Býst við fleiri smitum á Landakoti Kjartan Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 24. október 2020 11:34 Þetta er í annað skiptið sem kórónuveirusmit koma upp á Landakoti. Fyrst gerðist það í mars. Vísir/Vilhelm Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. Landakotsspítala var lokað eftir að hópsmitið kom upp. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú séu sextán sjúklingar og tíu starfsmenn smitaðir. Hátt í hundrað starfsmenn séu í sóttkví. „Ég held að það séu nú kannski ekki öll kurl komin til grafar ennþá. Við eigum eftir að fá fleiri sem bætast í þennan hóp en vonandi ekki svo marga í viðbót,“ segir hann. Uppruni sýkingarinnar hefur ekki verið rakinn en Þórólfur segir aðeins þrjá leiðir sem veiran hafi getað farið inn á sjúkrahúsið: með starfsmönnum, sjúklingum eða aðstandendum þeirra. „Það sýnir sig bara hvað þetta er viðkvæmt og oft erfitt. Það þarf ekki mikið til að veiran geti komist inn í þessa viðkvæmu hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir,“ segir hann. Stór hluti þeirra 76 einstaklinga sem greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær var á Landakoti. Nýju smitum hafði fækkað nokkuð undanfarna daga en fjöldinn í gær er sá mesti frá 14. október. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir þetta nokkuð bakslag en breyti þó ekki stöðu faraldursins svo mikið. „Við höfum alltaf talað um það að við getum búist við því að sjá svona hópsýkingar þannig að kúrfan getur verið upp og niður á milli daga,“ segir hann og bendir á að af þeim sem greindust í gær hafi um 80% verið í sóttkví. „Það er ljósi punkturinn í þessu þannig að vonandi tekst bara að ná fljótt utan um þetta,“ segir sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hópsmit á Landakoti Hópsmit er komið upp á Landakoti og hafa nú alls sextán sjúklingar og sex starfsmenn greinst með veiruna. Landakoti hefur nú verið lokað. 23. október 2020 18:40 Starfsmenn og sjúklingur á Landakoti greindust með veiruna Nokkrir starfsmenn og einn sjúklingur á Landakoti, öldunarlækningadeild Landspítala, greindust með kórónuveiruna síðdegis í gær. 23. október 2020 10:48 Sjö sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti með smit Sjö sjúklingar á öldrunarspítalanum Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna auk tíu starfsmanna. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. 6. apríl 2020 14:53 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira
Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. Landakotsspítala var lokað eftir að hópsmitið kom upp. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú séu sextán sjúklingar og tíu starfsmenn smitaðir. Hátt í hundrað starfsmenn séu í sóttkví. „Ég held að það séu nú kannski ekki öll kurl komin til grafar ennþá. Við eigum eftir að fá fleiri sem bætast í þennan hóp en vonandi ekki svo marga í viðbót,“ segir hann. Uppruni sýkingarinnar hefur ekki verið rakinn en Þórólfur segir aðeins þrjá leiðir sem veiran hafi getað farið inn á sjúkrahúsið: með starfsmönnum, sjúklingum eða aðstandendum þeirra. „Það sýnir sig bara hvað þetta er viðkvæmt og oft erfitt. Það þarf ekki mikið til að veiran geti komist inn í þessa viðkvæmu hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir,“ segir hann. Stór hluti þeirra 76 einstaklinga sem greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær var á Landakoti. Nýju smitum hafði fækkað nokkuð undanfarna daga en fjöldinn í gær er sá mesti frá 14. október. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir þetta nokkuð bakslag en breyti þó ekki stöðu faraldursins svo mikið. „Við höfum alltaf talað um það að við getum búist við því að sjá svona hópsýkingar þannig að kúrfan getur verið upp og niður á milli daga,“ segir hann og bendir á að af þeim sem greindust í gær hafi um 80% verið í sóttkví. „Það er ljósi punkturinn í þessu þannig að vonandi tekst bara að ná fljótt utan um þetta,“ segir sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hópsmit á Landakoti Hópsmit er komið upp á Landakoti og hafa nú alls sextán sjúklingar og sex starfsmenn greinst með veiruna. Landakoti hefur nú verið lokað. 23. október 2020 18:40 Starfsmenn og sjúklingur á Landakoti greindust með veiruna Nokkrir starfsmenn og einn sjúklingur á Landakoti, öldunarlækningadeild Landspítala, greindust með kórónuveiruna síðdegis í gær. 23. október 2020 10:48 Sjö sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti með smit Sjö sjúklingar á öldrunarspítalanum Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna auk tíu starfsmanna. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. 6. apríl 2020 14:53 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira
Hópsmit á Landakoti Hópsmit er komið upp á Landakoti og hafa nú alls sextán sjúklingar og sex starfsmenn greinst með veiruna. Landakoti hefur nú verið lokað. 23. október 2020 18:40
Starfsmenn og sjúklingur á Landakoti greindust með veiruna Nokkrir starfsmenn og einn sjúklingur á Landakoti, öldunarlækningadeild Landspítala, greindust með kórónuveiruna síðdegis í gær. 23. október 2020 10:48
Sjö sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti með smit Sjö sjúklingar á öldrunarspítalanum Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna auk tíu starfsmanna. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. 6. apríl 2020 14:53