjörutíu stiga hita og hún ældi í gær,“ segir Viktor. Í samtali við fréttastofu segir amma barnanna og móðir Viktors að einangrunin hafi reynst mjög erfið. Það sé erfitt að vera mjög veikur og á sama tíma að reyna halda börnunum uppteknum. Fólk hugsi sig tvisvar um áður en það fer í ræktina Alexandra, sem er fyrrverandi þjálfari á líkamsræktarstöð, biðlar til fólks að hugsa sig tvisar um áður en það fer á líkamsræktarstöðvar. „Ef fólk er að hugsa um heilsuna þá finnst manni þetta náttúrulega eiga að vera í fyrirrúmi að fólk sé ekki að smitast af þessari veiru. Það ætti að vera númer eitt tvö og þrjú. Við erum það heppin að við eigum ótrúlega fallega náttúru og það er ótrúlega fallegt haustveður núna þannig það er bara yndislegt að fara út að hreyfa sig,“ segir Alexandra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilbrigðismál Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent