„Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 21. október 2020 18:51 Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum í dag vegna myndar sem sýnir íslenskan lögreglumann bera umdeilda fána á búningi sínum. Myndin er nokkurra ára gömul en birtist með frétt á vef Mbl í morgun. Lögreglukonan segir í samtali við fréttastofu að hún hafi ekki vitað ef neikvæðri merkingu fánanna. Hún noti þá ennþá. Fáni sem öfgahópar flagga Þrír fánar sjást á undirvesti lögreglukonunnar. Efsti fáninn er svarthvít útgáfa af íslenska fánanum með blárri línu sem hefur erlendis þótt taka pólitíska afstöðu með „blue lives matter“ hreyfingunni gegn „black lives matter“. Þannig hefur hann verið tengdur við hvíta þjóðernishyggju. Þriðji fáninn er svokallaður Vínlandsfáni sem hefur verið tekinn upp af hvítum öfgahópum og nýnasistum. „Með hauskúpumerki sem er með merki The Punisher og lögreglan er ekki Punisher og það eru algjörlega röng skilaboð sem er verið að senda þarna til fólks,“segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir varð algjörlega miður sín þegar hann sá myndina í dag og harmar málið. Það fari gegn gildum lögreglunnar að bera áróður nýnasista á einkennisbúningi sínum. „Við erum að reyna ná til hópa sem þessi merki eru í raun og veru að sýna að við séum að fara á móti undir yfirborðinu. Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögreglan vill senda frá sér.“ Myndin umtalað sem er þó þriggja ára gömul.Eggert Jóhannesson Það hafi tíðkast að lögreglumenn beri merki undir vestinu sínu, til dæmis með blóðflokki sínum eða gamla héraðslögreglumannsnúmerið. „En svo virðist sem að þarna hafi farið inn merki sem eiga ekki heima í nánd við lögregluna.“ Hann hafi fengið sendar myndir af nokkrum fánum í dag. Umdeildar yfir í algjörlega ósmekklegar „Þær eru alveg frá því að vera allt í lagi, í það að vera í besta falli umdeildar, í það að vera algjörlega ósmekklegar,“ segir Ásgeir. Ásgeir Þór segir að sér hafi verið verulega brugðið þegar hann fékk veður af fánunum.Vísir/vilhelm Fyrirmæli hafa verið send til lögregluþjóna að það verði engir fánar eða merki sem tilheyri ekki lögreglubúningnum á fatnaði lögregluþjóna. Ásgeir segir það hafa verið gert um leið og hann hafi séð fréttir af þessu máli. Myndskeiði með fréttinni hefur verið breytt. Í upprunalegu útgáfu hennar sást í almenna lögregluþjóna sem tengjast fréttinni ekki. Lögreglan Íslenski fáninn Tengdar fréttir Eftirlitsnefnd um störf lögreglu tilkynnt um „óviðeigandi“ fána Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. 21. október 2020 18:45 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum í dag vegna myndar sem sýnir íslenskan lögreglumann bera umdeilda fána á búningi sínum. Myndin er nokkurra ára gömul en birtist með frétt á vef Mbl í morgun. Lögreglukonan segir í samtali við fréttastofu að hún hafi ekki vitað ef neikvæðri merkingu fánanna. Hún noti þá ennþá. Fáni sem öfgahópar flagga Þrír fánar sjást á undirvesti lögreglukonunnar. Efsti fáninn er svarthvít útgáfa af íslenska fánanum með blárri línu sem hefur erlendis þótt taka pólitíska afstöðu með „blue lives matter“ hreyfingunni gegn „black lives matter“. Þannig hefur hann verið tengdur við hvíta þjóðernishyggju. Þriðji fáninn er svokallaður Vínlandsfáni sem hefur verið tekinn upp af hvítum öfgahópum og nýnasistum. „Með hauskúpumerki sem er með merki The Punisher og lögreglan er ekki Punisher og það eru algjörlega röng skilaboð sem er verið að senda þarna til fólks,“segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir varð algjörlega miður sín þegar hann sá myndina í dag og harmar málið. Það fari gegn gildum lögreglunnar að bera áróður nýnasista á einkennisbúningi sínum. „Við erum að reyna ná til hópa sem þessi merki eru í raun og veru að sýna að við séum að fara á móti undir yfirborðinu. Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögreglan vill senda frá sér.“ Myndin umtalað sem er þó þriggja ára gömul.Eggert Jóhannesson Það hafi tíðkast að lögreglumenn beri merki undir vestinu sínu, til dæmis með blóðflokki sínum eða gamla héraðslögreglumannsnúmerið. „En svo virðist sem að þarna hafi farið inn merki sem eiga ekki heima í nánd við lögregluna.“ Hann hafi fengið sendar myndir af nokkrum fánum í dag. Umdeildar yfir í algjörlega ósmekklegar „Þær eru alveg frá því að vera allt í lagi, í það að vera í besta falli umdeildar, í það að vera algjörlega ósmekklegar,“ segir Ásgeir. Ásgeir Þór segir að sér hafi verið verulega brugðið þegar hann fékk veður af fánunum.Vísir/vilhelm Fyrirmæli hafa verið send til lögregluþjóna að það verði engir fánar eða merki sem tilheyri ekki lögreglubúningnum á fatnaði lögregluþjóna. Ásgeir segir það hafa verið gert um leið og hann hafi séð fréttir af þessu máli. Myndskeiði með fréttinni hefur verið breytt. Í upprunalegu útgáfu hennar sást í almenna lögregluþjóna sem tengjast fréttinni ekki.
Lögreglan Íslenski fáninn Tengdar fréttir Eftirlitsnefnd um störf lögreglu tilkynnt um „óviðeigandi“ fána Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. 21. október 2020 18:45 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Eftirlitsnefnd um störf lögreglu tilkynnt um „óviðeigandi“ fána Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. 21. október 2020 18:45
Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30
Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent