Chelsea hvorki að plata né grínast með því að setja Petr Cech á leikmannalistann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 09:02 Frank Lampard og Petr Cech unnu marga titla saman hjá Chelsea og nú vill Lampard hafa tékkneska markvörðinn á bakvakt. Getty/Darren Walsh Margir urðu hissa þegar þeir fengu leikmannalista Chelsea í hendurnar en liðin í ensku úrvalsdeildinni þurftu að tilkynna inn 25 manna leikmannalista í vikunni. Ástæðan var að þarna var vissulega kunnuglegt nafn en nafn sem um leið passaði ekki alveg við árið 2020. Chelsea var þó hvorki að plata eða að grínast með því að setja Petr Cech á leikmannalistann sinn fyrir ensku úrvalsdeildina 2020-21. Cech er í formi og tilbúinn að hlaupa í skarðið í vandræðum. Petr Cech lagði samt knattspyrnuskóna á hilluna vorið 2019. Lokaleikurinn hans var ekki með Chelsea heldur á móti Chelsea. Tékkinn varði mark Arsenal í tapleik á móti Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Petr Cech is BACK He's been named in Chelsea's Premier League squad - despite having retired from playing at the end of the 2018-19 season.More: https://t.co/scETqdZ5Un #cfc #bbcfootball pic.twitter.com/FO5iuogqH5— BBC Sport (@BBCSport) October 21, 2020 Hann er nú 38 ára gamall og hefur unnið fyrir Chelsea síðan hann hætti. Cech er tæknilegur ráðgjafi hjá félaginu. Cech var í ellefu ár hjá Chelsea og vann þrettán titla með félaginu þar á meðal varð hann fjórum sinnum enskur meistari. Hann er einn besti leikmaðurinn í sögu Chelsea. Cech spilaði síðast fyrir Chelsea í 3-1 sigri á Sunderland í maí 2015 en hann færði sig um sumarið yfir til nágrannanna í Arsenal þar sem hann kláraði ferilinn. Undanfarið hefur Cech verið að hjálpa til við markvarðarþjálfun liðsins og það leiddi síðan til þess að hann er neyðarmarkvörður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. It was immediately clear that Cech could still be playing at the highest level. https://t.co/w5Kg7eshpF— SPORTbible (@sportbible) October 21, 2020 „Þetta er alls engin rómantík. Pete elskar að æfa og þannig er hann bara. Það er gott að hafa hann ef eitthvað gerist. Hann er í það góðu formi að við gætum ekki fengið betri mann en Petr Cech ef við lendum í krísu. Ég býst ekki við að hann spili en það bjóst enginn heldur við því sem hefur verið í gangi í heiminum í sex eða sjö mánuði. Það skýrir kannski af hverju hann er hér,“ sagði Frank Lampard. „Við áttum pláss fyrir hann og Covid gerir þetta ár ólíkt öllum öðrum árum. Hann er í flottu formi og enn tiltölulega ungur. Hann hefði vel getað haldið áfram að spila þegar skórnir fóru upp á hillu. Það var algjör ‚no-brainer' að hafa hann í hópnum,“ sagði Lampard. Af öðrum félögum má nefna að þeir Phil Jones og markvörðurinn Sergio Romero eru ekki á 25 manna lista Manchester United og Mesut Özil er ekki á listanum hjá Arsenal. Liðin geta þó kallað inn í nýja leikmenn í janúar þannig að þeir gætu ennþá allir spilað með sínu liði á leiktíðinni. Enski boltinn Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira
Margir urðu hissa þegar þeir fengu leikmannalista Chelsea í hendurnar en liðin í ensku úrvalsdeildinni þurftu að tilkynna inn 25 manna leikmannalista í vikunni. Ástæðan var að þarna var vissulega kunnuglegt nafn en nafn sem um leið passaði ekki alveg við árið 2020. Chelsea var þó hvorki að plata eða að grínast með því að setja Petr Cech á leikmannalistann sinn fyrir ensku úrvalsdeildina 2020-21. Cech er í formi og tilbúinn að hlaupa í skarðið í vandræðum. Petr Cech lagði samt knattspyrnuskóna á hilluna vorið 2019. Lokaleikurinn hans var ekki með Chelsea heldur á móti Chelsea. Tékkinn varði mark Arsenal í tapleik á móti Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Petr Cech is BACK He's been named in Chelsea's Premier League squad - despite having retired from playing at the end of the 2018-19 season.More: https://t.co/scETqdZ5Un #cfc #bbcfootball pic.twitter.com/FO5iuogqH5— BBC Sport (@BBCSport) October 21, 2020 Hann er nú 38 ára gamall og hefur unnið fyrir Chelsea síðan hann hætti. Cech er tæknilegur ráðgjafi hjá félaginu. Cech var í ellefu ár hjá Chelsea og vann þrettán titla með félaginu þar á meðal varð hann fjórum sinnum enskur meistari. Hann er einn besti leikmaðurinn í sögu Chelsea. Cech spilaði síðast fyrir Chelsea í 3-1 sigri á Sunderland í maí 2015 en hann færði sig um sumarið yfir til nágrannanna í Arsenal þar sem hann kláraði ferilinn. Undanfarið hefur Cech verið að hjálpa til við markvarðarþjálfun liðsins og það leiddi síðan til þess að hann er neyðarmarkvörður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. It was immediately clear that Cech could still be playing at the highest level. https://t.co/w5Kg7eshpF— SPORTbible (@sportbible) October 21, 2020 „Þetta er alls engin rómantík. Pete elskar að æfa og þannig er hann bara. Það er gott að hafa hann ef eitthvað gerist. Hann er í það góðu formi að við gætum ekki fengið betri mann en Petr Cech ef við lendum í krísu. Ég býst ekki við að hann spili en það bjóst enginn heldur við því sem hefur verið í gangi í heiminum í sex eða sjö mánuði. Það skýrir kannski af hverju hann er hér,“ sagði Frank Lampard. „Við áttum pláss fyrir hann og Covid gerir þetta ár ólíkt öllum öðrum árum. Hann er í flottu formi og enn tiltölulega ungur. Hann hefði vel getað haldið áfram að spila þegar skórnir fóru upp á hillu. Það var algjör ‚no-brainer' að hafa hann í hópnum,“ sagði Lampard. Af öðrum félögum má nefna að þeir Phil Jones og markvörðurinn Sergio Romero eru ekki á 25 manna lista Manchester United og Mesut Özil er ekki á listanum hjá Arsenal. Liðin geta þó kallað inn í nýja leikmenn í janúar þannig að þeir gætu ennþá allir spilað með sínu liði á leiktíðinni.
Enski boltinn Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira