Páfinn lýsir yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2020 22:02 Frans páfi í Vatíkaninu í dag. AP/Gregorio Borgia Frans páfi er fyrsti páfinn til að lýsa yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para. Það gerði hann í ummælum í heimildarmynd sem frumsýnd var í dag en talin er hafa verið tekin upp í fyrra. Heimildarmyndin Francesco var sýnt á kvikmyndahátíð Róm og inniheldur hún nokkur viðtöl við páfann þar sem hann ræðir þau málefni sem á honum brenna. Þar á meðal eru umhverfismál, fátækt, fólksflutningar, kynþáttamisrétti og fátækt, svo eitthvað sé nefnt. „Samkynhneigt fólk á rétt á því að vera í fjölskyldu. Þau eru börn guðs,“ sagði Frans í einu viðtalinu. „Þú getur ekki sparkað einhverjum úr fjölskyldu, eða gert líf þeirra óbærileg vegna þessa. Það sem við þurfum að hafa er löggild sambúð. Þannig eru þau varin í lögum.“ Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði Frans lýst yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para þegar hann var biskup í Argentínu en hann hefur þó aldrei gert það áður sem páfi. Það hafi engin páfi gert áður. Í frétt AP segir einnig að umhverfi páfans í viðtalinu sé eins og umhverfi í öðru viðtali sem hann var í hjá Televisa í Mexíkó í fyrra. Talið sé að umrætt viðtal hafi verið tekið upp þá. Fréttaveitan segir að margir hafi tekið ummælunum fagnandi en þó ekki allir. Thomas Tobin, biskup í Rhode Island í Bandaríkjunum, kallaði til að mynda eftir því að Frans útskýrði ummælin frekar. „Yfirlýsing páfans er greinilega í trássi við langvarandi afstöðu kirkjunnar um sambönd samkynja aðila,“ sagði hann í yfirlýsingu. „Kirkjan getur ekki lagt blessun sína yfir sambönd sem eru í eðli sínu ósiðleg.“ Samkvæmt kaþólsku kirkjunni eru samkynhneigðar tilhneigingar ekki syndir en það að sænga hjá samkynja aðila er synd. Kirkjan segir að koma eigi fram við samkynhneigt fólk af virðingu en ekki styðja lögleiðingu hjónabanda samkynja para. Trúmál Mannréttindi Páfagarður Hinsegin Tengdar fréttir Kardinála í Páfagarði gert að segja af sér Háttsettur embættismaður í Páfagarði sagði óvænt af sér í dag vegna ásakana um að hann hafi gefið bróður sínum fé frá kaþólsku kirkjunni. 25. september 2020 14:07 Hafnar því að hægt verði að vígja gifta menn í Amasón til prests Frans páfi hefur hafnað því að hægt verði að vígja gifta karlmenn til prests í Amasón-svæðinu til að bregðast við skorti á kaþólskum prestum á svæðinu. 12. febrúar 2020 11:36 Páfinn biðst afsökunar á að hafa slegið á hönd konu Frans páfi hefur beðist afsökunar á að hafa slegið í hönd konu þar sem hún reyndi að toga hann til sín á Péturstorginu í Páfagarði á gamlársdag. 2. janúar 2020 08:39 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Frans páfi er fyrsti páfinn til að lýsa yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para. Það gerði hann í ummælum í heimildarmynd sem frumsýnd var í dag en talin er hafa verið tekin upp í fyrra. Heimildarmyndin Francesco var sýnt á kvikmyndahátíð Róm og inniheldur hún nokkur viðtöl við páfann þar sem hann ræðir þau málefni sem á honum brenna. Þar á meðal eru umhverfismál, fátækt, fólksflutningar, kynþáttamisrétti og fátækt, svo eitthvað sé nefnt. „Samkynhneigt fólk á rétt á því að vera í fjölskyldu. Þau eru börn guðs,“ sagði Frans í einu viðtalinu. „Þú getur ekki sparkað einhverjum úr fjölskyldu, eða gert líf þeirra óbærileg vegna þessa. Það sem við þurfum að hafa er löggild sambúð. Þannig eru þau varin í lögum.“ Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði Frans lýst yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para þegar hann var biskup í Argentínu en hann hefur þó aldrei gert það áður sem páfi. Það hafi engin páfi gert áður. Í frétt AP segir einnig að umhverfi páfans í viðtalinu sé eins og umhverfi í öðru viðtali sem hann var í hjá Televisa í Mexíkó í fyrra. Talið sé að umrætt viðtal hafi verið tekið upp þá. Fréttaveitan segir að margir hafi tekið ummælunum fagnandi en þó ekki allir. Thomas Tobin, biskup í Rhode Island í Bandaríkjunum, kallaði til að mynda eftir því að Frans útskýrði ummælin frekar. „Yfirlýsing páfans er greinilega í trássi við langvarandi afstöðu kirkjunnar um sambönd samkynja aðila,“ sagði hann í yfirlýsingu. „Kirkjan getur ekki lagt blessun sína yfir sambönd sem eru í eðli sínu ósiðleg.“ Samkvæmt kaþólsku kirkjunni eru samkynhneigðar tilhneigingar ekki syndir en það að sænga hjá samkynja aðila er synd. Kirkjan segir að koma eigi fram við samkynhneigt fólk af virðingu en ekki styðja lögleiðingu hjónabanda samkynja para.
Trúmál Mannréttindi Páfagarður Hinsegin Tengdar fréttir Kardinála í Páfagarði gert að segja af sér Háttsettur embættismaður í Páfagarði sagði óvænt af sér í dag vegna ásakana um að hann hafi gefið bróður sínum fé frá kaþólsku kirkjunni. 25. september 2020 14:07 Hafnar því að hægt verði að vígja gifta menn í Amasón til prests Frans páfi hefur hafnað því að hægt verði að vígja gifta karlmenn til prests í Amasón-svæðinu til að bregðast við skorti á kaþólskum prestum á svæðinu. 12. febrúar 2020 11:36 Páfinn biðst afsökunar á að hafa slegið á hönd konu Frans páfi hefur beðist afsökunar á að hafa slegið í hönd konu þar sem hún reyndi að toga hann til sín á Péturstorginu í Páfagarði á gamlársdag. 2. janúar 2020 08:39 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Kardinála í Páfagarði gert að segja af sér Háttsettur embættismaður í Páfagarði sagði óvænt af sér í dag vegna ásakana um að hann hafi gefið bróður sínum fé frá kaþólsku kirkjunni. 25. september 2020 14:07
Hafnar því að hægt verði að vígja gifta menn í Amasón til prests Frans páfi hefur hafnað því að hægt verði að vígja gifta karlmenn til prests í Amasón-svæðinu til að bregðast við skorti á kaþólskum prestum á svæðinu. 12. febrúar 2020 11:36
Páfinn biðst afsökunar á að hafa slegið á hönd konu Frans páfi hefur beðist afsökunar á að hafa slegið í hönd konu þar sem hún reyndi að toga hann til sín á Péturstorginu í Páfagarði á gamlársdag. 2. janúar 2020 08:39