Var ekki rekin úr Ólympíuþorpinu fyrir óviðeigandi hegðun: Ég fór sjálf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 08:30 Luana Alonso er búin að setja sundhettuna upp á hillu þrátt fyrir að vera bara tvítug. Hún náði þó að keppa á tveimur Ólympíuleikum. @luanalonsom Paragvæska sundkonan Luana Alonso kom sér í fréttirnar á Ólympíuleikunum í París í fyrra en þó ekki fyrir góðan árangur í sundlauginni heldur vegna þess sem gerðist utan hennar. Alonso hefur nú stigið fram, næstum því ári eftir leikana, og segir að fréttir um brottrekstur sinn úr Ólympíuþorpinu hafi verið tilbúningur og falskar fréttir. Alonso átti að hafa verið rekin úr Ólympíuþorpinu fyrir óviðeigandi hegðun og að búa til óheppilegt andrúmsloft innan paragvæska Ólympíuhópsins. Hin 21 árs gamla Alonso keppti í 100 metra flugsundi á leikunum en komst ekki í undanúrslit. Strax eftir sundið þá tilkynnti hún að hún væri hætt að synda. Hún beið í ellefu mánuði eftir að skýra sitt mál. „Við skulum hafa eitt á hreinu. Ég fór sjálf og sjálfviljug úr Ólympíuþorpinu. Ég var ekki rekin þaðan,“ skrifaði Alonso á samfélagsmiðla. Aftonbladet segir frá. Alonso átti að hafa verið til vandræða eftir að henni mistókst að komst áfram og þátttöku hennar var lokið á leikunum. Hún fór meðal annars í dagsferð í Disneyland í stað þessa að styðja við bakið á liðfélögum sínum í lauginni. Forráðamenn paragvæska Ólympíuhópsins voru ósáttir með það ekki síst þar sem hún sýndi mikið frá ævintýrum sínum á samfélagmiðlum. Alonso er ekki sátt með þá mynd sem var máluð af henni eftir brottför hennar úr Ólympíuþorpinu. „Paragvæska Ólympíunefndin hélt því fram að ég hefði búið til óviðunandi andrúmsloft vegna þess að ég vildi ekki synda lengur. Þeir reyndu að taka af mér aðganginn að þorpinu en þeir höfðu engan rétt til þess. Ég ákvað að láta hann af hendi og að þeirra mati þá var það óviðeigandi,“ skrifaði Alonso. Framkoma hennar og klæðaburður ásamt samskiptum hennar við annað íþróttafólk, þótti líka hafa truflandi áhrif í Ólympíuþorpinu. Alonso var líka með mörg augu fjölmiðla á sér enda með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum. Alonso er íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. „Ég er að hugsa um það að leita til lögfræðinga og lögsækja þau tímarit og þá fjölmiðla sem dreifðu ósönnum sögusögnum um mig eins og það að ég hafi verið rekin úr Ólympíuþorpinu. Virkilega? Hverjum datt svona vitleysa eiginlega í hug? Það er ekki satt,“ skrifaði Alonso. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Fleiri fréttir Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Sjá meira
Alonso hefur nú stigið fram, næstum því ári eftir leikana, og segir að fréttir um brottrekstur sinn úr Ólympíuþorpinu hafi verið tilbúningur og falskar fréttir. Alonso átti að hafa verið rekin úr Ólympíuþorpinu fyrir óviðeigandi hegðun og að búa til óheppilegt andrúmsloft innan paragvæska Ólympíuhópsins. Hin 21 árs gamla Alonso keppti í 100 metra flugsundi á leikunum en komst ekki í undanúrslit. Strax eftir sundið þá tilkynnti hún að hún væri hætt að synda. Hún beið í ellefu mánuði eftir að skýra sitt mál. „Við skulum hafa eitt á hreinu. Ég fór sjálf og sjálfviljug úr Ólympíuþorpinu. Ég var ekki rekin þaðan,“ skrifaði Alonso á samfélagsmiðla. Aftonbladet segir frá. Alonso átti að hafa verið til vandræða eftir að henni mistókst að komst áfram og þátttöku hennar var lokið á leikunum. Hún fór meðal annars í dagsferð í Disneyland í stað þessa að styðja við bakið á liðfélögum sínum í lauginni. Forráðamenn paragvæska Ólympíuhópsins voru ósáttir með það ekki síst þar sem hún sýndi mikið frá ævintýrum sínum á samfélagmiðlum. Alonso er ekki sátt með þá mynd sem var máluð af henni eftir brottför hennar úr Ólympíuþorpinu. „Paragvæska Ólympíunefndin hélt því fram að ég hefði búið til óviðunandi andrúmsloft vegna þess að ég vildi ekki synda lengur. Þeir reyndu að taka af mér aðganginn að þorpinu en þeir höfðu engan rétt til þess. Ég ákvað að láta hann af hendi og að þeirra mati þá var það óviðeigandi,“ skrifaði Alonso. Framkoma hennar og klæðaburður ásamt samskiptum hennar við annað íþróttafólk, þótti líka hafa truflandi áhrif í Ólympíuþorpinu. Alonso var líka með mörg augu fjölmiðla á sér enda með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum. Alonso er íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. „Ég er að hugsa um það að leita til lögfræðinga og lögsækja þau tímarit og þá fjölmiðla sem dreifðu ósönnum sögusögnum um mig eins og það að ég hafi verið rekin úr Ólympíuþorpinu. Virkilega? Hverjum datt svona vitleysa eiginlega í hug? Það er ekki satt,“ skrifaði Alonso.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Fleiri fréttir Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti