Táningurinn Johan Cruyff skoraði tvívegis þegar Liverpool mætti Ajax síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 13:31 Johan Cruyff var frábær knattspyrnumaður og mikill áhrifavaldur í hollenskum fótbolta sem og hjá Barcelona. Getty/Mark Leech Nítján ára gamall Johan Cruyff var á skotskónum í báðum leikjunum þegar Ajax sló Liverpool út úr Evrópukeppni meistaraliða í desember 1966. Í kvöld mætast liðin í fyrsta sinn síðan þá eða í næstum því 54 ár. Leikurinn á Johan Cruyff Arena í Amsterdam í kvöld verður fyrsti leikur Ajax og Liverpool síðan í Evrópukeppni meistaraliða 1966-67. Ajax vann þá fyrri leikinn 5-1 á heimavelli sínum og tryggði sér síðan sæti í þriðju umferð með því að gera 2-2 jafntefli í seinni leiknum á Anfield í Liverpool. Leikurinn fór fram í mikilli þoku í Amsterdam. Á þessum árum var Johan Cruyff aðeins nítján ára gamall en hafði slegið í gegn á tímabilinu á undan. Johan Cruyff skoraði eitt af fimm mörkum Ajax í fyrri leiknum og skoraði síðan bæði mörkin í jafntefli á Anfield. Cruyff skoraði alls 41 mark í 41 leik í öllum keppnum á þessu tímabili. Stórsigurinn í fyrri leiknum kom Ajax á kortið í Evrópu en liðið átti síðan eftir að vinna Evrópukeppni meistaraliða þrjú ár í röð frá 1971 til 1973. Þá var Johan Cruyff orðinn besti knattspyrnumaður heims og um sumarið var hann seldur til Barcelona. Hér fyrir neðan má sjá hollenska heimildarmynd um þennan sögulega sigur Ajax á Liverpool. watch on YouTube Frá þessum tapleik í Amsterdam fyrir tæpum 54 árum síðan þá hefur Liverpool ekki tapað í þrettán leikjum á móti hollenskum liðum þar af hefur liðið unnið átta þeirra. Ajax hefur ekki gengið vel í síðustu heimaleikjum sínum í Meistaradeildinni en liðið er án sigurs í síðustu sex leikjum þar af hafa fjórir þeirra tapast og tveir á móti enskum liðum (2-3 á móti Tottenham í maí 2019 og 0-1 á móti Chelsra í október 2019). Leikur Ajax og Liverpool í kvöld hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en útsendingin hefst klukkan 18.50. Meistaradeildarmessan mun fylgjast með öllum leikjum kvöldins frá og með 18.30 á Stöð 2 Sport 2 en að auki verða sýndir beint leikur Real Madrid og Shakhtar Donetsk (S2 Sport 4 klukkan 16.45), leikur Bayern München og Atletico Madrid (S2 Sport klukkan 18.50) og leikur Manchester City og Porto (S2 Sport 5 klukkan 18.50). watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Nítján ára gamall Johan Cruyff var á skotskónum í báðum leikjunum þegar Ajax sló Liverpool út úr Evrópukeppni meistaraliða í desember 1966. Í kvöld mætast liðin í fyrsta sinn síðan þá eða í næstum því 54 ár. Leikurinn á Johan Cruyff Arena í Amsterdam í kvöld verður fyrsti leikur Ajax og Liverpool síðan í Evrópukeppni meistaraliða 1966-67. Ajax vann þá fyrri leikinn 5-1 á heimavelli sínum og tryggði sér síðan sæti í þriðju umferð með því að gera 2-2 jafntefli í seinni leiknum á Anfield í Liverpool. Leikurinn fór fram í mikilli þoku í Amsterdam. Á þessum árum var Johan Cruyff aðeins nítján ára gamall en hafði slegið í gegn á tímabilinu á undan. Johan Cruyff skoraði eitt af fimm mörkum Ajax í fyrri leiknum og skoraði síðan bæði mörkin í jafntefli á Anfield. Cruyff skoraði alls 41 mark í 41 leik í öllum keppnum á þessu tímabili. Stórsigurinn í fyrri leiknum kom Ajax á kortið í Evrópu en liðið átti síðan eftir að vinna Evrópukeppni meistaraliða þrjú ár í röð frá 1971 til 1973. Þá var Johan Cruyff orðinn besti knattspyrnumaður heims og um sumarið var hann seldur til Barcelona. Hér fyrir neðan má sjá hollenska heimildarmynd um þennan sögulega sigur Ajax á Liverpool. watch on YouTube Frá þessum tapleik í Amsterdam fyrir tæpum 54 árum síðan þá hefur Liverpool ekki tapað í þrettán leikjum á móti hollenskum liðum þar af hefur liðið unnið átta þeirra. Ajax hefur ekki gengið vel í síðustu heimaleikjum sínum í Meistaradeildinni en liðið er án sigurs í síðustu sex leikjum þar af hafa fjórir þeirra tapast og tveir á móti enskum liðum (2-3 á móti Tottenham í maí 2019 og 0-1 á móti Chelsra í október 2019). Leikur Ajax og Liverpool í kvöld hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en útsendingin hefst klukkan 18.50. Meistaradeildarmessan mun fylgjast með öllum leikjum kvöldins frá og með 18.30 á Stöð 2 Sport 2 en að auki verða sýndir beint leikur Real Madrid og Shakhtar Donetsk (S2 Sport 4 klukkan 16.45), leikur Bayern München og Atletico Madrid (S2 Sport klukkan 18.50) og leikur Manchester City og Porto (S2 Sport 5 klukkan 18.50). watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira