Langflest félög vildu klára mótið en miklar áhyggjur vegna æfingabanns Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2020 13:53 KR á mikið undir því að Íslandsmótið verði klárað svo liðið geti freistað þess að ná Evrópusæti. Stjarnan er örugg um Evrópusæti ef ekki verður spilað meira. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Langflest knattspyrnufélaganna í efstu deildum karla voru sammála ákvörðun stjórnar KSÍ um að freista þess að klára Íslandsmótið 2020 innan vallar. Miklar áhyggjur eru þó vegna æfingabanns sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta (hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum karla), í þættinum Harmageddon á X-inu 977. Hlusta má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Harmageddon - Birgir hjá ÍTF um framhald fótboltans Æfingabann hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvær vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Í gær máttu æfingar liða hefjast að nýju en með ströngum skilyrðum, meðal annars um tveggja metra reglu. Ekki er útlit fyrir að hefðbundnar æfingar á höfuðborgarsvæðinu geti hafist fyrr en 4. nóvember og Birgir segir að þetta verði að breytast. Auk þess hafa lið utan höfuðborgarsvæðisins getað æft óáreitt og geta gert það áfram, svo þar skapast ójafnvægi. Ný leikjadagskrá ætti að birtast í dag en Birgir segir að stefnt sé að því að byrja aftur að spila fljótlega eftir að núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra renni út 4. nóvember. Alls enginn undirbúningur fyrir leiki þar sem tugir milljóna eru í húfi „Það er gert ráð fyrir því að leikirnir byrji strax helgina eftir það, en faglega séð er það allt of stuttur fyrirvari fyrir félögin. Leikmenn sem hafa verið í pásu í mánuð, að því gefnu að þeir byrji að æfa 4. nóvember, geta ekki byrjað að spila 8. nóvember,“ segir Birgir við Harmageddon. Ekki sé nóg að leikmenn hafi verið að æfa einir eða með tveggja metra millibili hver frá öðrum: „Það er alls enginn undirbúningur fyrir leiki þar sem að allt er kannski undir. Til að mynda Evrópusæti sem telur hátt í 40 milljónir króna, eða leikir sem ráða því hvaða lið fara upp eða niður. Það eru miklir fjármunir í húfi. Við verðum að tryggja að við gerum þetta faglega, líka vegna hagsmuna leikmanna sem eru á öllum aldri og geta átt erfitt með að keyra sig í gang í þriðja sinn,“ segir Birgir. Óánægja vegna þess að sum lið geta æft en ekki önnur Hann segir ekki hafa verið mikil átök um þá ákvörðun að reyna að klára mótið: „Nei, í raun voru langflestir sammála því að vilja klára mótið. Að láta úrslitin ekki ráðast á einhverri reglugerð um að nóg sé að 2/3 hluti leikja sé búinn. En menn vilja líka að mótið sé klárað á skynsamlegan og faglegan hátt. Um það stendur styrinn. Félög utan höfuðborgarsvæðisins mega æfa en félögin á höfuðborgarsvæðinu ekki.“ Skagamenn hafa að litlu að keppa en þeir hafa getað æft síðustu vikur, öfugt við liðin á höfuðborgarsvæðinu.VÍSIR/BÁRA „Það þarf að leysa þennan hnút, að félögin fái öll að æfa og sitji við sama borð. Í grunninn voru félögin sammála því að klára mótið, en svo var mismunandi sýn á það hvað væri faglegt og hvernig hægt væri að klára þetta. Auðvitað litast menn af sinni stöðu og það er bara eðlilegt,“ segir Birgir. Búið spil ef fótboltabann lengist Erlendir leikmenn liða eru sumir hverjir farnir heim og varla verður hægt að spila leiki á grasvöllum í nóvember, svo lið eins og Vestri gæti þurft að spila heimaleik á Dalvík í stað þess að vera heima á Ísafirði. Aðspurður hvort hægt sé að segja að tímabilið sé marktækt í ljósi þessa, bendir Birgir á að lið eins og Víkingur R. og ÍA hafi þegar verið búin að selja leikmenn þar sem þau hafi kannski haft að litlu að keppa. Félögin verði að ráða því sjálf hvaða leikmenn þau noti: „Allt þetta tímabil er náttúrulega búið að vera, ég ætla ekki að segja einhver þvæla, en þetta er þriðja stoppið okkar. Að því gefnu að félögin fái öll að æfa getum við sagt að þau sitji við sama borð. Auðvitað eru einhver félög búin að losa sig við leikmenn, sérstaklega í neðri deildum, en það er hlutur sem að félögin taka sjálf ákvörðun um. Auðvitað veikir það viðkomandi lið en það er voðalega lítið hægt að gera í því.“ Aðspurður hvað yrði ef að ekki reyndist mögulegt að hefja æfingar og keppni að nýju frá og með 4. nóvember, vegna ákvarðana heilbrigðisyfirvalda, var svar Birgis nokkuð afdráttarlaust: „Án þess að fullyrða of mikið þá sé ég ekki hvernig ætti þá að vera hægt að klára þetta.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Lengjudeildin Tengdar fréttir Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Guðni Bergsson útskýrir afstöðu KSÍ að ætla að klára Íslandsmótin í knattspyrnu. 20. október 2020 18:13 KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Langflest knattspyrnufélaganna í efstu deildum karla voru sammála ákvörðun stjórnar KSÍ um að freista þess að klára Íslandsmótið 2020 innan vallar. Miklar áhyggjur eru þó vegna æfingabanns sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta (hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum karla), í þættinum Harmageddon á X-inu 977. Hlusta má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Harmageddon - Birgir hjá ÍTF um framhald fótboltans Æfingabann hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvær vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Í gær máttu æfingar liða hefjast að nýju en með ströngum skilyrðum, meðal annars um tveggja metra reglu. Ekki er útlit fyrir að hefðbundnar æfingar á höfuðborgarsvæðinu geti hafist fyrr en 4. nóvember og Birgir segir að þetta verði að breytast. Auk þess hafa lið utan höfuðborgarsvæðisins getað æft óáreitt og geta gert það áfram, svo þar skapast ójafnvægi. Ný leikjadagskrá ætti að birtast í dag en Birgir segir að stefnt sé að því að byrja aftur að spila fljótlega eftir að núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra renni út 4. nóvember. Alls enginn undirbúningur fyrir leiki þar sem tugir milljóna eru í húfi „Það er gert ráð fyrir því að leikirnir byrji strax helgina eftir það, en faglega séð er það allt of stuttur fyrirvari fyrir félögin. Leikmenn sem hafa verið í pásu í mánuð, að því gefnu að þeir byrji að æfa 4. nóvember, geta ekki byrjað að spila 8. nóvember,“ segir Birgir við Harmageddon. Ekki sé nóg að leikmenn hafi verið að æfa einir eða með tveggja metra millibili hver frá öðrum: „Það er alls enginn undirbúningur fyrir leiki þar sem að allt er kannski undir. Til að mynda Evrópusæti sem telur hátt í 40 milljónir króna, eða leikir sem ráða því hvaða lið fara upp eða niður. Það eru miklir fjármunir í húfi. Við verðum að tryggja að við gerum þetta faglega, líka vegna hagsmuna leikmanna sem eru á öllum aldri og geta átt erfitt með að keyra sig í gang í þriðja sinn,“ segir Birgir. Óánægja vegna þess að sum lið geta æft en ekki önnur Hann segir ekki hafa verið mikil átök um þá ákvörðun að reyna að klára mótið: „Nei, í raun voru langflestir sammála því að vilja klára mótið. Að láta úrslitin ekki ráðast á einhverri reglugerð um að nóg sé að 2/3 hluti leikja sé búinn. En menn vilja líka að mótið sé klárað á skynsamlegan og faglegan hátt. Um það stendur styrinn. Félög utan höfuðborgarsvæðisins mega æfa en félögin á höfuðborgarsvæðinu ekki.“ Skagamenn hafa að litlu að keppa en þeir hafa getað æft síðustu vikur, öfugt við liðin á höfuðborgarsvæðinu.VÍSIR/BÁRA „Það þarf að leysa þennan hnút, að félögin fái öll að æfa og sitji við sama borð. Í grunninn voru félögin sammála því að klára mótið, en svo var mismunandi sýn á það hvað væri faglegt og hvernig hægt væri að klára þetta. Auðvitað litast menn af sinni stöðu og það er bara eðlilegt,“ segir Birgir. Búið spil ef fótboltabann lengist Erlendir leikmenn liða eru sumir hverjir farnir heim og varla verður hægt að spila leiki á grasvöllum í nóvember, svo lið eins og Vestri gæti þurft að spila heimaleik á Dalvík í stað þess að vera heima á Ísafirði. Aðspurður hvort hægt sé að segja að tímabilið sé marktækt í ljósi þessa, bendir Birgir á að lið eins og Víkingur R. og ÍA hafi þegar verið búin að selja leikmenn þar sem þau hafi kannski haft að litlu að keppa. Félögin verði að ráða því sjálf hvaða leikmenn þau noti: „Allt þetta tímabil er náttúrulega búið að vera, ég ætla ekki að segja einhver þvæla, en þetta er þriðja stoppið okkar. Að því gefnu að félögin fái öll að æfa getum við sagt að þau sitji við sama borð. Auðvitað eru einhver félög búin að losa sig við leikmenn, sérstaklega í neðri deildum, en það er hlutur sem að félögin taka sjálf ákvörðun um. Auðvitað veikir það viðkomandi lið en það er voðalega lítið hægt að gera í því.“ Aðspurður hvað yrði ef að ekki reyndist mögulegt að hefja æfingar og keppni að nýju frá og með 4. nóvember, vegna ákvarðana heilbrigðisyfirvalda, var svar Birgis nokkuð afdráttarlaust: „Án þess að fullyrða of mikið þá sé ég ekki hvernig ætti þá að vera hægt að klára þetta.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Lengjudeildin Tengdar fréttir Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Guðni Bergsson útskýrir afstöðu KSÍ að ætla að klára Íslandsmótin í knattspyrnu. 20. október 2020 18:13 KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Guðni Bergsson útskýrir afstöðu KSÍ að ætla að klára Íslandsmótin í knattspyrnu. 20. október 2020 18:13
KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23