Höfum búið til góðan markamun gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2020 09:30 Sara Björk Gunnarsdóttir og Caroline Seger mætast að nýju næsta þriðjudag. Vísir/Vilhelm Svíþjóð stendur betur að vígi en Ísland í baráttunni um efsta sæti F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta, nú þegar fjórir dagar eru í að liðin mætist í Gautaborg. Ísland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli fyrir mánuði en hafa unnið aðra leiki sína í keppninni. Svíþjóð er því með 16 stig eftir 6 leiki en Ísland með 13 eftir 5 leiki. Ef liðin gera aftur 1-1 jafntefli á þriðjudaginn og vinna aðra leiki sína (Ísland á eftir útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu) mun markatala ráða því hvaða lið nær efsta sæti. Með því að vinna Lettland 7-0 í gær er Svíþjóð með +30 í markatölu. Ísland, sem vann Lettland 9-0 í síðasta mánuði, er með +19 í markatölu. Ellefu mörkum munar því en Ísland á leik til góða. „Núna erum við með ellefu mörkum meira en Ísland svo við höfum búið okkur til góðan markamun. Við gerðum sjö mörk í dag en miðað við yfirburðina sem við höfðum þá hefði maður viljað fleiri mörk,“ sagði Peter Gerhardsson þjálfari Svía við SVT. Hvert mark og stig skiptir líka máli fyrir liðið sem endar neðar Ef Ísland og Svíþjóð gera 0-0 jafntefli í Gautaborg, en enda jöfn að stigum í riðlinum, endar Svíþjóð ofar vegna fleiri marka skoraðra á útivelli í innbyrðis leikjum liðanna. Að sama skapi yrði Ísland ofar ef liðin yrðu jöfn að stigum, geri þau 2-2 eða 3-3 jafntefli og svo framvegis. Markatalan getur skipt miklu máli fyrir liðið sem endar í 2. sæti riðilsins, sem og hvert stig sem safnast í sarpinn. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti í undanriðlunum níu komast nefnilega beint á EM. Hin sex liðin fara í umspil. Sem stendur er Ísland með þriðja besta árangurinn af þeim liðum sem eru í 2. sæti síns riðils, og því í augnablikinu á leiðinni á EM í Englandi en mikið vatn á eftir að renna til sjávar. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Skoruðu sjö í síðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn gegn stelpunum okkar Svíþjóð lenti í engum vandræðum með Letta í riðli okkar Íslendinga fyrir undankeppni EM 2021 í knattspyrnu. 22. október 2020 18:40 Sara klár í slaginn þegar Svíaleikurinn nálgast Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Sara Björk Gunnarsdóttir, er búin að jafna sig á meiðslum í hásin. 15. október 2020 16:13 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Svíþjóð stendur betur að vígi en Ísland í baráttunni um efsta sæti F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta, nú þegar fjórir dagar eru í að liðin mætist í Gautaborg. Ísland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli fyrir mánuði en hafa unnið aðra leiki sína í keppninni. Svíþjóð er því með 16 stig eftir 6 leiki en Ísland með 13 eftir 5 leiki. Ef liðin gera aftur 1-1 jafntefli á þriðjudaginn og vinna aðra leiki sína (Ísland á eftir útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu) mun markatala ráða því hvaða lið nær efsta sæti. Með því að vinna Lettland 7-0 í gær er Svíþjóð með +30 í markatölu. Ísland, sem vann Lettland 9-0 í síðasta mánuði, er með +19 í markatölu. Ellefu mörkum munar því en Ísland á leik til góða. „Núna erum við með ellefu mörkum meira en Ísland svo við höfum búið okkur til góðan markamun. Við gerðum sjö mörk í dag en miðað við yfirburðina sem við höfðum þá hefði maður viljað fleiri mörk,“ sagði Peter Gerhardsson þjálfari Svía við SVT. Hvert mark og stig skiptir líka máli fyrir liðið sem endar neðar Ef Ísland og Svíþjóð gera 0-0 jafntefli í Gautaborg, en enda jöfn að stigum í riðlinum, endar Svíþjóð ofar vegna fleiri marka skoraðra á útivelli í innbyrðis leikjum liðanna. Að sama skapi yrði Ísland ofar ef liðin yrðu jöfn að stigum, geri þau 2-2 eða 3-3 jafntefli og svo framvegis. Markatalan getur skipt miklu máli fyrir liðið sem endar í 2. sæti riðilsins, sem og hvert stig sem safnast í sarpinn. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti í undanriðlunum níu komast nefnilega beint á EM. Hin sex liðin fara í umspil. Sem stendur er Ísland með þriðja besta árangurinn af þeim liðum sem eru í 2. sæti síns riðils, og því í augnablikinu á leiðinni á EM í Englandi en mikið vatn á eftir að renna til sjávar.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Skoruðu sjö í síðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn gegn stelpunum okkar Svíþjóð lenti í engum vandræðum með Letta í riðli okkar Íslendinga fyrir undankeppni EM 2021 í knattspyrnu. 22. október 2020 18:40 Sara klár í slaginn þegar Svíaleikurinn nálgast Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Sara Björk Gunnarsdóttir, er búin að jafna sig á meiðslum í hásin. 15. október 2020 16:13 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Skoruðu sjö í síðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn gegn stelpunum okkar Svíþjóð lenti í engum vandræðum með Letta í riðli okkar Íslendinga fyrir undankeppni EM 2021 í knattspyrnu. 22. október 2020 18:40
Sara klár í slaginn þegar Svíaleikurinn nálgast Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Sara Björk Gunnarsdóttir, er búin að jafna sig á meiðslum í hásin. 15. október 2020 16:13