Telur að einstaklingsbundnum sóttvörnum hafi ekki verið gefinn séns Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2020 14:34 Auglýsing Sjálfstæðisflokksins þar sem vitnað er í ræðu Sigríðar A. Andersen hefur vakið nokkra athygli. mynd/Facebook „Ég er bara að benda á að menn hafa kannski ekki leyft einstaklingsbundnum sóttvörnum að hafa sín áhrif. Þessar harðari aðgerðir sem gripið hefur verið til með samkomubanni, lokun á sundstöðum og líkamsræktarstöðum, það hefur verið gripið til þeirra þegar útbreiðsla var á niðurleið,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auglýsing Sjálfstæðisflokksins, þar sem sóttvarnareglur ríkisins eru gagnrýndar, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en þar er vitnað í Sigríði og segir: „Einstaklingsbundnar sóttvarnir eru áhrifaríkar. Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar.“ Setningin er úr ræðu sem Sigríður flutti á Alþingi á mánudag þegar umræða um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðhera fór fram. „Það er verið að búa til tilfinningu um að fólk sé ekki að fylgja tilmælum um einstaklingsbundnar smitvarnir og það stenst ekki skoðun,“ segir Sigríður og ítrekar að þeim tilmælum hafi ef til vill ekki verið gefið nægjanlegt svigrúm áður en yfirvöld hafa gripið í taumana. Aðspurð hvort í þessu felist gagnrýni á aðgerðir ríkisstjórninnar í faraldrinum segir Sigríður að það sé heilbrigðisráðherra sem staðfesti tilmæli sóttvarnalæknis. „Það þarf að líta á þessi mál í stærra samhengi en bara út frá sóttvörnum. Skoða málin út frá víðara sjónarhorni og grípa ekki til harkalegri aðgerða en þarf,“ segir hún og bætir við að ráðherra hafi nú ekki alltaf farið eftir ítrustu tilmælum sóttvarnalæknis, og t.d. heimilað opnun líkamsræktarstöðva þvert á tilmæli. Alrangt, segir sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir alrangt að ekki hafi verið látið reyna á mátt einstaklingsbundinna sóttvarna. „Þetta er akkúrat það sem við byrjuðum á í lok júlí. Þá var 200 manna fjöldatakmörkun, engar lokanir í raun og veru og eins metra regla í gildi. Það var hamrað á einstaklingsbundnum smitvörnum endurtekið og ítrekað og búið að auglýsa um þær fyrir margar milljónir króna," segir hann og bendir á að ekki hafi verið gripið til mun harðari aðgerða fyrr en faraldurinn var á leið í veldisvöxt og smitstuðullinn kominn upp í sex utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sigríður telur reglurnar sem í gildi eru of flóknar og tilmæli sóttvarnalæknis ekki nægilega rökstudd. „Það sem hann kallar rökstuðning í sínu minnisblaði er ekki rökstuðningur. Það þarf að upplýsa um smit; á hárgreiðslustofum til dæmis. Það eru engin dæmi um að stórkostleg hópsmit séu rakin til hárgreiðslustofa,“ segir hún og bætir við að fólk beri þar grímur og gæti að sóttvörnum. „Í það minnsta þarf frekari rökstuðning fyrir þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir segir erfitt að fylgja þessu eftir þar sem ekki hafi verið unnt að rekja stóran hluta smita. „Við höfum ekki getað rakið almennilega upp undir þriðjung smita og þess vegna varð að grípa til íþyngjandi aðgerða þar sem nálægð er mikil. Þetta er sama nálgun og aðrir eru að nota," segir hann. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
„Ég er bara að benda á að menn hafa kannski ekki leyft einstaklingsbundnum sóttvörnum að hafa sín áhrif. Þessar harðari aðgerðir sem gripið hefur verið til með samkomubanni, lokun á sundstöðum og líkamsræktarstöðum, það hefur verið gripið til þeirra þegar útbreiðsla var á niðurleið,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auglýsing Sjálfstæðisflokksins, þar sem sóttvarnareglur ríkisins eru gagnrýndar, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en þar er vitnað í Sigríði og segir: „Einstaklingsbundnar sóttvarnir eru áhrifaríkar. Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar.“ Setningin er úr ræðu sem Sigríður flutti á Alþingi á mánudag þegar umræða um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðhera fór fram. „Það er verið að búa til tilfinningu um að fólk sé ekki að fylgja tilmælum um einstaklingsbundnar smitvarnir og það stenst ekki skoðun,“ segir Sigríður og ítrekar að þeim tilmælum hafi ef til vill ekki verið gefið nægjanlegt svigrúm áður en yfirvöld hafa gripið í taumana. Aðspurð hvort í þessu felist gagnrýni á aðgerðir ríkisstjórninnar í faraldrinum segir Sigríður að það sé heilbrigðisráðherra sem staðfesti tilmæli sóttvarnalæknis. „Það þarf að líta á þessi mál í stærra samhengi en bara út frá sóttvörnum. Skoða málin út frá víðara sjónarhorni og grípa ekki til harkalegri aðgerða en þarf,“ segir hún og bætir við að ráðherra hafi nú ekki alltaf farið eftir ítrustu tilmælum sóttvarnalæknis, og t.d. heimilað opnun líkamsræktarstöðva þvert á tilmæli. Alrangt, segir sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir alrangt að ekki hafi verið látið reyna á mátt einstaklingsbundinna sóttvarna. „Þetta er akkúrat það sem við byrjuðum á í lok júlí. Þá var 200 manna fjöldatakmörkun, engar lokanir í raun og veru og eins metra regla í gildi. Það var hamrað á einstaklingsbundnum smitvörnum endurtekið og ítrekað og búið að auglýsa um þær fyrir margar milljónir króna," segir hann og bendir á að ekki hafi verið gripið til mun harðari aðgerða fyrr en faraldurinn var á leið í veldisvöxt og smitstuðullinn kominn upp í sex utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sigríður telur reglurnar sem í gildi eru of flóknar og tilmæli sóttvarnalæknis ekki nægilega rökstudd. „Það sem hann kallar rökstuðning í sínu minnisblaði er ekki rökstuðningur. Það þarf að upplýsa um smit; á hárgreiðslustofum til dæmis. Það eru engin dæmi um að stórkostleg hópsmit séu rakin til hárgreiðslustofa,“ segir hún og bætir við að fólk beri þar grímur og gæti að sóttvörnum. „Í það minnsta þarf frekari rökstuðning fyrir þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir segir erfitt að fylgja þessu eftir þar sem ekki hafi verið unnt að rekja stóran hluta smita. „Við höfum ekki getað rakið almennilega upp undir þriðjung smita og þess vegna varð að grípa til íþyngjandi aðgerða þar sem nálægð er mikil. Þetta er sama nálgun og aðrir eru að nota," segir hann.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira