Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir Dele Alli þurfa að finna hvatningu hjá sjálfum sér til að koma sér aftur á beinu brautina undir stjórn Mourinho.
Alli hefur ekki verið nálægt sterkasta byrjunarliði Tottenham á þessari leiktíð og var jafnvel búist við að hann myndi yfirgefa félagið í sumar en ekkert varð af því og er hann í algjöru aukahlutverki hjá Mourinho um þessar mundir.
Mourinho var spurður út í stöðuna á Alli.
„Það er undir honum komið. Þetta snýst ekki um mig. Það er oft talað um að þjálfarar þurfi að mótivera leikmenn en ég er ekki sammála því að öllu leyti.“
„Ef leikmenn geta ekki fundið nægan viljastyrk til að gera vel er lítið sem þjálfarinn getur gert,“ segir Mourinho en hægt er að sjá brot úr viðtalinu hér að neðan.
"It's about him, It's not about me. If the player is not motivated we can't do much"
— Football Daily (@footballdaily) October 24, 2020
Jose Mourinho when asked if he can still get the best out of Dele Alli pic.twitter.com/i1qQjiwCWa